Álagið vegna London kom Kára Steini í koll Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. desember 2013 07:30 Kári Steinn segist aldrei hafa verið í betra formi en nú. Hann stefnir hátt á Evrópumeistaramótinu á næsta ári.fréttablaðið/stefán Kári Steinn Karlsson maraþonhlaupari er reiðubúinn að taka á móti nýju ári með bros á vör eftir rysjótt gengi á árinu sem er að líða. Hann viðurkennir að álagið sem fylgdi því að keppa á Ólympíuleikunum í London hafi reynst honum erfiðara en hann reiknaði með fyrirfram. „Ég er búinn að vera nokkuð óheppinn með meiðsli eftir Ólympíuleikana og framan af þessu ári. Ég varð veikur þar að auki, fékk til dæmis kinnholusýkingu, og náði mér því aldrei almennilega á strik,“ sagði Kári Steinn. Hann keppti á Smáþjóðaleikunum í vor en segist hafa verið algjörlega „flatur“ þar. „Ég náði ekki þeim árangri sem ætla mátti miðað við þá vinnu sem ég hafði lagt í undirbúninginn. Ég var með einkenni ofþjálfunar og fann hversu þreyttur ég var bæði á líkama og sál. Það vantaði alla gleði og hungrið var ekki til staðar,“ bætir hann við. Það var þá sem hann ákvað að breyta um hugsunarhátt og nálgast æfingar sínar á annan máta. „Ég fór að hjóla, synda, lyfta, stunda jóga og taka þátt í fjalla- og utanvegarhlaupum í stað hefðbundinna götuhlaupa. Ég var hörkuduglegur að æfa en gerði það allt öðruvísi en áður.“ Kári Steinn kom sér á kortið sem maraþonhlaupari með því að bæta Íslandsmetið í maraþoni í Berlín árið 2011. Þá tryggði hann sér um leið þátttökuréttinn á Ólympíuleikunum í London þar sem hann náði góðum árangri. En síðan þá hefur hann ekki hlaupið heilt maraþon. „Það var stefnan að fara aftur til Berlínar á þessu ári en til þess hefði ég þurft að æfa öðruvísi en ég gerði. Það vantaði kílómetra í lappirnar og skrokkinn,“ segir hann en Kári Steinn sneri sér svo aftur að hefðbundnum hlaupaæfingum í september. „Ég fann þá hversu gott ég hafði af æfingunum í sumar. Ég var fullur orku enda hefur mér gengið mjög vel á æfingunum í haust.“Ég fór yfir strikið Hann viðurkennir að hafa líklega gengið of langt í ströngum undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana. „Það er vel þekkt í þessum heimi að setja of mikla orku í svona stórt verkefni eins og Ólympíuleika. Mér finnst ekki ólíklegt að ég hafi hreinlega farið yfir strikið en maður keyrði sig áfram á andlegri orku og þeirri stemningu sem skapaðist í kringum þetta. Maður fékk svo að líða fyrir það eftir leikana og ég hefði þurft meiri hvíld en ég gaf mér. Ég hefði þurft meiri tíma til að vinna í hugarfarinu og finna hungrið á nýjan leik.“Athyglin kom á óvart Kári Steinn segir sjálfur að öll athyglin sem hann fékk vegna Íslandsmetsins í Berlín og síðar þátttöku hans á leikunum í London hafi komið honum á óvart. „Hún var mun meiri en ég gerði mér í hugarlund. Það eru margir hér á landi sem hafa þekkingu á útihlaupum og geta því samsamað sig með manni. Ég hef auðvitað afar gaman af því,“ sagði Kári Steinn. „Svo kom allt fjölmiðlaumstangið, auglýsingar og fleira slíkt. Það var einfaldlega of mikið að gera hjá mér á þessum tíma, bæði á æfingunum sjálfum og utan þeirra.“Aldrei verið í betra formi En nú blasir við nýtt ár og Kári Steinn hlakkar til næstu mánaða. Hann náði frábærum árangri í hálfmaraþoni í Frakklandi á dögunum og kom árangurinn þar honum mjög á óvart. „Ég ákvað að skella mér út með fleiri félögum mínum sem voru að taka þátt í hlaupinu því ég taldi það góða æfingu fyrir mig,“ segir Kári Steinn sem var aðeins tveimur sekúndum frá Íslandsmetinu í greininni. „Það kom mér mjög á óvart og sýndi mér hversu snöggur maður er að komast í rétta formið. Ég er í enn betra formi í dag og tel raunar að ég hafi aldrei verið í betri æfingu en í dag. Ég hlakka því mikið til komandi mánaða.“Stefni á topp fimmtán á EM Kári Steinn stefnir á þátttöku á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fer fram í Zürich næsta sumar. En það er fleira fram undan í vetur. „Ég tek að einhverju leyti þátt í innanhússtímabilinu hér heima og tek svo þátt í götuhlaupunum hér heima. Ég ætla einnig að taka þátt í heimsmeistaramótinu í hálfmaraþoni í Kaupmannahöfn í mars. Þar vil ég hlaupa vel – bæta mig og setja met,“ segir Kári Steinn. „Tveimur vikum eftir það er svo á dagskránni að hlaupa maraþon í Rotterdam í Hollandi en þar sem ég hef enn ekki hlaupið heilt maraþon síðan í London tel ég það tímabært nú.“ En stóra markmiðið verður að standa sig vel á EM í Zürich. „Ég geri mér vonir um að blanda mér í hóp fimmtán efstu þar. Ég tel það raunhæft, ef allt gengur upp og heppnin er með mér í liði.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira
Kári Steinn Karlsson maraþonhlaupari er reiðubúinn að taka á móti nýju ári með bros á vör eftir rysjótt gengi á árinu sem er að líða. Hann viðurkennir að álagið sem fylgdi því að keppa á Ólympíuleikunum í London hafi reynst honum erfiðara en hann reiknaði með fyrirfram. „Ég er búinn að vera nokkuð óheppinn með meiðsli eftir Ólympíuleikana og framan af þessu ári. Ég varð veikur þar að auki, fékk til dæmis kinnholusýkingu, og náði mér því aldrei almennilega á strik,“ sagði Kári Steinn. Hann keppti á Smáþjóðaleikunum í vor en segist hafa verið algjörlega „flatur“ þar. „Ég náði ekki þeim árangri sem ætla mátti miðað við þá vinnu sem ég hafði lagt í undirbúninginn. Ég var með einkenni ofþjálfunar og fann hversu þreyttur ég var bæði á líkama og sál. Það vantaði alla gleði og hungrið var ekki til staðar,“ bætir hann við. Það var þá sem hann ákvað að breyta um hugsunarhátt og nálgast æfingar sínar á annan máta. „Ég fór að hjóla, synda, lyfta, stunda jóga og taka þátt í fjalla- og utanvegarhlaupum í stað hefðbundinna götuhlaupa. Ég var hörkuduglegur að æfa en gerði það allt öðruvísi en áður.“ Kári Steinn kom sér á kortið sem maraþonhlaupari með því að bæta Íslandsmetið í maraþoni í Berlín árið 2011. Þá tryggði hann sér um leið þátttökuréttinn á Ólympíuleikunum í London þar sem hann náði góðum árangri. En síðan þá hefur hann ekki hlaupið heilt maraþon. „Það var stefnan að fara aftur til Berlínar á þessu ári en til þess hefði ég þurft að æfa öðruvísi en ég gerði. Það vantaði kílómetra í lappirnar og skrokkinn,“ segir hann en Kári Steinn sneri sér svo aftur að hefðbundnum hlaupaæfingum í september. „Ég fann þá hversu gott ég hafði af æfingunum í sumar. Ég var fullur orku enda hefur mér gengið mjög vel á æfingunum í haust.“Ég fór yfir strikið Hann viðurkennir að hafa líklega gengið of langt í ströngum undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana. „Það er vel þekkt í þessum heimi að setja of mikla orku í svona stórt verkefni eins og Ólympíuleika. Mér finnst ekki ólíklegt að ég hafi hreinlega farið yfir strikið en maður keyrði sig áfram á andlegri orku og þeirri stemningu sem skapaðist í kringum þetta. Maður fékk svo að líða fyrir það eftir leikana og ég hefði þurft meiri hvíld en ég gaf mér. Ég hefði þurft meiri tíma til að vinna í hugarfarinu og finna hungrið á nýjan leik.“Athyglin kom á óvart Kári Steinn segir sjálfur að öll athyglin sem hann fékk vegna Íslandsmetsins í Berlín og síðar þátttöku hans á leikunum í London hafi komið honum á óvart. „Hún var mun meiri en ég gerði mér í hugarlund. Það eru margir hér á landi sem hafa þekkingu á útihlaupum og geta því samsamað sig með manni. Ég hef auðvitað afar gaman af því,“ sagði Kári Steinn. „Svo kom allt fjölmiðlaumstangið, auglýsingar og fleira slíkt. Það var einfaldlega of mikið að gera hjá mér á þessum tíma, bæði á æfingunum sjálfum og utan þeirra.“Aldrei verið í betra formi En nú blasir við nýtt ár og Kári Steinn hlakkar til næstu mánaða. Hann náði frábærum árangri í hálfmaraþoni í Frakklandi á dögunum og kom árangurinn þar honum mjög á óvart. „Ég ákvað að skella mér út með fleiri félögum mínum sem voru að taka þátt í hlaupinu því ég taldi það góða æfingu fyrir mig,“ segir Kári Steinn sem var aðeins tveimur sekúndum frá Íslandsmetinu í greininni. „Það kom mér mjög á óvart og sýndi mér hversu snöggur maður er að komast í rétta formið. Ég er í enn betra formi í dag og tel raunar að ég hafi aldrei verið í betri æfingu en í dag. Ég hlakka því mikið til komandi mánaða.“Stefni á topp fimmtán á EM Kári Steinn stefnir á þátttöku á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fer fram í Zürich næsta sumar. En það er fleira fram undan í vetur. „Ég tek að einhverju leyti þátt í innanhússtímabilinu hér heima og tek svo þátt í götuhlaupunum hér heima. Ég ætla einnig að taka þátt í heimsmeistaramótinu í hálfmaraþoni í Kaupmannahöfn í mars. Þar vil ég hlaupa vel – bæta mig og setja met,“ segir Kári Steinn. „Tveimur vikum eftir það er svo á dagskránni að hlaupa maraþon í Rotterdam í Hollandi en þar sem ég hef enn ekki hlaupið heilt maraþon síðan í London tel ég það tímabært nú.“ En stóra markmiðið verður að standa sig vel á EM í Zürich. „Ég geri mér vonir um að blanda mér í hóp fimmtán efstu þar. Ég tel það raunhæft, ef allt gengur upp og heppnin er með mér í liði.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira