Tónlist

John Grant tilnefndur til BRIT-verðlaunanna

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þeir Eminem, John Grant og Justin Timberlake eru meðal þeirra sem tilnefndir eru.
Þeir Eminem, John Grant og Justin Timberlake eru meðal þeirra sem tilnefndir eru. myndir/arnþór - getty
Tónlistarmaðurinn John Grant hefur verið tilnefndur til BRIT-verðlaunanna sem besti alþjóðlegi sólólistamaður í flokki karla.

Íslandsvinurinn Grant, sem gaf út plötuna Pale Green Ghosts í fyrra, er tilnefndur ásamt söngvurunum Justin Timberlake og Bruno Mars, og röppurunum Drake og Eminem.

Grant kom fram í spjallþætti Davids Letterman í gær ásamt hljómsveit, en í sveitinni eru Íslendingarnir Kristinn Snær Agnarsson trommuleikari, Jakob Smári Magnússon bassaleikari, gítarleikarinn Pétur Hallgrímsson og Aron Arnarsson þúsundþjalasmiður.

Sjá má myndband af flutningnum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.