Ætla alls ekki í jólaköttinn 18. desember 2013 11:30 Salka, Katla, Marteinn, Júlíana, Alex, Hekla og Mira eru hressir krakkar sem hlakka til jólanna. Mynd/Pjetur Marteinn Elí Brynjólfsson ellefu ára og Salka Gústafsdóttir tíu ára eru löngu farin að hlakka til jólanna. Þau eru í hópi sjö krakka sem stjórna Vasaljósi, sjónvarpsþætti fyrir krakka á RÚV þar sem fjallað er um ýmislegt sem krakkar hafa fyrir stafni og finnst skemmtilegt. Laugardaginn 28. desember verður jólaþáttur Vasaljóss á dagskrá og við hittum krakkana þegar þeir voru að undirbúa þáttinn.Er eitthvað ómissandi á jólunum? M: Möndlugrauturinn og fjölskyldusamveran. Ég hef fengið möndluna og möndlugjafirnar eru oftast spil eða bækur S: Jólagleðin, skreytingarnar og stemningin í bænum.Eruð þið búin að kaupa jólagjafir? M: Nei, ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að gefa öllum í jólagjöf S: Ekki ég heldur, ekki alveg öllum. M: Ég bjó til jólagjafir í skólanum þegar ég var yngri en nú er það alveg búið. S: Ég bjó til jólagjöf handa ömmu í skólanum og held að ég búi líka til gjöfina handa pabba og mömmu. Ætla ekki að segja hvað það er.Hvað langar ykkur að fá í jólagjöf? M: Mig langar í Playstation 3, einhverja skemmtilega bók og fótboltabúning. S: Ég veit ekkert hvað mig langar að fá í jólagjöf, ég vil eiginlega helst láta koma mér á óvart.Farið þið í jólaköttinn? M: Nei, ég er búinn að fá jólafötin. Ég fékk buxur og skyrtu og ég valdi það sjálfur. Mamma valdi einu sinni fötin mín en núna vel ég alltaf sjálfur það sem mér finnst flott. S: Pabbi fór til útlanda í haust og keypti handa mér jólakjól. Svo fæ ég líka oft föt í jólagjöf.Hvernig finnst ykkur aðfangadagur? M: Mjög skemmtilegur og þægilegur. Ég hef það oftast rólegt og slaka á. Við lesum jólakortin, horfum stundum á einhverja jólamynd og bíðum eftir kvöldinu. S: Ég dreifi jólagjöfum á vini og fjölskyldu og hef það rólegt fyrir kvöldið.Er aðfangadagur lengsti dagur ársins? Bæði: Já! Leikjavísir Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Marteinn Elí Brynjólfsson ellefu ára og Salka Gústafsdóttir tíu ára eru löngu farin að hlakka til jólanna. Þau eru í hópi sjö krakka sem stjórna Vasaljósi, sjónvarpsþætti fyrir krakka á RÚV þar sem fjallað er um ýmislegt sem krakkar hafa fyrir stafni og finnst skemmtilegt. Laugardaginn 28. desember verður jólaþáttur Vasaljóss á dagskrá og við hittum krakkana þegar þeir voru að undirbúa þáttinn.Er eitthvað ómissandi á jólunum? M: Möndlugrauturinn og fjölskyldusamveran. Ég hef fengið möndluna og möndlugjafirnar eru oftast spil eða bækur S: Jólagleðin, skreytingarnar og stemningin í bænum.Eruð þið búin að kaupa jólagjafir? M: Nei, ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að gefa öllum í jólagjöf S: Ekki ég heldur, ekki alveg öllum. M: Ég bjó til jólagjafir í skólanum þegar ég var yngri en nú er það alveg búið. S: Ég bjó til jólagjöf handa ömmu í skólanum og held að ég búi líka til gjöfina handa pabba og mömmu. Ætla ekki að segja hvað það er.Hvað langar ykkur að fá í jólagjöf? M: Mig langar í Playstation 3, einhverja skemmtilega bók og fótboltabúning. S: Ég veit ekkert hvað mig langar að fá í jólagjöf, ég vil eiginlega helst láta koma mér á óvart.Farið þið í jólaköttinn? M: Nei, ég er búinn að fá jólafötin. Ég fékk buxur og skyrtu og ég valdi það sjálfur. Mamma valdi einu sinni fötin mín en núna vel ég alltaf sjálfur það sem mér finnst flott. S: Pabbi fór til útlanda í haust og keypti handa mér jólakjól. Svo fæ ég líka oft föt í jólagjöf.Hvernig finnst ykkur aðfangadagur? M: Mjög skemmtilegur og þægilegur. Ég hef það oftast rólegt og slaka á. Við lesum jólakortin, horfum stundum á einhverja jólamynd og bíðum eftir kvöldinu. S: Ég dreifi jólagjöfum á vini og fjölskyldu og hef það rólegt fyrir kvöldið.Er aðfangadagur lengsti dagur ársins? Bæði: Já!
Leikjavísir Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira