5. kafli úr bók eftir óþekktan ástarsöguhöfund Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 4. desember 2013 06:00 Sigurborg lét gríðarstóran útsaumsjavann síga í kjöltu sér, hallaði sér aftur í purpuralitaða hægindastólinn og lagði aftur augun. Hún var þreytt enda búin að veita fjórtán eldri borgurum rúmbað fyrr um morguninn án aðstoðar. Það hefði mátt heyra saumnál detta enda heyrði Sigurborg samstundis þegar nálin rann fram af garnendanum og ofan á plastparketið. Plastparketið var gjöf frá frænda hennar sem lengi var deildarstjóri hjá Húsasmiðjunni eða allt þar til upp komst að hann hafði parketlagt níu sumarbústaði og pípulagt annað eins á kostnað fyrirtækisins. Sigurborg hafði velt því fyrir sér þegar Guðfinnur frændi hafði verið settur bak við lás og slá hvort hún ætti að rífa parketið upp og skila því í Húsasmiðjuna en hafði fallið jafnharðan frá þeirri hugmynd sökum hræðslu um að hún yrði jafnvel talin meðsek. En henni fannst alltaf heldur ónotalegt að ganga berfætt um íbúðina og klæddist því jafnan vel þæfðum lopainniskóm eins til að halda sig í ofurlítilli fjarlægð frá þýfinu. Á litla innskotsborðinu lá Dagblaðið opið og við blasti mynd af manninum sem lýst hafði á hendur sér hatursglæp á byggingarlóð væntanlegrar mosku. Hvaða siðblindi slátrari hafði selt þessum villimönnum svínshöfuð í stykkjavís? Eins og ekkert væri eðlilegra? Skjótið ekki sendiboðann, hugsaði Sigurborg með sér og gat aðeins gert sér í hugarlund að slátrari þessi væri ógreindur sósíópati af erfiðustu gerð og handstýrði hópi veikgeðja manna sem væru eins og leikbrúður í höndum hans.Andsetið tæki Sigurborg hrökk við því útvarpið fór í gang eins og það átti vanda til alveg upp úr þurru. Það var engu líkara en það væri andsetið, bannsett tækið. Rödd Helga Pé á götu, eins og Sigurborg kallaði hann jafnan, barst úr viðtækinu og Sigurborgu varð um að heyra rödd hans. Hvaða ár var? Hvaða rás var þetta? Hvernig stóð á þessu? Síðan hvenær sinnti Helgi Pé þularstörfum hjá RÚV? Þetta hlaut að vera RÚV því Sigurborg hlustaði aldrei á aðra útvarpsstöð eftir að nágranni hennar, Páll Magnússon, hafði verið gerður að yfirmanni stofnunarinnar. Það var ekki laust við að hún væri ofurlítið hrifin af Páli þótt í fjarska væri. Karlmannlegt höfuðlag útvarpsstjóra minnti hana á spennumyndaleikarann Bruce Willis og hún sá hann gjarnan fyrir sér í átakasenum í æsimyndastíl. Páll á brennandi húsþaki. Páll að synda yfir straumharðar ár. Páll á hlaupum undan uppvakningum. Aðförin að Páli vegna uppsagna örfárra starfsmanna hafði að mati Sigurborgar gengið allt of langt og hún hafði óbeðin stolið örfáum róandi töflum úr lyfjabúri Landspítalans og vafið þeim í grisju, pakkað þeim ofan í blómum skreytt umslag úr bréfsefnasafni sínu og laumað inn um lúguna á húsi Páls. Á umslagið hafði hún skrifað: „Erfiðar ákvarðanir eru bara á færi mikilmenna, en þeir þurfa eins og óbreyttir, að gæta þess að hvílast.“Hlekkur í hryðjuverkaárás Sími Sigurborgar pípti án afláts einhverstaðar í íbúðinni svo Sigurborg stóð á fætur og lagði frá sér útsaumsjavann. Myndin sem hún var að sauma út var flennistór mynd af forsætisráðherra í forgrunni með makríltorfu í bakgrunni. Hún tók eftir því að annað auga ráðherra virtist stærra en hitt sem gaf honum ámátlegan svip. Þessu mætti bjarga með því að sauma flatsaum í svörtu þétt við augnkrókinn. Síminn linnti ekki látunum en eftir svolitla leit fann Sigurborg hann undir kleinupoka í sófanum. Hennar biðu fern smáskilaboð, en frá hverjum? Fyrstu skilaboðin voru illskiljanleg en svo fóru að renna á Sigurborgu tvær grímur því þetta voru einkaskilaboð frá fólki sem hún þekkti alls ekki neitt. Sigurborg vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið. Örfáum dögum áður hafði sími hennar fyllst af skilaboðum ritstjóra til menntamálaráðherra og það hafði komið henni á óvart hvað skilaboðin voru beinskeytt og laus við gamansemi þótt ritstjórinn væri annálaður húmoristi. Hvers vegna var hún, Sigurborg Guðmarsdóttir hjúkrunarfræðingur, orðin mikilvægur hlekkur í stórfelldri hryðjuverkaárás símfyrirtækja á sjálfa ríkisstjórnina? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Sigurborg lét gríðarstóran útsaumsjavann síga í kjöltu sér, hallaði sér aftur í purpuralitaða hægindastólinn og lagði aftur augun. Hún var þreytt enda búin að veita fjórtán eldri borgurum rúmbað fyrr um morguninn án aðstoðar. Það hefði mátt heyra saumnál detta enda heyrði Sigurborg samstundis þegar nálin rann fram af garnendanum og ofan á plastparketið. Plastparketið var gjöf frá frænda hennar sem lengi var deildarstjóri hjá Húsasmiðjunni eða allt þar til upp komst að hann hafði parketlagt níu sumarbústaði og pípulagt annað eins á kostnað fyrirtækisins. Sigurborg hafði velt því fyrir sér þegar Guðfinnur frændi hafði verið settur bak við lás og slá hvort hún ætti að rífa parketið upp og skila því í Húsasmiðjuna en hafði fallið jafnharðan frá þeirri hugmynd sökum hræðslu um að hún yrði jafnvel talin meðsek. En henni fannst alltaf heldur ónotalegt að ganga berfætt um íbúðina og klæddist því jafnan vel þæfðum lopainniskóm eins til að halda sig í ofurlítilli fjarlægð frá þýfinu. Á litla innskotsborðinu lá Dagblaðið opið og við blasti mynd af manninum sem lýst hafði á hendur sér hatursglæp á byggingarlóð væntanlegrar mosku. Hvaða siðblindi slátrari hafði selt þessum villimönnum svínshöfuð í stykkjavís? Eins og ekkert væri eðlilegra? Skjótið ekki sendiboðann, hugsaði Sigurborg með sér og gat aðeins gert sér í hugarlund að slátrari þessi væri ógreindur sósíópati af erfiðustu gerð og handstýrði hópi veikgeðja manna sem væru eins og leikbrúður í höndum hans.Andsetið tæki Sigurborg hrökk við því útvarpið fór í gang eins og það átti vanda til alveg upp úr þurru. Það var engu líkara en það væri andsetið, bannsett tækið. Rödd Helga Pé á götu, eins og Sigurborg kallaði hann jafnan, barst úr viðtækinu og Sigurborgu varð um að heyra rödd hans. Hvaða ár var? Hvaða rás var þetta? Hvernig stóð á þessu? Síðan hvenær sinnti Helgi Pé þularstörfum hjá RÚV? Þetta hlaut að vera RÚV því Sigurborg hlustaði aldrei á aðra útvarpsstöð eftir að nágranni hennar, Páll Magnússon, hafði verið gerður að yfirmanni stofnunarinnar. Það var ekki laust við að hún væri ofurlítið hrifin af Páli þótt í fjarska væri. Karlmannlegt höfuðlag útvarpsstjóra minnti hana á spennumyndaleikarann Bruce Willis og hún sá hann gjarnan fyrir sér í átakasenum í æsimyndastíl. Páll á brennandi húsþaki. Páll að synda yfir straumharðar ár. Páll á hlaupum undan uppvakningum. Aðförin að Páli vegna uppsagna örfárra starfsmanna hafði að mati Sigurborgar gengið allt of langt og hún hafði óbeðin stolið örfáum róandi töflum úr lyfjabúri Landspítalans og vafið þeim í grisju, pakkað þeim ofan í blómum skreytt umslag úr bréfsefnasafni sínu og laumað inn um lúguna á húsi Páls. Á umslagið hafði hún skrifað: „Erfiðar ákvarðanir eru bara á færi mikilmenna, en þeir þurfa eins og óbreyttir, að gæta þess að hvílast.“Hlekkur í hryðjuverkaárás Sími Sigurborgar pípti án afláts einhverstaðar í íbúðinni svo Sigurborg stóð á fætur og lagði frá sér útsaumsjavann. Myndin sem hún var að sauma út var flennistór mynd af forsætisráðherra í forgrunni með makríltorfu í bakgrunni. Hún tók eftir því að annað auga ráðherra virtist stærra en hitt sem gaf honum ámátlegan svip. Þessu mætti bjarga með því að sauma flatsaum í svörtu þétt við augnkrókinn. Síminn linnti ekki látunum en eftir svolitla leit fann Sigurborg hann undir kleinupoka í sófanum. Hennar biðu fern smáskilaboð, en frá hverjum? Fyrstu skilaboðin voru illskiljanleg en svo fóru að renna á Sigurborgu tvær grímur því þetta voru einkaskilaboð frá fólki sem hún þekkti alls ekki neitt. Sigurborg vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið. Örfáum dögum áður hafði sími hennar fyllst af skilaboðum ritstjóra til menntamálaráðherra og það hafði komið henni á óvart hvað skilaboðin voru beinskeytt og laus við gamansemi þótt ritstjórinn væri annálaður húmoristi. Hvers vegna var hún, Sigurborg Guðmarsdóttir hjúkrunarfræðingur, orðin mikilvægur hlekkur í stórfelldri hryðjuverkaárás símfyrirtækja á sjálfa ríkisstjórnina?
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun