Máni skorar á Vigdísi Hauks að mæta á Xmas 17. desember 2013 09:00 Pétur Ben segir Loft hafa verið afar svalan og man vel eftir honum úr Garðabænum. „Ég horfði aftur og aftur á myndband sem gert var til minningar um Loft þangað til að lagið varð til,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Ben. Hann hefur gefið út lagið The Kings of the Underpass sem fjallar um Loft Gunnarsson sem var heimilislaus og lést í janúar 2012. Lagið varð til þegar Pétur horfði á myndband Frosta Runólfssonar til minningar um Loft. „Ég slökkti á hljóðinu, þrátt fyrir að lagið við myndbandið sé ákaflega fallegt. Ég horfði á myndbandið án hljóðs. Ég hef örugglega spilað það nokkur hundruð sinnum áður en ég kláraði lagið,“ útskýrir Pétur. Pétur er úr Garðabænum, eins og Loftur var og man eftir Lofti á þeirra yngri árum.Pétur Ben horfði á myndband sem gert var til minningar um Loft, á meðan hann samdi lagið, sem þykir afar smekklega gert.„Ég þekkti hann ekki beint. En ég man vel eftir honum. Hann var ótrúlega svalur strákur. Ég man eftir honum í undirgöngunum sem ég syng um í laginu, á hjólabretti.“ Pétur mun flytja lagið á jólatónleikum X-ins 977, en lagið er nýkomið í spilun á útvarpsstöðinni. „Mér er það bæði skylt og ljúft að koma fram á þessum tónleikum. Þetta er sú útvarpsstöð sem hefur spilað lögin mín mest og þetta er málefni sem skiptir mig miklu máli,“ segir Pétur. Þorkell Máni Pétursson, útvarpsstjóri X-ins, tekur undir þau orð Péturs.Þorkell Máni Pétsson skorar á Vigdísi Hauksdóttur að mæta á tónleikana. Máni og Frosti hafa staðið við bakið á minningarsjóði Lofts.„Þetta er málefni sem allir eiga að geta stutt. Ég skora hér með opinberlega á Vigdísi Hauksdóttur að mæta á tónleikana. Hún hefur talað fyrir því að skera niður þróunaraðstoð úti í heimi og vill einbeita sér að Íslendingum. Hún hlýtur því að mæta. Við hljótum öll að geta stutt heimilislausa, þetta á ekki að geta gerst á Íslandi að einhver sé heimilislaus.“ Allur ágóði þessara árlegu tónleika mun renna í minningarsjóð Lofts Gunnarssonar, en sjóðurinn hefur það að markmiði að bæta aðbúnað heimilislausra hér á landi. Félagarnir í Harmageddon, þeir Máni og Frosti Logason, hafa stutt við málefnið og eru ánægðir með lagið hans Pétturs. „Við elskum þetta lag. Hugmyndavinna við myndbandið er komin af stað. Lagið hefur fengið frábærar undirtektir hérna á X-inu,“ útskýrir Máni. Tónleikarnir fara fram á föstudaginn í Austurbæ. „Miðaverðinu er stillt í hóf, fólk borgar undir tvö hundruð krónur fyrir hverja hljómsveit sem kemur fram. Þetta verða magnaðir tónleikar. Reyndar hryggir það einhverja að þetta séu síðustu tónleikar X-ins sem Ómar Ómar útvarpsmaður X-ins er með okkur. Hann er að hætta hjá okkur og gengur til liðs við Stórveldið,“ segir Máni. Tónleikarnir bera titilinn Xmas og munu Leaves, Grísalappalísa, Drangar, Mammút, Kaleo, Ojbarasta, Þröstur upp á Heiðar, 1860, Vök og Skepna koma fram, ásamt Pétri Ben. Miðasala er hafin á vefsíðunni midi.is. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Tvíburabræður með myndlistarsýningu Menning Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
„Ég horfði aftur og aftur á myndband sem gert var til minningar um Loft þangað til að lagið varð til,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Ben. Hann hefur gefið út lagið The Kings of the Underpass sem fjallar um Loft Gunnarsson sem var heimilislaus og lést í janúar 2012. Lagið varð til þegar Pétur horfði á myndband Frosta Runólfssonar til minningar um Loft. „Ég slökkti á hljóðinu, þrátt fyrir að lagið við myndbandið sé ákaflega fallegt. Ég horfði á myndbandið án hljóðs. Ég hef örugglega spilað það nokkur hundruð sinnum áður en ég kláraði lagið,“ útskýrir Pétur. Pétur er úr Garðabænum, eins og Loftur var og man eftir Lofti á þeirra yngri árum.Pétur Ben horfði á myndband sem gert var til minningar um Loft, á meðan hann samdi lagið, sem þykir afar smekklega gert.„Ég þekkti hann ekki beint. En ég man vel eftir honum. Hann var ótrúlega svalur strákur. Ég man eftir honum í undirgöngunum sem ég syng um í laginu, á hjólabretti.“ Pétur mun flytja lagið á jólatónleikum X-ins 977, en lagið er nýkomið í spilun á útvarpsstöðinni. „Mér er það bæði skylt og ljúft að koma fram á þessum tónleikum. Þetta er sú útvarpsstöð sem hefur spilað lögin mín mest og þetta er málefni sem skiptir mig miklu máli,“ segir Pétur. Þorkell Máni Pétursson, útvarpsstjóri X-ins, tekur undir þau orð Péturs.Þorkell Máni Pétsson skorar á Vigdísi Hauksdóttur að mæta á tónleikana. Máni og Frosti hafa staðið við bakið á minningarsjóði Lofts.„Þetta er málefni sem allir eiga að geta stutt. Ég skora hér með opinberlega á Vigdísi Hauksdóttur að mæta á tónleikana. Hún hefur talað fyrir því að skera niður þróunaraðstoð úti í heimi og vill einbeita sér að Íslendingum. Hún hlýtur því að mæta. Við hljótum öll að geta stutt heimilislausa, þetta á ekki að geta gerst á Íslandi að einhver sé heimilislaus.“ Allur ágóði þessara árlegu tónleika mun renna í minningarsjóð Lofts Gunnarssonar, en sjóðurinn hefur það að markmiði að bæta aðbúnað heimilislausra hér á landi. Félagarnir í Harmageddon, þeir Máni og Frosti Logason, hafa stutt við málefnið og eru ánægðir með lagið hans Pétturs. „Við elskum þetta lag. Hugmyndavinna við myndbandið er komin af stað. Lagið hefur fengið frábærar undirtektir hérna á X-inu,“ útskýrir Máni. Tónleikarnir fara fram á föstudaginn í Austurbæ. „Miðaverðinu er stillt í hóf, fólk borgar undir tvö hundruð krónur fyrir hverja hljómsveit sem kemur fram. Þetta verða magnaðir tónleikar. Reyndar hryggir það einhverja að þetta séu síðustu tónleikar X-ins sem Ómar Ómar útvarpsmaður X-ins er með okkur. Hann er að hætta hjá okkur og gengur til liðs við Stórveldið,“ segir Máni. Tónleikarnir bera titilinn Xmas og munu Leaves, Grísalappalísa, Drangar, Mammút, Kaleo, Ojbarasta, Þröstur upp á Heiðar, 1860, Vök og Skepna koma fram, ásamt Pétri Ben. Miðasala er hafin á vefsíðunni midi.is.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Tvíburabræður með myndlistarsýningu Menning Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira