Óræður tími aðventunnar 18. desember 2013 07:00 Jólin eru svo magnaður tími, ekki síst aðventan. Hún er svo óræð; dularfull blanda af stressi, eftirvæntingu, söknuði og þrá. Allir hafa hugmyndir um hvernig jólin eigi að vera. Sumir geta til dæmis ekki hugsað sér aðfangadag án þess að borða rjúpur. Öðrum finnst allt vera ónýtt ef hamborgarhryggur er ekki á matseðlinum. Sumar fjölskyldur hafa meira að segja hvort tveggja á boðstólum vegna þess að samkomulag hefur ekki náðst á gatnamótum hjónabandsins. Ólíkar hefðir foreldranna eru kannski eins og tveir segulpólar, en saman mynda þær nýja og algjörlega órjúfanlega hefð fyrir afkomendunum. Systkini keyra út pakka á aðfangadagsmorgun, einn pakki hjá ömmu í hádeginu, mandarínur úr jólasveinakrukkunni, „skrípó“ í sjónvarpinu. Eftirvænting í loftinu. Svo líður tíminn, þrátt fyrir alla heimsins tregðu. Stefnumót í kirkjugarðinum, systkini aka hvert í sína áttina, glæný börn og glæný eftirvænting sem samt er svo keimlík minningu frá fornu fari. Mandarínur í jólasveinakrukkunni sem nú er farin að láta á sjá og eflaust eru teiknimyndir í sjónvarpinu. Það hlýtur að vera. Aðventan er óræður tími. Allt er á fullu – samt á hvolfi líka. Jólin nálgast með ógnarhraða og einhvern veginn er ekkert búið að gera, alveg fram á síðustu stund. En inni í manni líður tíminn svo undarlega. Mitt í öllu stressinu reynir maður að rifja upp hvað raunverulega skiptir máli og átta sig á því hvort það sama gildi um aðra líka. Tíminn leið öðru vísi á jólunum í æsku. Þá gat maður setið heila eilífð með höfuðið út um gluggann að reyna að grípa snjókorn með tungunni, höndunum – þau bráðnuðu hraðar í lófanum er á handarbakinu. Höndin varð svo undarlega köld þegar maður var búinn að sjúga bráðið snjókornið af handarbakinu. Og munið þið eftir tilfinningunni að finna ískalda mandarínu ofan í skó í glugganum? Á jólunum eru tilfinningar kynngimagnaðar. Söknuður verður sárari, gleði innilegri og þakklæti fæðist bara upp á nýtt. Og á jólunum má maður sko vera tilfinningasamur með tárin í augunum og segja alls konar væmið. Jólin eru svo magnaður tími. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun
Jólin eru svo magnaður tími, ekki síst aðventan. Hún er svo óræð; dularfull blanda af stressi, eftirvæntingu, söknuði og þrá. Allir hafa hugmyndir um hvernig jólin eigi að vera. Sumir geta til dæmis ekki hugsað sér aðfangadag án þess að borða rjúpur. Öðrum finnst allt vera ónýtt ef hamborgarhryggur er ekki á matseðlinum. Sumar fjölskyldur hafa meira að segja hvort tveggja á boðstólum vegna þess að samkomulag hefur ekki náðst á gatnamótum hjónabandsins. Ólíkar hefðir foreldranna eru kannski eins og tveir segulpólar, en saman mynda þær nýja og algjörlega órjúfanlega hefð fyrir afkomendunum. Systkini keyra út pakka á aðfangadagsmorgun, einn pakki hjá ömmu í hádeginu, mandarínur úr jólasveinakrukkunni, „skrípó“ í sjónvarpinu. Eftirvænting í loftinu. Svo líður tíminn, þrátt fyrir alla heimsins tregðu. Stefnumót í kirkjugarðinum, systkini aka hvert í sína áttina, glæný börn og glæný eftirvænting sem samt er svo keimlík minningu frá fornu fari. Mandarínur í jólasveinakrukkunni sem nú er farin að láta á sjá og eflaust eru teiknimyndir í sjónvarpinu. Það hlýtur að vera. Aðventan er óræður tími. Allt er á fullu – samt á hvolfi líka. Jólin nálgast með ógnarhraða og einhvern veginn er ekkert búið að gera, alveg fram á síðustu stund. En inni í manni líður tíminn svo undarlega. Mitt í öllu stressinu reynir maður að rifja upp hvað raunverulega skiptir máli og átta sig á því hvort það sama gildi um aðra líka. Tíminn leið öðru vísi á jólunum í æsku. Þá gat maður setið heila eilífð með höfuðið út um gluggann að reyna að grípa snjókorn með tungunni, höndunum – þau bráðnuðu hraðar í lófanum er á handarbakinu. Höndin varð svo undarlega köld þegar maður var búinn að sjúga bráðið snjókornið af handarbakinu. Og munið þið eftir tilfinningunni að finna ískalda mandarínu ofan í skó í glugganum? Á jólunum eru tilfinningar kynngimagnaðar. Söknuður verður sárari, gleði innilegri og þakklæti fæðist bara upp á nýtt. Og á jólunum má maður sko vera tilfinningasamur með tárin í augunum og segja alls konar væmið. Jólin eru svo magnaður tími.