Jólasveinninn svarar Pawel Bartoszek skrifar 13. desember 2013 09:28 Kæra (hugsanlega ímyndaða) barn. Já, þú sem sendir mér bréf og kvartaðir undan því að sumir í skólanum þínum hafi fengið iPhone 5 og dýrar græjur meðan þú fékkst bara tréliti og mandarínur. Þú spyrð af hverju ég gefi ekki öllum duglegum börnum sömu gjafir. Já, seisei. Það er nú því miður einfalt svar við því, kallinn minn. Ég er goðsagnavera. Það eru foreldrarnir sem kaupa gjafirnar. Þannig að ástæðan fyrir því að þú fékkst mandarínu en Solla iPhone 5 (sem ég trúi nóta bene ekki að hún hafi í alvöru gert) er sú að mamma þín keypti handa þér mandarínu en mamma eða pabbi Sollu keyptu handa henni iPhone 5. Ég geri raunar ráð fyrir að þú vitir þetta nú þegar, rétt eins og flest börn gera svona tveimur-þremur árum áður en þau hætta að spila þennan leik með foreldrum sínum. En ef það var ekki tilfellið, ef ég var að stinga á einhverri sápukúluveröld þá er það leitt en það var nú erfitt að halda áfram þessum blekkingum, úr því að þú spurðir svona hnitmiðað. Eitt er að fá barn til að haga sér vel með loforðum um gjafir. En annað er að reyna að útskýra að jólasveinninn gefi ríkra manna börnum dýrari gjafir. Kommon! Af hverju ætti ég að gera það? Og hvernig mögulega gæti ég réttlætt það?Þú veist aldrei alla söguna Sumir vilja reyndar meina að þú sért ekki til í alvörunni heldur uppspuni fullorðins fólks sem skrifaði þetta bréf í þínu nafni. Ef svo er: Engar áhyggjur, velkominn í klúbbinn. En sama hvort það er tilfellið eða ekki stendur eftir réttmæt spurning: Er það sanngjarnt að börn fái misdýrar gjafir á jólunum? Og miðað við hve margir deila þessu bréfi þá finnst mörgum það ekki sanngjarnt. Það var nú við því að búast af okkur Norðurlandabúunum. Við viljum ekki að neinn fái að halda að hann sé eitthvað spes, því þá gæti öðrum liðið illa. Fólk sem segist hata efnishyggjuna kvartar sáran undan því að aðrir fái flottara dót. Pössum okkur aðeins. Til að byrja með þarf ekki að vera að þeir sem segjast hafa fengið dýrar gjafir segi satt. Fólk ýkir, börn ýkja. Svo getur verið að sumt af þessu sé bara rógburður og hluti af einhverju einelti. „Gunna er rík – pabbi hennar gaf henni dýran síma – lemjum hana.“ En jafnvel þótt einhver fái dýran hlut, þá veistu aldrei alla söguna. Sumir foreldrar hitta börn sín lítið. Sumir pabbar vinna kannski á sjó. Sumir foreldrar búa ekki einu sinni með börnunum sínum. Sumir eru kannski mikið lasnir. Svo koma jólin og sumir foreldrar reyna kannski að bæta fyrir eitthvað með því að gefa dýrar gjafir. Ég er ekki að segja að það sé eitthvað frábærlega sniðugt, en gefum fólki smábreik. Þetta eru jólin. Breytum jólunum ekki í norræna nornaveiðahátíð. Sumir foreldrar eru ríkari en aðrir og hafa þar af leiðandi efni á dýrari gjöfum. En það getur líka vel verið að foreldrar þessarar stelpu, sem átti að hafa fengið dýran síma í skóinn, hafi ekkert frekar haft efni á þessu en mamma þín en keypt hann samt. Þau hafi hækkað heimildina á kortinu og steypt sér í skammtímaskuldir. Það er ekki mjög gáfulegt.Fyrirmyndargjöf Mömmu þinni þykir vænt um þig. Þess vegna verður hún leið þegar hún heyrir að þér finnist gjafirnar sem þú færð ekki nógu fínar. En þú mátt bara vera glaður yfir að eiga mömmu sem er þér svona góð fyrirmynd. Hún ætlar ekki að nota peninga sem hún á ekki til að kaupa handa þér hluti sem þú þarft ekki á að halda. Hún kaupir handa þér það sem hún hefur efni á. Hún má vera stolt af þeirri gjöf sem hún er að gefa þér með þessu góða fordæmi. Með þá fyrirmyndargjöf ættirðu að pluma þig ágætlega í lífinu. Gleðileg jól - Jólasveinninn (Samt bara Pawel) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun
Kæra (hugsanlega ímyndaða) barn. Já, þú sem sendir mér bréf og kvartaðir undan því að sumir í skólanum þínum hafi fengið iPhone 5 og dýrar græjur meðan þú fékkst bara tréliti og mandarínur. Þú spyrð af hverju ég gefi ekki öllum duglegum börnum sömu gjafir. Já, seisei. Það er nú því miður einfalt svar við því, kallinn minn. Ég er goðsagnavera. Það eru foreldrarnir sem kaupa gjafirnar. Þannig að ástæðan fyrir því að þú fékkst mandarínu en Solla iPhone 5 (sem ég trúi nóta bene ekki að hún hafi í alvöru gert) er sú að mamma þín keypti handa þér mandarínu en mamma eða pabbi Sollu keyptu handa henni iPhone 5. Ég geri raunar ráð fyrir að þú vitir þetta nú þegar, rétt eins og flest börn gera svona tveimur-þremur árum áður en þau hætta að spila þennan leik með foreldrum sínum. En ef það var ekki tilfellið, ef ég var að stinga á einhverri sápukúluveröld þá er það leitt en það var nú erfitt að halda áfram þessum blekkingum, úr því að þú spurðir svona hnitmiðað. Eitt er að fá barn til að haga sér vel með loforðum um gjafir. En annað er að reyna að útskýra að jólasveinninn gefi ríkra manna börnum dýrari gjafir. Kommon! Af hverju ætti ég að gera það? Og hvernig mögulega gæti ég réttlætt það?Þú veist aldrei alla söguna Sumir vilja reyndar meina að þú sért ekki til í alvörunni heldur uppspuni fullorðins fólks sem skrifaði þetta bréf í þínu nafni. Ef svo er: Engar áhyggjur, velkominn í klúbbinn. En sama hvort það er tilfellið eða ekki stendur eftir réttmæt spurning: Er það sanngjarnt að börn fái misdýrar gjafir á jólunum? Og miðað við hve margir deila þessu bréfi þá finnst mörgum það ekki sanngjarnt. Það var nú við því að búast af okkur Norðurlandabúunum. Við viljum ekki að neinn fái að halda að hann sé eitthvað spes, því þá gæti öðrum liðið illa. Fólk sem segist hata efnishyggjuna kvartar sáran undan því að aðrir fái flottara dót. Pössum okkur aðeins. Til að byrja með þarf ekki að vera að þeir sem segjast hafa fengið dýrar gjafir segi satt. Fólk ýkir, börn ýkja. Svo getur verið að sumt af þessu sé bara rógburður og hluti af einhverju einelti. „Gunna er rík – pabbi hennar gaf henni dýran síma – lemjum hana.“ En jafnvel þótt einhver fái dýran hlut, þá veistu aldrei alla söguna. Sumir foreldrar hitta börn sín lítið. Sumir pabbar vinna kannski á sjó. Sumir foreldrar búa ekki einu sinni með börnunum sínum. Sumir eru kannski mikið lasnir. Svo koma jólin og sumir foreldrar reyna kannski að bæta fyrir eitthvað með því að gefa dýrar gjafir. Ég er ekki að segja að það sé eitthvað frábærlega sniðugt, en gefum fólki smábreik. Þetta eru jólin. Breytum jólunum ekki í norræna nornaveiðahátíð. Sumir foreldrar eru ríkari en aðrir og hafa þar af leiðandi efni á dýrari gjöfum. En það getur líka vel verið að foreldrar þessarar stelpu, sem átti að hafa fengið dýran síma í skóinn, hafi ekkert frekar haft efni á þessu en mamma þín en keypt hann samt. Þau hafi hækkað heimildina á kortinu og steypt sér í skammtímaskuldir. Það er ekki mjög gáfulegt.Fyrirmyndargjöf Mömmu þinni þykir vænt um þig. Þess vegna verður hún leið þegar hún heyrir að þér finnist gjafirnar sem þú færð ekki nógu fínar. En þú mátt bara vera glaður yfir að eiga mömmu sem er þér svona góð fyrirmynd. Hún ætlar ekki að nota peninga sem hún á ekki til að kaupa handa þér hluti sem þú þarft ekki á að halda. Hún kaupir handa þér það sem hún hefur efni á. Hún má vera stolt af þeirri gjöf sem hún er að gefa þér með þessu góða fordæmi. Með þá fyrirmyndargjöf ættirðu að pluma þig ágætlega í lífinu. Gleðileg jól - Jólasveinninn (Samt bara Pawel)