Platan sem ætlaði aldrei að koma út Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2013 11:00 „Það kom alltaf eitthvað upp á þegar platan átti að koma út og líka við vinnslu plötunnar. Nú er hún loksins komin út og ég er mjög stoltur og sáttur,“ segir tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Hann hefur nú gefið út sína fyrstu sólóplötu ásamt hljómsveitinni sinni, Atómskáldunum. „Við vinnslu plötunnar varð til virkilega góður og þéttur hópur sem varð að Atómskáldunum,“ útskýrir Eyþór Ingi. Grunnarnir á plötunni eru teknir upp „live“ og fóru tökur fram í upptökuverinu Geimsteini í Keflavík en um upptökustjórn sá Stefán Örn Gunnlaugsson sem er einn sá vinsælasti í tónlistarheiminum hér á landi í dag. „Við byrjuðum að vinna að plötunni árið 2008, þegar ég og Gunni trommari tókum upp flest lögin og markmiðið var að gera plötuna sjálfir en þá hrundi flakkarinn í gólfið og allt efnið eyðilagðist,“ útskýrir Eyþór Ingi. Fleiri áföll dundu yfir eftir þetta því reynt var að kýla á að klára upptökurnar árið 2012. „Þegar ég byrjaði í Vesalingunum ætlaði ég líka að klára plötuna og var þá Þórður Gunnar Þorvaldsson upptökustjóri kominn inn í myndina. Hins vegar var ég mjög upptekinn í leikhúsinu þá og þegar það hægðist um hjá mér flutti Þórður Gunnar utan og verkefnið var aftur sett á ís.“Ferill Eyþórs Ingi í hnotskurnÁrið 2013 var hins vegar ákveðið kýla á plötuna „Við lentum þó í áföllum þegar hún átti að fara í hljóðblöndun því Aron Þór Arnarson sem hljóðblandar plötuna fór á tónleikaferðalag með John Grant og var hún því að hluta til mixuð í lestum og á hótelherberginu,“ útskýrir Eyþór Ingi. Hins vegar varð Aron Þór veikur á lokasprettinum og því varð enn ein töfin. „Þegar platan fór svo í masteringu hélt ég að hún væri í höfn en þá kom annað áfall.“ Þegar platan fór í masteringu hjá einum reyndasta upptökumanni landsins, Bjarna Braga Kjartanssyni, ákvað tölvan hans að gefa upp öndina. „Þá leið mér eins og platan ætti hreinlega bara ekki að koma út,“ segir Eyþór léttur í lundu. Þá kom ný tölva til sögunnar og Bjarni Bragi náði að klára verkið með miklum sóma.Valgerður Gunnarsdóttir teiknaði myndirnar í plötuumslaginu.Tónlistin á plötunni er fjölbreytt og hafa áhrifavaldar Eyórs Inga líkt og Jeff Buckley, Radiohead, David Bowie, The Smiths og Queens of the Stone Age sett sinn brag á tónlistina. Þetta eru í raun tónlistarstefnur frá indí/popptónlist til prog/rokks en þó er einnig að finna rólegar ballöður á plötunni. Flest lögin eru samin af Eyþóri Inga og Baldri Hjörleifssyni en þeir eru einnig æskuvinir. „Við unnum svo allir efnið í sameiningu þegar við æfðum fyrir upptökurnar,“ bætir Eyþór Ingi við. Þá eru einnig flestir textarnir ortir af Eyþóri Inga en fleiri eiga þó texta á plötunni. Allir eru þeir á íslensku nema einn, sem er á ensku. Atómskáldin skipa Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Baldur Hjörleifsson gítarleikari, Helgi Reynir Jónsson gítar- og píanóleikari, Baldur Kristjánsson bassaleikari og Gunnar Leó Pálsson trommuleikari. Frekari upplýsingar má finna hér.Eyþór Ingi og Atómskáldin eftir tónleika á Selfossi í haust. Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það kom alltaf eitthvað upp á þegar platan átti að koma út og líka við vinnslu plötunnar. Nú er hún loksins komin út og ég er mjög stoltur og sáttur,“ segir tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Hann hefur nú gefið út sína fyrstu sólóplötu ásamt hljómsveitinni sinni, Atómskáldunum. „Við vinnslu plötunnar varð til virkilega góður og þéttur hópur sem varð að Atómskáldunum,“ útskýrir Eyþór Ingi. Grunnarnir á plötunni eru teknir upp „live“ og fóru tökur fram í upptökuverinu Geimsteini í Keflavík en um upptökustjórn sá Stefán Örn Gunnlaugsson sem er einn sá vinsælasti í tónlistarheiminum hér á landi í dag. „Við byrjuðum að vinna að plötunni árið 2008, þegar ég og Gunni trommari tókum upp flest lögin og markmiðið var að gera plötuna sjálfir en þá hrundi flakkarinn í gólfið og allt efnið eyðilagðist,“ útskýrir Eyþór Ingi. Fleiri áföll dundu yfir eftir þetta því reynt var að kýla á að klára upptökurnar árið 2012. „Þegar ég byrjaði í Vesalingunum ætlaði ég líka að klára plötuna og var þá Þórður Gunnar Þorvaldsson upptökustjóri kominn inn í myndina. Hins vegar var ég mjög upptekinn í leikhúsinu þá og þegar það hægðist um hjá mér flutti Þórður Gunnar utan og verkefnið var aftur sett á ís.“Ferill Eyþórs Ingi í hnotskurnÁrið 2013 var hins vegar ákveðið kýla á plötuna „Við lentum þó í áföllum þegar hún átti að fara í hljóðblöndun því Aron Þór Arnarson sem hljóðblandar plötuna fór á tónleikaferðalag með John Grant og var hún því að hluta til mixuð í lestum og á hótelherberginu,“ útskýrir Eyþór Ingi. Hins vegar varð Aron Þór veikur á lokasprettinum og því varð enn ein töfin. „Þegar platan fór svo í masteringu hélt ég að hún væri í höfn en þá kom annað áfall.“ Þegar platan fór í masteringu hjá einum reyndasta upptökumanni landsins, Bjarna Braga Kjartanssyni, ákvað tölvan hans að gefa upp öndina. „Þá leið mér eins og platan ætti hreinlega bara ekki að koma út,“ segir Eyþór léttur í lundu. Þá kom ný tölva til sögunnar og Bjarni Bragi náði að klára verkið með miklum sóma.Valgerður Gunnarsdóttir teiknaði myndirnar í plötuumslaginu.Tónlistin á plötunni er fjölbreytt og hafa áhrifavaldar Eyórs Inga líkt og Jeff Buckley, Radiohead, David Bowie, The Smiths og Queens of the Stone Age sett sinn brag á tónlistina. Þetta eru í raun tónlistarstefnur frá indí/popptónlist til prog/rokks en þó er einnig að finna rólegar ballöður á plötunni. Flest lögin eru samin af Eyþóri Inga og Baldri Hjörleifssyni en þeir eru einnig æskuvinir. „Við unnum svo allir efnið í sameiningu þegar við æfðum fyrir upptökurnar,“ bætir Eyþór Ingi við. Þá eru einnig flestir textarnir ortir af Eyþóri Inga en fleiri eiga þó texta á plötunni. Allir eru þeir á íslensku nema einn, sem er á ensku. Atómskáldin skipa Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Baldur Hjörleifsson gítarleikari, Helgi Reynir Jónsson gítar- og píanóleikari, Baldur Kristjánsson bassaleikari og Gunnar Leó Pálsson trommuleikari. Frekari upplýsingar má finna hér.Eyþór Ingi og Atómskáldin eftir tónleika á Selfossi í haust.
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira