Veggsystur í Pop-Up verzlun í Hörpunni um helgina Marín Manda skrifar 6. desember 2013 11:15 Lilja Björk Runólfsdóttir, Sigrún Þuríður Runólfsdóttir og Kristín Harðardóttir. Systurnar Lilja Björk Runólfsdóttir, Kristín Harðardóttir og Sigrún Þuríður Runólfsdóttir eru eigendur fyrirtækisins VEGG sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á vegglímmiðum. Þær höfðu lengi látið sig dreyma um að stofna fyrirtæki saman en létu ekki verða af því fyrr en réttu viðskiptahugmyndinni laust í huga þeirra. Nú einu og hálfu ári síðar eru vörurnar komnar í sölu í nokkrum verslunum og verða einnig seldar á jólamarkaði Pop-Up í Hörpunni um helgina. „Vöruþróunarferlið hefur verið bæði strembið og skemmtilegt en við eigum frábæra fjölskyldu sem hefur hjálpað okkur mikið og verið ómissandi þáttur í að dæmið gangi upp,“ segir Sigrún Þuríður.Mánafjöður heitir þessi vegglímmiði.VEGG framleiðir vörulínuna Farsælda Frón sem inniheldur vegglímmiða með áherslu á sögu, menningu og náttúru Íslands. „Okkur fannst landið okkar bjóða upp á óþrjótandi möguleika á myndefni og vorum fljótar að ákveða að önnur vörulínan okkar skyldi vera með þeim áherslum. Á endanum urðu þrettán hugmyndir ofan á og við erum mjög ánægðar með afraksturinn.“ Guðrún Sigurðardóttir, móðir systranna, er myndlistarkona og fengu þær hana til að vinna aðra vörulínu fyrir þær sem ber nafnið Kvak, en þemað í henni er fuglar. Sigrún Þuríður segir að þeim systrum hafi þótt mjög spennandi að útfæra íslenska myndlist í vegglímmiðaform en að sú leið hafi ekki verið farin áður svo þær viti til. Hún segir vörulínurnar hafa komið enn betur út en þær þorðu að vona og séu nú komnar í sölu í Aurum í Bankastræti. „Það var ótrúlega gaman að fylgjast með mömmu vinna fuglana sem öðluðust nýtt líf sem vegglímmiðar. Það er í raun eins og þeir séu málaðir beint á vegginn sem er ólíkt hinu hefðbundna málverki og býður upp á nýja möguleika,“ segir Sigrún Þuríður. Vörulínurnar Kvak og Farsælda Frón verða til sölu á jólamarkaði PopUp-verslunar í Hörpunni um helgina.Vörulínan Farsælda Frón býður upp á fjölmörg falleg munstur á vegginn. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Systurnar Lilja Björk Runólfsdóttir, Kristín Harðardóttir og Sigrún Þuríður Runólfsdóttir eru eigendur fyrirtækisins VEGG sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á vegglímmiðum. Þær höfðu lengi látið sig dreyma um að stofna fyrirtæki saman en létu ekki verða af því fyrr en réttu viðskiptahugmyndinni laust í huga þeirra. Nú einu og hálfu ári síðar eru vörurnar komnar í sölu í nokkrum verslunum og verða einnig seldar á jólamarkaði Pop-Up í Hörpunni um helgina. „Vöruþróunarferlið hefur verið bæði strembið og skemmtilegt en við eigum frábæra fjölskyldu sem hefur hjálpað okkur mikið og verið ómissandi þáttur í að dæmið gangi upp,“ segir Sigrún Þuríður.Mánafjöður heitir þessi vegglímmiði.VEGG framleiðir vörulínuna Farsælda Frón sem inniheldur vegglímmiða með áherslu á sögu, menningu og náttúru Íslands. „Okkur fannst landið okkar bjóða upp á óþrjótandi möguleika á myndefni og vorum fljótar að ákveða að önnur vörulínan okkar skyldi vera með þeim áherslum. Á endanum urðu þrettán hugmyndir ofan á og við erum mjög ánægðar með afraksturinn.“ Guðrún Sigurðardóttir, móðir systranna, er myndlistarkona og fengu þær hana til að vinna aðra vörulínu fyrir þær sem ber nafnið Kvak, en þemað í henni er fuglar. Sigrún Þuríður segir að þeim systrum hafi þótt mjög spennandi að útfæra íslenska myndlist í vegglímmiðaform en að sú leið hafi ekki verið farin áður svo þær viti til. Hún segir vörulínurnar hafa komið enn betur út en þær þorðu að vona og séu nú komnar í sölu í Aurum í Bankastræti. „Það var ótrúlega gaman að fylgjast með mömmu vinna fuglana sem öðluðust nýtt líf sem vegglímmiðar. Það er í raun eins og þeir séu málaðir beint á vegginn sem er ólíkt hinu hefðbundna málverki og býður upp á nýja möguleika,“ segir Sigrún Þuríður. Vörulínurnar Kvak og Farsælda Frón verða til sölu á jólamarkaði PopUp-verslunar í Hörpunni um helgina.Vörulínan Farsælda Frón býður upp á fjölmörg falleg munstur á vegginn.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira