Apple kaupir Topsy Labs Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. desember 2013 07:00 Hér má sjá meðal annars sjá flýtihneppingu í Twitter-appið á skjá iPhone-farsíma frá Apple. Fréttablaðið/AP Eftir kaup á sprotafyrirtækinu Topsy Labs öðlast tölvu- og farsímarisinn Apple aukna innsýn í andrúmsloftið á samfélagsmiðlinum Twitter á hverjum tíma. Að sögn fréttaveitu AP rýnir Topsy í umræðuþræði á Twitter og greinir bæði viðfangsefni og einstaklinga sem áhrif hafa á almenningsálit. Sprotafyrirtækið starfrækir líka ókeypis leitarvél á netinu og segist eiga á skrá allar færslur (tvít) á Twitter allt frá árinu 2006. Nokkuð sem Twitter býður ekki einu sinni notendum sínum upp á. Kristin Huguet, talsmaður Apple, staðfesti kaupin í byrjun vikunnar, án þess að orðlengja um fyrirætlanir Apple með greiningartækjum Topsy. Þá hefur kaupverðið ekki verið gefið upp. „Apple kaupir stöku sinnum smærri tæknifyrirtæki og alla jafna ræðum við hvorki ástæður okkar fyrir því eða fyrirætlanir,“ sagði hún. Vitað er að Apple hefur árum saman reynt að auka auglýsingatekjur úr fartækjum. Meiri þekking á vinsælustu viðfangsefnum á Twitter gæti hjálpað til við auglýsingasölu í iPhone-síma og iPad-tölvur. Eins gætu kaupin einfaldlega verið gerð með það fyrir augum að útbúa leitarvirkni í iPhone sem ekki er til staðar hjá símum helstu keppinauta, sem nota Android-stýrikerfi Google. Google hefur ekki náð viðlíka höfundarréttarsamningum og Topsy sem gefa myndi leitarvél fyrirtækisins fljótvirkari og dýpri aðgang að gögnum Twitter. Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Eftir kaup á sprotafyrirtækinu Topsy Labs öðlast tölvu- og farsímarisinn Apple aukna innsýn í andrúmsloftið á samfélagsmiðlinum Twitter á hverjum tíma. Að sögn fréttaveitu AP rýnir Topsy í umræðuþræði á Twitter og greinir bæði viðfangsefni og einstaklinga sem áhrif hafa á almenningsálit. Sprotafyrirtækið starfrækir líka ókeypis leitarvél á netinu og segist eiga á skrá allar færslur (tvít) á Twitter allt frá árinu 2006. Nokkuð sem Twitter býður ekki einu sinni notendum sínum upp á. Kristin Huguet, talsmaður Apple, staðfesti kaupin í byrjun vikunnar, án þess að orðlengja um fyrirætlanir Apple með greiningartækjum Topsy. Þá hefur kaupverðið ekki verið gefið upp. „Apple kaupir stöku sinnum smærri tæknifyrirtæki og alla jafna ræðum við hvorki ástæður okkar fyrir því eða fyrirætlanir,“ sagði hún. Vitað er að Apple hefur árum saman reynt að auka auglýsingatekjur úr fartækjum. Meiri þekking á vinsælustu viðfangsefnum á Twitter gæti hjálpað til við auglýsingasölu í iPhone-síma og iPad-tölvur. Eins gætu kaupin einfaldlega verið gerð með það fyrir augum að útbúa leitarvirkni í iPhone sem ekki er til staðar hjá símum helstu keppinauta, sem nota Android-stýrikerfi Google. Google hefur ekki náð viðlíka höfundarréttarsamningum og Topsy sem gefa myndi leitarvél fyrirtækisins fljótvirkari og dýpri aðgang að gögnum Twitter.
Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira