"Við vorum orðnir svolítið þreyttir" Freyr Bjarnason skrifar 15. júní 2013 10:00 Hljómsveitin Sigur Rós er núna skipuð Orra Páli Dýrasyni, Jóni Þóri Birgissyni og Georg Holm. Sjöunda hljóðversplata Sigur Rósar, Kveikur, kemur út á þjóðhátíðardegi Íslendinga, mánudaginn 17. júní. Hún er frábrugðin þeirri síðustu, Valtari, sem var róleg og innhverf. Ákefðin er meiri á þessari, trommutakturinn þyngri og bassinn er meira áberandi. Blaðamaður hitti trommarann Orra Pál Dýrason í Iðnó og byrjaði á að spyrja hvort hljómsveitin hefði meðvitað viljað breyta um stefnu og kveðja rólegheitin sem einkenndu Valtara. „Við vorum orðnir svolítið leiðir. Við fengum rosalega þörf til að gera eitthvað nýtt, eitthvað allt annað og nota aðrar aðferðir. Kjartan var náttúrulega hættur þannig að það breyttist helling við það líka,“ segir Orri Páll en Sigur Rós varð opinberlega að tríói í janúar þegar hljómborðs- og píanóleikarinn Kjartan Sveinsson hætti eftir fimmtán ár í bandinu. „Við vorum í stúdíóinu að gera Valtara en þegar það voru frídagar vorum við farnir að hittast heima hjá mér. Við byrjuðum þar úti í bílskúr að semja fyrir Kveik. Við vorum rosalega lengi með Valtara, alltof lengi, og langaði bara að gera eitthvað annað.“ Valtari naut engu að síður mikilla vinsælda. Hún komst í áttunda sæti breska breiðskífulistans og var fyrsta plata sveitarinnar til komast inn á topp tíu á bandaríska Billboard-listanum. Samanlagt hefur hún selst í yfir 300 þúsund eintökum úti í heimi og í fimm þúsundum hér heima.Nefndu tölvuna Kjartan Orri Páll viðurkennir að það hafi verið skrítið að sjá á bak Kjartani eftir öll þessi ár. „Það var svolítið öðruvísi að hittast bara við þrír. Það er líka rosalega lítið píanó á plötunni. Þegar við vorum að byrja að semja notuðum við tölvuna rosalega mikið. Við gerðum einhverja grunna í tölvunni sem við spiluðum svo með. Við nefndum tölvuna Kjartan,“ segir hann og hlær. „En þetta varð allt eðlilegt mjög fljótlega.“ Hann segir þá félaga aldrei hafa íhugað að leggja Sigur Rós niður þegar Kjartan ákvað að hverfa á braut. „Kjartan var búinn að tala lengi um að hætta og það kom okkur ekkert á óvart. Þetta var allt í góðu og við erum góðir vinir. En við vorum að fjarlægjast, fara í mismunandi átt, eins og gerist í langtímasamböndum.“Íhuguðu að gefa út sjálfir Samningur Sigur Rósar við stórfyrirtækið EMI, sem hefur gefið út síðustu plötur sveitarinnar í Evrópu og í Asíu, rann út eftir útgáfu Valtara. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vildi Kjartan virða samninginn við EMI áður en hann hyrfi á braut. Sigur Rós hefur núna samið við bresku útgáfuna XL, sem er smærri í sniðum en EMI, og kemur Kveikur út á hennar vegum úti um allan heim.Af hverju vilduð þið skipta um útgáfufyrirtæki? „Á síðustu plötu vorum við hjá XL í Ameríku en núna erum við hjá þeim yfir allan heiminn. Við höfum mjög góða reynslu af þeim. Þetta er miklu sanngjarnari samningur og þægilegra umhverfi en hjá EMI, þó svo að ég sé ekkert að tala illa um EMI. Þetta var bara skömminni skárra.“ Aðspurður segir Orri Páll þá félaga hafa íhugað að gefa plötuna út sjálfir. „Við vorum að tala um það en það er bara svo mikið vesen. Ég held að peningalega hefði það komið út á sama stað því við hefðum þurft að ráða fullt af fólki.“Jónsi, Georg og Orri fara yfir málin.Mynd/GVAEkki þreyttur á gömlu lögunum Sigur Rós hefur verið á tónleikaferð um heiminn frá því í fyrra en árið 2012 spilaði sveitin fyrir framan 350 þúsund manns á 38 tónleikum. Mörgum Íslendingum eru minnisstæðir sjö þúsund manna tónleikar sveitarinnar í Nýju Laugardalshöllinni á Iceland Airwaves, sem voru þeirra fyrstu á hátíðinni í ellefu ár. Sjónræni þátturinn var fyrirferðarmikill á þeim tónleikum. „Við höfum alltaf verið með vídeó en þetta er orðið meira. Mér finnst þetta skipta mjög miklu máli. Fólk notar augun alveg eins og eyrun á tónleikum. Þetta á að vera öðruvísi en að hlusta bara á plötuna og við reynum að gera þetta að upplifun.“ Trymbillinn segir gaman að spila nýju lögin á tónleikum í bland við þau gömlu, sem þeir hafa verið að spila síðan sumarið 1999. Inntur eftir því hvort hann verði aldrei þreyttur á að spila eldri lögin neitar hann því. „Nei, það er alveg ótrúlegt. Að spila á tónleikum er eitt ferli en það er samt alltaf gaman að spila nýtt lag. Maður er ekki alveg eins öruggur og þarf að fara út fyrir þægindarammann og leggja aðeins á sig.“Þið eigið mikið af lögum í ykkar lagasafni. Er ekki gott að geta róterað þeim á milli tónleika? „Við gerum það voða lítið, þetta er alltaf mjög svipað,“ segir hann og brosir.Þolir ekki Coachella-hátíðina Þegar Sigur Rós er ekki að spila á stórum tónlistarhátíðum spilar hljómsveitin spilar iðulega fyrir framan fimm til tíu þúsund manns í hvert sinn. Orri Páll getur alveg hugsað sér að spila á stærri stöðum, til dæmis íþróttaleikvöngum. „Ef fólk myndi mæta værum við alveg til í það en ég hef ekki trú á að það muni gerast. Við erum ekki beint poppband og svo er þetta allt á íslensku.“ Hljómsveitin er í þriggja vikna fríi heima á Íslandi áður en hún fer í tónleikaferð um Evrópu þar sem spilað verður á tónlistarhátíðum á borð við Hróarskeldu í Danmörku og Rock Werchter í Belgíu, en Orri Páll hefur mjög gaman af því að spila á þeim báðum. Hann segir hátíðirnar samt vera misskemmtilegar. „Sumar eru bara leiðinlegar eins og Coachella [í Kaliforníu]. Ég þoli ekki Coachella, mér finnst það mjög leiðinleg hátíð.“ Aðspurður hvort einhver frægur en ólíklegur Sigur Rósar-aðdáandi hafi hitt hljómsveitina baksviðs í gegnum árin nefnir hann eftir smá umhugsun klámmyndaleikarann Ron Jeremy á tónleikum í Los Angeles. „Hann kom einu sinni. Það var mjög ólíklegt.“Skrítið samband við trommurnar Spurður út í trommuleik sinn segist Orri Páll eiga mjög skrítið samband við trommurnar. Hann snertir þær helst ekki nema hann verði að gera það og spilar þess í stað á píanó eða gítar. „Þetta er svolítið óþægilegt hljóðfæri og óumhverfisvænt. Það er eiginlega bara í stúdíóinu og þegar við erum að semja og túra sem ég spila á trommur. Ég var reyndar að fá mér rafmagnstrommusett, þar sem er hægt að vera með heyrnartól þannig að kannski á ég eftir að æfa mig meira. Ég verð að gera það því ég verð ferlega ryðgaður þegar við leggjum af stað á túra eða förum í stúdíó.“Sigur Rós í æfingahúsnæði sínu.Mynd/GVAFlytur í Skerjafjörðinn Fríið á Íslandi hefur Orri Páll nýtt með fjölskyldu sinni en hann á tvö börn með eiginkonu sinni Lukku Sigurðardóttur og eina dóttur úr fyrra sambandi. Fram undan eru flutningar úr Bústaðarhverfinu í litla Skerjafjörðinn um næstu mánaðamót. Hann segir fjölskylduna vera duglega að koma með sér á tónleikaferðalög. „Krakkarnir elska rútuna. Ég á tvo litla stráka og 13 ára stelpu og þau fíla það mjög vel. En annars er þetta svolítið sjóaralíf. Þetta er gert í hálfgerðum vertíðum. Þessi túr er eitt og hálft ár en áður en Valtari kom út túruðum við ekki í fjögur ár.“Vilja semja kvikmyndatónlist Eftir að ferðalagi Sigur Rósar um Evrópu lýkur í lok ágúst er förinni heitið til Norður-Ameríku. Þar spilar hljómsveitin í september og október og ferðast svo aftur til Evrópu, þar sem síðustu bókuðu tónleikarnir verða í Noregi 28. nóvember. Eftir það er óvíst hvað tekur við hjá Orra Páli, söngvaranum Jónsa og bassaleikaranum Georg Holm. „Okkur dauðlangar að fara að semja eitthvað. Ég veit ekki hvort það verður plata. Okkur langar svolítið til að gera tónlist við bíómynd. Það væri gaman að eyða góðum tíma í eitthvað svoleiðis.“ Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Sjöunda hljóðversplata Sigur Rósar, Kveikur, kemur út á þjóðhátíðardegi Íslendinga, mánudaginn 17. júní. Hún er frábrugðin þeirri síðustu, Valtari, sem var róleg og innhverf. Ákefðin er meiri á þessari, trommutakturinn þyngri og bassinn er meira áberandi. Blaðamaður hitti trommarann Orra Pál Dýrason í Iðnó og byrjaði á að spyrja hvort hljómsveitin hefði meðvitað viljað breyta um stefnu og kveðja rólegheitin sem einkenndu Valtara. „Við vorum orðnir svolítið leiðir. Við fengum rosalega þörf til að gera eitthvað nýtt, eitthvað allt annað og nota aðrar aðferðir. Kjartan var náttúrulega hættur þannig að það breyttist helling við það líka,“ segir Orri Páll en Sigur Rós varð opinberlega að tríói í janúar þegar hljómborðs- og píanóleikarinn Kjartan Sveinsson hætti eftir fimmtán ár í bandinu. „Við vorum í stúdíóinu að gera Valtara en þegar það voru frídagar vorum við farnir að hittast heima hjá mér. Við byrjuðum þar úti í bílskúr að semja fyrir Kveik. Við vorum rosalega lengi með Valtara, alltof lengi, og langaði bara að gera eitthvað annað.“ Valtari naut engu að síður mikilla vinsælda. Hún komst í áttunda sæti breska breiðskífulistans og var fyrsta plata sveitarinnar til komast inn á topp tíu á bandaríska Billboard-listanum. Samanlagt hefur hún selst í yfir 300 þúsund eintökum úti í heimi og í fimm þúsundum hér heima.Nefndu tölvuna Kjartan Orri Páll viðurkennir að það hafi verið skrítið að sjá á bak Kjartani eftir öll þessi ár. „Það var svolítið öðruvísi að hittast bara við þrír. Það er líka rosalega lítið píanó á plötunni. Þegar við vorum að byrja að semja notuðum við tölvuna rosalega mikið. Við gerðum einhverja grunna í tölvunni sem við spiluðum svo með. Við nefndum tölvuna Kjartan,“ segir hann og hlær. „En þetta varð allt eðlilegt mjög fljótlega.“ Hann segir þá félaga aldrei hafa íhugað að leggja Sigur Rós niður þegar Kjartan ákvað að hverfa á braut. „Kjartan var búinn að tala lengi um að hætta og það kom okkur ekkert á óvart. Þetta var allt í góðu og við erum góðir vinir. En við vorum að fjarlægjast, fara í mismunandi átt, eins og gerist í langtímasamböndum.“Íhuguðu að gefa út sjálfir Samningur Sigur Rósar við stórfyrirtækið EMI, sem hefur gefið út síðustu plötur sveitarinnar í Evrópu og í Asíu, rann út eftir útgáfu Valtara. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vildi Kjartan virða samninginn við EMI áður en hann hyrfi á braut. Sigur Rós hefur núna samið við bresku útgáfuna XL, sem er smærri í sniðum en EMI, og kemur Kveikur út á hennar vegum úti um allan heim.Af hverju vilduð þið skipta um útgáfufyrirtæki? „Á síðustu plötu vorum við hjá XL í Ameríku en núna erum við hjá þeim yfir allan heiminn. Við höfum mjög góða reynslu af þeim. Þetta er miklu sanngjarnari samningur og þægilegra umhverfi en hjá EMI, þó svo að ég sé ekkert að tala illa um EMI. Þetta var bara skömminni skárra.“ Aðspurður segir Orri Páll þá félaga hafa íhugað að gefa plötuna út sjálfir. „Við vorum að tala um það en það er bara svo mikið vesen. Ég held að peningalega hefði það komið út á sama stað því við hefðum þurft að ráða fullt af fólki.“Jónsi, Georg og Orri fara yfir málin.Mynd/GVAEkki þreyttur á gömlu lögunum Sigur Rós hefur verið á tónleikaferð um heiminn frá því í fyrra en árið 2012 spilaði sveitin fyrir framan 350 þúsund manns á 38 tónleikum. Mörgum Íslendingum eru minnisstæðir sjö þúsund manna tónleikar sveitarinnar í Nýju Laugardalshöllinni á Iceland Airwaves, sem voru þeirra fyrstu á hátíðinni í ellefu ár. Sjónræni þátturinn var fyrirferðarmikill á þeim tónleikum. „Við höfum alltaf verið með vídeó en þetta er orðið meira. Mér finnst þetta skipta mjög miklu máli. Fólk notar augun alveg eins og eyrun á tónleikum. Þetta á að vera öðruvísi en að hlusta bara á plötuna og við reynum að gera þetta að upplifun.“ Trymbillinn segir gaman að spila nýju lögin á tónleikum í bland við þau gömlu, sem þeir hafa verið að spila síðan sumarið 1999. Inntur eftir því hvort hann verði aldrei þreyttur á að spila eldri lögin neitar hann því. „Nei, það er alveg ótrúlegt. Að spila á tónleikum er eitt ferli en það er samt alltaf gaman að spila nýtt lag. Maður er ekki alveg eins öruggur og þarf að fara út fyrir þægindarammann og leggja aðeins á sig.“Þið eigið mikið af lögum í ykkar lagasafni. Er ekki gott að geta róterað þeim á milli tónleika? „Við gerum það voða lítið, þetta er alltaf mjög svipað,“ segir hann og brosir.Þolir ekki Coachella-hátíðina Þegar Sigur Rós er ekki að spila á stórum tónlistarhátíðum spilar hljómsveitin spilar iðulega fyrir framan fimm til tíu þúsund manns í hvert sinn. Orri Páll getur alveg hugsað sér að spila á stærri stöðum, til dæmis íþróttaleikvöngum. „Ef fólk myndi mæta værum við alveg til í það en ég hef ekki trú á að það muni gerast. Við erum ekki beint poppband og svo er þetta allt á íslensku.“ Hljómsveitin er í þriggja vikna fríi heima á Íslandi áður en hún fer í tónleikaferð um Evrópu þar sem spilað verður á tónlistarhátíðum á borð við Hróarskeldu í Danmörku og Rock Werchter í Belgíu, en Orri Páll hefur mjög gaman af því að spila á þeim báðum. Hann segir hátíðirnar samt vera misskemmtilegar. „Sumar eru bara leiðinlegar eins og Coachella [í Kaliforníu]. Ég þoli ekki Coachella, mér finnst það mjög leiðinleg hátíð.“ Aðspurður hvort einhver frægur en ólíklegur Sigur Rósar-aðdáandi hafi hitt hljómsveitina baksviðs í gegnum árin nefnir hann eftir smá umhugsun klámmyndaleikarann Ron Jeremy á tónleikum í Los Angeles. „Hann kom einu sinni. Það var mjög ólíklegt.“Skrítið samband við trommurnar Spurður út í trommuleik sinn segist Orri Páll eiga mjög skrítið samband við trommurnar. Hann snertir þær helst ekki nema hann verði að gera það og spilar þess í stað á píanó eða gítar. „Þetta er svolítið óþægilegt hljóðfæri og óumhverfisvænt. Það er eiginlega bara í stúdíóinu og þegar við erum að semja og túra sem ég spila á trommur. Ég var reyndar að fá mér rafmagnstrommusett, þar sem er hægt að vera með heyrnartól þannig að kannski á ég eftir að æfa mig meira. Ég verð að gera það því ég verð ferlega ryðgaður þegar við leggjum af stað á túra eða förum í stúdíó.“Sigur Rós í æfingahúsnæði sínu.Mynd/GVAFlytur í Skerjafjörðinn Fríið á Íslandi hefur Orri Páll nýtt með fjölskyldu sinni en hann á tvö börn með eiginkonu sinni Lukku Sigurðardóttur og eina dóttur úr fyrra sambandi. Fram undan eru flutningar úr Bústaðarhverfinu í litla Skerjafjörðinn um næstu mánaðamót. Hann segir fjölskylduna vera duglega að koma með sér á tónleikaferðalög. „Krakkarnir elska rútuna. Ég á tvo litla stráka og 13 ára stelpu og þau fíla það mjög vel. En annars er þetta svolítið sjóaralíf. Þetta er gert í hálfgerðum vertíðum. Þessi túr er eitt og hálft ár en áður en Valtari kom út túruðum við ekki í fjögur ár.“Vilja semja kvikmyndatónlist Eftir að ferðalagi Sigur Rósar um Evrópu lýkur í lok ágúst er förinni heitið til Norður-Ameríku. Þar spilar hljómsveitin í september og október og ferðast svo aftur til Evrópu, þar sem síðustu bókuðu tónleikarnir verða í Noregi 28. nóvember. Eftir það er óvíst hvað tekur við hjá Orra Páli, söngvaranum Jónsa og bassaleikaranum Georg Holm. „Okkur dauðlangar að fara að semja eitthvað. Ég veit ekki hvort það verður plata. Okkur langar svolítið til að gera tónlist við bíómynd. Það væri gaman að eyða góðum tíma í eitthvað svoleiðis.“
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira