Borgað fyrir að nota náttúruna Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. nóvember 2013 00:00 Fréttablaðið sagði frá því í gær að afleitt ástand væri á stórum hluta göngustíga í Þórsmörk. Í blaðinu birtust myndir sem sýna vel hvernig tugir þúsunda ferðamanna hafa traðkað gróðurþekjuna í sundur og skilið eftir stór sár í landinu þar sem verst lætur. Talið er að um tíu þúsund ferðamenn á ári gangi Laugaveginn, vinsælustu gönguleið hálendisins, á milli Þórsmerkur og Landmannalauga. Fræðimenn sem skoðuðu ástand göngustíganna leggja til að einhvers konar fjöldatakmörkunum verði komið á til að vernda náttúruna fyrir átroðningi ferðamanna. Þeir gagnrýna líka að aðgerðir til að bæta skemmdirnar beinist að því að veita nokkurs konar skyndihjálp á stöðunum sem eru verst farnir. „Við eru einfaldlega komin með svo marga ferðamenn að okkur vantar heildarsýn,“ segir Rannveig Ólafsdóttir, dósent við HÍ. „Hvar við viljum byggja upp innviði og hvernig. Þegar ástandið er orðið svona, þá verðum við að gera eitthvað. Tréstíga þarf örugglega á einhverjum stöðum, en það sem ég er að gagnrýna er að það vantar stefnumörkun um hvar við ætlum að byggja upp manngert umhverfi og hvar ekki.“ Ástandið í Þórsmörk og á Laugaveginum er ein af neikvæðum afleiðingum annars jákvæðrar þróunar; gríðarlegrar fjölgunar ferðamanna. Og um leið birtingarmynd þess fyrirhyggju- og skipulagsleysis, sem er víða ríkjandi í ferðaþjónustunni. Lengi hefur verið varað við því að íslenzk náttúra þyldi ekki ágang hundraða þúsunda ferðamanna. Stjórnvöld og fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa ekki undirbúið komu þessa fjölda nógu vel. Hermann Valsson leiðsögumaður orðaði vandann í hnotskurn í blaðinu í gær; sagði að allir vildu njóta hagnaðarins af ferðamannastraumnum en „enginn vill klæða og fæða barnið“. Ástandið er eins og það er vegna þess að enginn hefur hugsað fyrir því hvaðan peningarnir ættu að koma til að undirbúa fjölförnustu ferðamannastaðina fyrir átroðning þúsunda ferðamanna. Og reyndar hefur enginn hugsað út í það heldur að hugsanlega þyrfti að takmarka ferðamannafjöldann á ákveðnum stöðum. Þó eru ótal fordæmi fyrir því frá öðrum löndum, þar sem menn hafa skilið að viðkvæm náttúra er takmörkuð auðlind. Ferðaþjónustufyrirtækin, sem notfæra sér náttúruna í hagnaðarskyni, borga ekkert fyrir afnot af henni. Ferðamennirnir borga ekkert fyrir aðgang að viðkvæmum svæðum. Ríkissjóður er fjárvana og á enga peninga til að gera við eða fyrirbyggja skemmdir. Lausnin er augljóslega gjaldtaka af einhverju tagi, annaðhvort með því að borgað sé sérstaklega fyrir aðgang að ákveðnum svæðum eða með náttúrupassa eins og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra vill koma á. Hugsanlega dugar slík gjaldtaka til að takmarka jafnframt átroðning ferðamanna á viðkvæmustu svæðunum. Ef ekki, á að huga að slíkum takmörkunum. Við getum ekki fórnað fallegustu stöðum íslenzkrar náttúru fyrir tekjurnar af ferðamönnum, enda verðum við þá fljót að eyðileggja það sem þeir koma til að sjá. Það er ekki bara hægt að beita ferðamönnum á viðkvæma staði eins og sauðfé á örfoka land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun
Fréttablaðið sagði frá því í gær að afleitt ástand væri á stórum hluta göngustíga í Þórsmörk. Í blaðinu birtust myndir sem sýna vel hvernig tugir þúsunda ferðamanna hafa traðkað gróðurþekjuna í sundur og skilið eftir stór sár í landinu þar sem verst lætur. Talið er að um tíu þúsund ferðamenn á ári gangi Laugaveginn, vinsælustu gönguleið hálendisins, á milli Þórsmerkur og Landmannalauga. Fræðimenn sem skoðuðu ástand göngustíganna leggja til að einhvers konar fjöldatakmörkunum verði komið á til að vernda náttúruna fyrir átroðningi ferðamanna. Þeir gagnrýna líka að aðgerðir til að bæta skemmdirnar beinist að því að veita nokkurs konar skyndihjálp á stöðunum sem eru verst farnir. „Við eru einfaldlega komin með svo marga ferðamenn að okkur vantar heildarsýn,“ segir Rannveig Ólafsdóttir, dósent við HÍ. „Hvar við viljum byggja upp innviði og hvernig. Þegar ástandið er orðið svona, þá verðum við að gera eitthvað. Tréstíga þarf örugglega á einhverjum stöðum, en það sem ég er að gagnrýna er að það vantar stefnumörkun um hvar við ætlum að byggja upp manngert umhverfi og hvar ekki.“ Ástandið í Þórsmörk og á Laugaveginum er ein af neikvæðum afleiðingum annars jákvæðrar þróunar; gríðarlegrar fjölgunar ferðamanna. Og um leið birtingarmynd þess fyrirhyggju- og skipulagsleysis, sem er víða ríkjandi í ferðaþjónustunni. Lengi hefur verið varað við því að íslenzk náttúra þyldi ekki ágang hundraða þúsunda ferðamanna. Stjórnvöld og fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa ekki undirbúið komu þessa fjölda nógu vel. Hermann Valsson leiðsögumaður orðaði vandann í hnotskurn í blaðinu í gær; sagði að allir vildu njóta hagnaðarins af ferðamannastraumnum en „enginn vill klæða og fæða barnið“. Ástandið er eins og það er vegna þess að enginn hefur hugsað fyrir því hvaðan peningarnir ættu að koma til að undirbúa fjölförnustu ferðamannastaðina fyrir átroðning þúsunda ferðamanna. Og reyndar hefur enginn hugsað út í það heldur að hugsanlega þyrfti að takmarka ferðamannafjöldann á ákveðnum stöðum. Þó eru ótal fordæmi fyrir því frá öðrum löndum, þar sem menn hafa skilið að viðkvæm náttúra er takmörkuð auðlind. Ferðaþjónustufyrirtækin, sem notfæra sér náttúruna í hagnaðarskyni, borga ekkert fyrir afnot af henni. Ferðamennirnir borga ekkert fyrir aðgang að viðkvæmum svæðum. Ríkissjóður er fjárvana og á enga peninga til að gera við eða fyrirbyggja skemmdir. Lausnin er augljóslega gjaldtaka af einhverju tagi, annaðhvort með því að borgað sé sérstaklega fyrir aðgang að ákveðnum svæðum eða með náttúrupassa eins og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra vill koma á. Hugsanlega dugar slík gjaldtaka til að takmarka jafnframt átroðning ferðamanna á viðkvæmustu svæðunum. Ef ekki, á að huga að slíkum takmörkunum. Við getum ekki fórnað fallegustu stöðum íslenzkrar náttúru fyrir tekjurnar af ferðamönnum, enda verðum við þá fljót að eyðileggja það sem þeir koma til að sjá. Það er ekki bara hægt að beita ferðamönnum á viðkvæma staði eins og sauðfé á örfoka land.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun