Þarfir nemenda en ekki kennara Mikael Torfason skrifar 23. desember 2013 00:00 Við erum ekki að gera það sem passar nemendum heldur það sem passar kjarasamningum, sagði Ársæll Guðmundsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, í fróðlegu viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Bylgjunni í gær. Ársæll hefur áhyggjur af stöðu framhaldsskólanna en á Íslandi útskrifumst við elst allra innan OECD og erum að jafnaði fjórum árum lengur í námi. Enda er brottfall úr framhaldsskólum hér á landi með því mesta í heimi. Umræðuefnið í þættinum í gær var kennsluskylda kennara en hún nemur 24 kennslustundum á viku samkvæmt kjarasamningum. Samkvæmt Ársæli fara um 38 prósent af vinnutíma kennara í kennslu og er það með því lægsta innan OECD. Kennarar gera samt annað en að mæta í kennslustundir og kenna nemendum. Það vitum við öll. Ársæll bendir hins vegar réttilega á að námsárið sjálft er illa nýtt og þannig fara aðeins 29 vikur af þeim 52 sem eru í árinu í kennslu. Hann vill fjölga kennsluvikum með því til dæmis að hætta að eyða sex vikum í svokallaðar prófavikur á hverju ári en allar slíkar hugmyndir eru, að hans sögn, skotnar niður af Kennarasambandi Íslands. Ársæll segir okkur nálgast málefni kennara oft eins og kennarinn sjálfur sé að fremja einhvern glæp. Auðvitað er það ekki svo og nauðsynlegt að ná umræðunni strax upp úr því hjólfari. Lagaramminn og kjarasamningar þrengja verulega að kennslustarfinu og hendur stjórnenda skólanna eru bundnar. Ársæll getur til dæmis ekki sagt upp starfsfólki, hvorki vegna vanhæfis né fjárskorts, öðruvísi en að Kennarasamband Íslands fari í mál og krefjist að meðaltali tíu milljóna í skaðabætur. „Það er gríðarlegur tími og fjármunir sem fara í þessi mál,“ segir Ársæll sem gagnrýnir forsvarsfólk kennaranáms á Íslandi „fyrir að hleypa nánast öllum í gegn“. Það er nefnilega þannig að til er fólk sem á ekki að koma nálægt börnunum okkar en stjórnendur skóla hér á landi þurfa oft að sætta sig við vanhæft starfsfólk af ótta við málaferli. Framhaldsskólinn hefur breyst mikið síðustu ár. Ekki er langt síðan flestir nemendur voru sjálfráða einstaklingar en í dag er stór hluti nemenda enn börn í skilningi laganna. Hér á landi rekum við líka opinn skóla og kennarar þurfa að sinna þörfum fjölbreyttari hóps. Það er lítið rúm fyrir þróun skólastarfsins og löggjöf og kjarasamningar binda hendur kennara og stjórnenda. Við lesum um afleiðingarnar í fréttum af lélegu gengi íslenskra ungmenna í alþjóðlegum könnunum. Við erum að dragast aftur úr og Ársæll finnur vel fyrir því í sínu starfi sem skólameistari við iðnskóla. Aðeins einn kennari á Íslandi kennir pípulagnir sem dæmi. Við þurfum að gera miklu betur og setja þarfir nemendanna, krakkanna okkar, í fyrsta sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Við erum ekki að gera það sem passar nemendum heldur það sem passar kjarasamningum, sagði Ársæll Guðmundsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, í fróðlegu viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Bylgjunni í gær. Ársæll hefur áhyggjur af stöðu framhaldsskólanna en á Íslandi útskrifumst við elst allra innan OECD og erum að jafnaði fjórum árum lengur í námi. Enda er brottfall úr framhaldsskólum hér á landi með því mesta í heimi. Umræðuefnið í þættinum í gær var kennsluskylda kennara en hún nemur 24 kennslustundum á viku samkvæmt kjarasamningum. Samkvæmt Ársæli fara um 38 prósent af vinnutíma kennara í kennslu og er það með því lægsta innan OECD. Kennarar gera samt annað en að mæta í kennslustundir og kenna nemendum. Það vitum við öll. Ársæll bendir hins vegar réttilega á að námsárið sjálft er illa nýtt og þannig fara aðeins 29 vikur af þeim 52 sem eru í árinu í kennslu. Hann vill fjölga kennsluvikum með því til dæmis að hætta að eyða sex vikum í svokallaðar prófavikur á hverju ári en allar slíkar hugmyndir eru, að hans sögn, skotnar niður af Kennarasambandi Íslands. Ársæll segir okkur nálgast málefni kennara oft eins og kennarinn sjálfur sé að fremja einhvern glæp. Auðvitað er það ekki svo og nauðsynlegt að ná umræðunni strax upp úr því hjólfari. Lagaramminn og kjarasamningar þrengja verulega að kennslustarfinu og hendur stjórnenda skólanna eru bundnar. Ársæll getur til dæmis ekki sagt upp starfsfólki, hvorki vegna vanhæfis né fjárskorts, öðruvísi en að Kennarasamband Íslands fari í mál og krefjist að meðaltali tíu milljóna í skaðabætur. „Það er gríðarlegur tími og fjármunir sem fara í þessi mál,“ segir Ársæll sem gagnrýnir forsvarsfólk kennaranáms á Íslandi „fyrir að hleypa nánast öllum í gegn“. Það er nefnilega þannig að til er fólk sem á ekki að koma nálægt börnunum okkar en stjórnendur skóla hér á landi þurfa oft að sætta sig við vanhæft starfsfólk af ótta við málaferli. Framhaldsskólinn hefur breyst mikið síðustu ár. Ekki er langt síðan flestir nemendur voru sjálfráða einstaklingar en í dag er stór hluti nemenda enn börn í skilningi laganna. Hér á landi rekum við líka opinn skóla og kennarar þurfa að sinna þörfum fjölbreyttari hóps. Það er lítið rúm fyrir þróun skólastarfsins og löggjöf og kjarasamningar binda hendur kennara og stjórnenda. Við lesum um afleiðingarnar í fréttum af lélegu gengi íslenskra ungmenna í alþjóðlegum könnunum. Við erum að dragast aftur úr og Ársæll finnur vel fyrir því í sínu starfi sem skólameistari við iðnskóla. Aðeins einn kennari á Íslandi kennir pípulagnir sem dæmi. Við þurfum að gera miklu betur og setja þarfir nemendanna, krakkanna okkar, í fyrsta sæti.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun