Lífið

Íslenskt efni á virtum lista

Nýjasta plata Sigur Rósar, Kveikur, er á lista yfir 100 bestu plötur ársins að mati MusicOMH.
Nýjasta plata Sigur Rósar, Kveikur, er á lista yfir 100 bestu plötur ársins að mati MusicOMH. nordicphotos/getty
Breska tónlistarvefsíðan MusicOMH birti á dögunum lista yfir hundrað bestu plötur ársins. Það er þó ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að þrjár plötur sem tengjast Íslandi eru á listanum.

Á listanum eru Sigur Rós með plötuna Kveikur, Ólöf Arnalds með plötuna Sudden Elevations og svo Íslandsvinurinn John Grant með plötuna Pale Green Ghosts.

Þessir listamenn komast á lista með nokkrum af vinsælustu plötum í heiminum á þessu ári. Dæmi um plötur á listanum eru Prism sem Katy Perry sendi frá sér, Random Access Memories með Daft Punk, Yeezus frá Kanye West og …Like Clockwork með Queens Of The Stone Age.

Listann í heild sinni má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.