Ætla alls ekki í jólaköttinn 18. desember 2013 11:30 Salka, Katla, Marteinn, Júlíana, Alex, Hekla og Mira eru hressir krakkar sem hlakka til jólanna. Mynd/Pjetur Marteinn Elí Brynjólfsson ellefu ára og Salka Gústafsdóttir tíu ára eru löngu farin að hlakka til jólanna. Þau eru í hópi sjö krakka sem stjórna Vasaljósi, sjónvarpsþætti fyrir krakka á RÚV þar sem fjallað er um ýmislegt sem krakkar hafa fyrir stafni og finnst skemmtilegt. Laugardaginn 28. desember verður jólaþáttur Vasaljóss á dagskrá og við hittum krakkana þegar þeir voru að undirbúa þáttinn.Er eitthvað ómissandi á jólunum? M: Möndlugrauturinn og fjölskyldusamveran. Ég hef fengið möndluna og möndlugjafirnar eru oftast spil eða bækur S: Jólagleðin, skreytingarnar og stemningin í bænum.Eruð þið búin að kaupa jólagjafir? M: Nei, ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að gefa öllum í jólagjöf S: Ekki ég heldur, ekki alveg öllum. M: Ég bjó til jólagjafir í skólanum þegar ég var yngri en nú er það alveg búið. S: Ég bjó til jólagjöf handa ömmu í skólanum og held að ég búi líka til gjöfina handa pabba og mömmu. Ætla ekki að segja hvað það er.Hvað langar ykkur að fá í jólagjöf? M: Mig langar í Playstation 3, einhverja skemmtilega bók og fótboltabúning. S: Ég veit ekkert hvað mig langar að fá í jólagjöf, ég vil eiginlega helst láta koma mér á óvart.Farið þið í jólaköttinn? M: Nei, ég er búinn að fá jólafötin. Ég fékk buxur og skyrtu og ég valdi það sjálfur. Mamma valdi einu sinni fötin mín en núna vel ég alltaf sjálfur það sem mér finnst flott. S: Pabbi fór til útlanda í haust og keypti handa mér jólakjól. Svo fæ ég líka oft föt í jólagjöf.Hvernig finnst ykkur aðfangadagur? M: Mjög skemmtilegur og þægilegur. Ég hef það oftast rólegt og slaka á. Við lesum jólakortin, horfum stundum á einhverja jólamynd og bíðum eftir kvöldinu. S: Ég dreifi jólagjöfum á vini og fjölskyldu og hef það rólegt fyrir kvöldið.Er aðfangadagur lengsti dagur ársins? Bæði: Já! Leikjavísir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Marteinn Elí Brynjólfsson ellefu ára og Salka Gústafsdóttir tíu ára eru löngu farin að hlakka til jólanna. Þau eru í hópi sjö krakka sem stjórna Vasaljósi, sjónvarpsþætti fyrir krakka á RÚV þar sem fjallað er um ýmislegt sem krakkar hafa fyrir stafni og finnst skemmtilegt. Laugardaginn 28. desember verður jólaþáttur Vasaljóss á dagskrá og við hittum krakkana þegar þeir voru að undirbúa þáttinn.Er eitthvað ómissandi á jólunum? M: Möndlugrauturinn og fjölskyldusamveran. Ég hef fengið möndluna og möndlugjafirnar eru oftast spil eða bækur S: Jólagleðin, skreytingarnar og stemningin í bænum.Eruð þið búin að kaupa jólagjafir? M: Nei, ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að gefa öllum í jólagjöf S: Ekki ég heldur, ekki alveg öllum. M: Ég bjó til jólagjafir í skólanum þegar ég var yngri en nú er það alveg búið. S: Ég bjó til jólagjöf handa ömmu í skólanum og held að ég búi líka til gjöfina handa pabba og mömmu. Ætla ekki að segja hvað það er.Hvað langar ykkur að fá í jólagjöf? M: Mig langar í Playstation 3, einhverja skemmtilega bók og fótboltabúning. S: Ég veit ekkert hvað mig langar að fá í jólagjöf, ég vil eiginlega helst láta koma mér á óvart.Farið þið í jólaköttinn? M: Nei, ég er búinn að fá jólafötin. Ég fékk buxur og skyrtu og ég valdi það sjálfur. Mamma valdi einu sinni fötin mín en núna vel ég alltaf sjálfur það sem mér finnst flott. S: Pabbi fór til útlanda í haust og keypti handa mér jólakjól. Svo fæ ég líka oft föt í jólagjöf.Hvernig finnst ykkur aðfangadagur? M: Mjög skemmtilegur og þægilegur. Ég hef það oftast rólegt og slaka á. Við lesum jólakortin, horfum stundum á einhverja jólamynd og bíðum eftir kvöldinu. S: Ég dreifi jólagjöfum á vini og fjölskyldu og hef það rólegt fyrir kvöldið.Er aðfangadagur lengsti dagur ársins? Bæði: Já!
Leikjavísir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira