Söng með þekktustu sópransöngkonu í heimi Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. desember 2013 11:15 Andri Björn Róbertsson kemur fram með Kór Langholtskirkju í kvöld og um helgina. fréttablaðið/daníel „Það var magnað að syngja með Dame Kiri Te Kanawa og mikill heiður, þetta er eins og að syngja með Carreras,“ segir söngvarinn Andri Björn Róbertsson. Hann kom fram á tónleikum með Dame Kiri Te Kanawa, sem er líklega ein þekktasta sópransöngkona allra tíma, í Cadogan Hall í London um síðustu helgi. Þau hafa þekkst í fimm ár og hefur hann notið leiðsagnar hennar. Andri Björn var að skrifa undir samning um að syngja í tveimur nýjum óperum sem settar verða upp í samstarfi Aldeburgh Music, Royal Opera House Covent Garden og Opera North. „Hlutverkin sem ég syng eru samin með mína rödd í huga og þetta verður gríðarlega spennandi verkefni þar sem sýningar verða í Linbury Studio Theatre í Covent Garden, Aldeburgh og í Leeds.“ Andri Björn býr í London en stundar nám við The National Opera Studio. Stofnunin er rekin af sex stærstu óperuhúsunum í Bretlandi, sem eru Royal Opera House, Opera North, Scottish Opera, Welsh National Opera, Glyndebourne og English National Opera. „Það er gríðarlega mikil samkeppni um að komast inn og í ár eru 13 söngvarar og fjórir píanistar sem stunda þar nám. Námið er mjög krefjandi og til mikils er ætlast af þeim sem þar eru,“ útskýrir Andri Björn. Hann syngur á Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju í kvöld og annað kvöld og á sunnudag, verður þar einsöngvari ásamt Þóru Einarsdóttur og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Jón Stefánsson stjórnar. Miðasala er á midi.is. Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það var magnað að syngja með Dame Kiri Te Kanawa og mikill heiður, þetta er eins og að syngja með Carreras,“ segir söngvarinn Andri Björn Róbertsson. Hann kom fram á tónleikum með Dame Kiri Te Kanawa, sem er líklega ein þekktasta sópransöngkona allra tíma, í Cadogan Hall í London um síðustu helgi. Þau hafa þekkst í fimm ár og hefur hann notið leiðsagnar hennar. Andri Björn var að skrifa undir samning um að syngja í tveimur nýjum óperum sem settar verða upp í samstarfi Aldeburgh Music, Royal Opera House Covent Garden og Opera North. „Hlutverkin sem ég syng eru samin með mína rödd í huga og þetta verður gríðarlega spennandi verkefni þar sem sýningar verða í Linbury Studio Theatre í Covent Garden, Aldeburgh og í Leeds.“ Andri Björn býr í London en stundar nám við The National Opera Studio. Stofnunin er rekin af sex stærstu óperuhúsunum í Bretlandi, sem eru Royal Opera House, Opera North, Scottish Opera, Welsh National Opera, Glyndebourne og English National Opera. „Það er gríðarlega mikil samkeppni um að komast inn og í ár eru 13 söngvarar og fjórir píanistar sem stunda þar nám. Námið er mjög krefjandi og til mikils er ætlast af þeim sem þar eru,“ útskýrir Andri Björn. Hann syngur á Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju í kvöld og annað kvöld og á sunnudag, verður þar einsöngvari ásamt Þóru Einarsdóttur og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Jón Stefánsson stjórnar. Miðasala er á midi.is.
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira