Lífið

skreyttir skrokkar

Nemendur Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar þreyttu á dögunum lokaverkefni sitt í skólanum. Verkefnið snerist um fantasíuförðun.



Þetta er lokaverkefni nemenda okkar sem þeir vinna að alla önnina,“ segir Selma Karlsdóttir, förðunarfræðingur og kennari við Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar. Fimmtán nemendur hafa stundað nám á 14 vikna námskeiði skólans og í liðinni viku var komið að því að sýna afrakstur mikillar þróunarvinnu. „Við upphaf annarinnar völdu þau sér þema sem átti annaðhvort að snúast um listamann eða frægan kvikmyndaleikstjóra. Síðan unnum við þetta með þeim, teiknuðum upp og gerðum sýnishorn,“ segir Selma en útkoman er ansi skemmtileg. 



Verkefnin eru að mestu byggð á líkamsförðun en einnig tvinnast saman við annars konar hugmyndir og jafnvel saumaskapur.

Selma segist finna fyrir auknum áhuga á förðun en á námskeiði Förðunarskólans læra nemendur allt frá almennri förðun, brúðarförðun og fantasíuförðun upp í lýtaförðun þar sem búin eru til ör, stækkuð nef og mótaðir skallar. „Við fylgjum nemendum okkar eftir þegar þeir hafa lokið námi enda gaman að sjá hvernig þeir standa sig,“ segir Selma og nefnir að sumir fáist við áhugaverð verkefni í kjölfar námsins. „Margir fara að vinna í kvikmyndaverkefnum. Ein stelpa er til dæmis að vinna við Game of Thrones og önnur í Latabæ. Það er gaman að geta séð á eftir nemendunum í svona skemmtileg verkefni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.