Pottþétt ævintýrið 21. desember 2013 12:30 Pottþétt diskar Það er nánast pottþétt hægt að fullyrða að hvert mannsbarn eigi eða hafi átt eintak af einhverri Pottþétt-plötu. Um er að ræða tvöfaldar safnplötur sem kallast Pottþétt, sem innihalda helstu smelli hvers tímabils, innlenda og erlenda. Nýjasta Pottþétt-platan var að koma út fyrir skömmu og er það platan Pottþétt 61 en í heildina eru plöturnar orðnar hvorki meira né minna en 99 talsins. Þær bera þó ekki allar númer, heldur hafa 38 þemaplötur komið út, líkt og Pottþétt Jól, Pottþétt Rokk og Pottþétt Ást, svo dæmi séu tekin. Á ári hverju koma út að jafnaði þrjár Pottþétt-plötur, ein snemma árs, ein yfir sumarið og svo ein seint á árinu. Hins vegar hefur verið hætt að gefa út þemaplötur. Fyrsta Pottþétt-platan kom út árið 1995 og vakti mikla lukku. Upphaf platnanna má rekja til útgáfufyrirtækjanna Spors og Skífunnar, þar sem bæði fyrirtækin komu sínu vinsælasta efni að. „Markmiðið var að búa til safnplötur með vinsælustu lögunum á tilteknu tímabili, gera svipaðar plötur eins og Now-plöturnar voru en þær vöktu mikla lukku úti í heimi,“ útskýrir Höskuldur Þór Höskuldsson, útgáfustjóri Senu. Hann hefur tekið þátt í að velja lög á Pottþétt-plöturnar frá því Pottþétt 9 kom út árið 1997. Halldór Baldvinsson, útgáfustjóri hjá Senu, er þó eini maðurinn sem hefur valið lög á allar Pottþétt-plöturnar. Í upphafi völdu ásamt Halldóri, þeir Jónatan Garðarsson, fyrrum útgáfustjóri Spors, og Steinar Berg Ísleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Spors, lög á plöturnar en það er þó vandasamt verk. „Við förum yfir vinsældalista hvers tímabils en það erfiðasta við þetta allt saman eru leyfi frá útgefendum erlendis,“ útskýrir Höskuldur. Til að mynda mátti vinsælasta lag ársins, Get Lucky ekki fara á Pottþétt 60 vegna þess að ekki var gefið leyfi til þess að setja lagið á safnplötur. Pottþétt-plöturnar hafa að jafnaði selst í um fjögur til fimm þúsund eintökum en sala á plötunum hefur þó dregist saman undanfarin ár með tilkomu veftónlistarveitna og ólöglegs niðurhals. Á seinni árum hafa um tvö til þrjú þúsund eintök selst á ári hverju. Söluhæsta Pottþétt-platan er þemaplatan Pottþétt Jól en hún hefur selst í yfir tuttugu þúsund eintökum og kom út árið 1996. Af númeruðum plötum er Pottþétt 17 söluhæst og seldist hún í sjö til átta þúsund eintökum og kom hún árið 1999. Á þeirri plötu voru smellir á borð við Mambo Number Five sem Lou Bega gerði ódauðlegt, Livin A Vida Loca sem Ricky Martin flutti, lagið Sometimes með poppprinsessunni Britney Spears og lagið I Want It That Way með strákasveitinni Backstreet Boys, ásamt mörgum fleiri smellum. Minnst selda platan er Pottþétt 9 sem seldist í um tvö þúsund eintökum og kom út árið 1997. „Það var fyrsta platan sem ég valdi lög á, þetta voru byrjendamistök,“ segir Höskuldur léttur í lundu. Á seinni árum hafa íslensku lögin orðið veigameiri og á Pottþétt 61 voru tuttugu íslensk lög, en sjö þeirra höfðu ekki komið út áður. „Stundum er þetta eins og smáskífa fyrir íslenska listamenn og til að mynda gaf Jón Jónsson út sitt fyrsta lag á Pottþétt-plötu.“ Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Það er nánast pottþétt hægt að fullyrða að hvert mannsbarn eigi eða hafi átt eintak af einhverri Pottþétt-plötu. Um er að ræða tvöfaldar safnplötur sem kallast Pottþétt, sem innihalda helstu smelli hvers tímabils, innlenda og erlenda. Nýjasta Pottþétt-platan var að koma út fyrir skömmu og er það platan Pottþétt 61 en í heildina eru plöturnar orðnar hvorki meira né minna en 99 talsins. Þær bera þó ekki allar númer, heldur hafa 38 þemaplötur komið út, líkt og Pottþétt Jól, Pottþétt Rokk og Pottþétt Ást, svo dæmi séu tekin. Á ári hverju koma út að jafnaði þrjár Pottþétt-plötur, ein snemma árs, ein yfir sumarið og svo ein seint á árinu. Hins vegar hefur verið hætt að gefa út þemaplötur. Fyrsta Pottþétt-platan kom út árið 1995 og vakti mikla lukku. Upphaf platnanna má rekja til útgáfufyrirtækjanna Spors og Skífunnar, þar sem bæði fyrirtækin komu sínu vinsælasta efni að. „Markmiðið var að búa til safnplötur með vinsælustu lögunum á tilteknu tímabili, gera svipaðar plötur eins og Now-plöturnar voru en þær vöktu mikla lukku úti í heimi,“ útskýrir Höskuldur Þór Höskuldsson, útgáfustjóri Senu. Hann hefur tekið þátt í að velja lög á Pottþétt-plöturnar frá því Pottþétt 9 kom út árið 1997. Halldór Baldvinsson, útgáfustjóri hjá Senu, er þó eini maðurinn sem hefur valið lög á allar Pottþétt-plöturnar. Í upphafi völdu ásamt Halldóri, þeir Jónatan Garðarsson, fyrrum útgáfustjóri Spors, og Steinar Berg Ísleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Spors, lög á plöturnar en það er þó vandasamt verk. „Við förum yfir vinsældalista hvers tímabils en það erfiðasta við þetta allt saman eru leyfi frá útgefendum erlendis,“ útskýrir Höskuldur. Til að mynda mátti vinsælasta lag ársins, Get Lucky ekki fara á Pottþétt 60 vegna þess að ekki var gefið leyfi til þess að setja lagið á safnplötur. Pottþétt-plöturnar hafa að jafnaði selst í um fjögur til fimm þúsund eintökum en sala á plötunum hefur þó dregist saman undanfarin ár með tilkomu veftónlistarveitna og ólöglegs niðurhals. Á seinni árum hafa um tvö til þrjú þúsund eintök selst á ári hverju. Söluhæsta Pottþétt-platan er þemaplatan Pottþétt Jól en hún hefur selst í yfir tuttugu þúsund eintökum og kom út árið 1996. Af númeruðum plötum er Pottþétt 17 söluhæst og seldist hún í sjö til átta þúsund eintökum og kom hún árið 1999. Á þeirri plötu voru smellir á borð við Mambo Number Five sem Lou Bega gerði ódauðlegt, Livin A Vida Loca sem Ricky Martin flutti, lagið Sometimes með poppprinsessunni Britney Spears og lagið I Want It That Way með strákasveitinni Backstreet Boys, ásamt mörgum fleiri smellum. Minnst selda platan er Pottþétt 9 sem seldist í um tvö þúsund eintökum og kom út árið 1997. „Það var fyrsta platan sem ég valdi lög á, þetta voru byrjendamistök,“ segir Höskuldur léttur í lundu. Á seinni árum hafa íslensku lögin orðið veigameiri og á Pottþétt 61 voru tuttugu íslensk lög, en sjö þeirra höfðu ekki komið út áður. „Stundum er þetta eins og smáskífa fyrir íslenska listamenn og til að mynda gaf Jón Jónsson út sitt fyrsta lag á Pottþétt-plötu.“
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira