Þetta er svekkjandi fyrir alla Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. nóvember 2013 06:00 Ágúst vildi ná Playstation 4 inn fyrir jólin. Fréttablaðið/Daníel Rúnarsson „Okkur finnst rosalega svekkjandi, við vildum ná tölvunni inn fyrir jólin,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Geimstöðvarinnar og Skífunnar um þá ákvörðun stjórnarmanna Sony í Evrópu að nýja Playstation 4 tölvan komi til Íslands þann 29. janúar næstkomandi. „Ég hef mikla samúð með Senu [umboðsaðila Playstation á Íslandi], allir vilja ná jólatraffíkinni. Við verðum að horfa á þetta í stærra samhengi, Ísland er lítill markaður og þessi ákvörðun er byggð á stærð markaðssvæða,“ bætir Ágúst við. Vélarnar eru komnar í sölu í Bandaríkjunum og koma í verslanir víða í Evrópu í vikunni. Hann segist búast við því að einhverjir munu ná sér í tölvur erlendis frá. „Það eru alltaf einhverjir sem fá vélar, einhverjir sem panta sér eða fara sjálfir út.“ Ágúst varar við því að kaupa vélar frá Bandaríkjunum. „Við höfum séð einhverja lenda í vandræðum með vélar sem þeir kaupa í Bandaríkjunum, ef fólk ætlar á annað borð að kaupa sér vélar erlendis er öruggara að gera það í Evrópu, þó svo að við mælum sterklega með því að fólk kaupi þær á Íslandi þegar þær koma, það er öruggast, sérstaklega með ábyrgð og fleira slíkt að gera,“ segir Ágúst. Hann segir ákvörðun ráðamanna Sony þó ekki vera alslæma fyrir Íslendinga. „Við höfum heyrt af einhverjum bilunum í fyrstu sendingum í Bandaríkjunum, eins og gengur og gerist. Öll þessi vandamál ættu að vera á bak og burt þegar vélarnar fara í sölu á Íslandi,“ segir Ágúst. Hann býst við því að sýningareintak komi í Geimstöðina í Smáralind í desemberbyrjun og að Playstation 4 leikir verði til sölu fyrir jólin. Leikjavísir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
„Okkur finnst rosalega svekkjandi, við vildum ná tölvunni inn fyrir jólin,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Geimstöðvarinnar og Skífunnar um þá ákvörðun stjórnarmanna Sony í Evrópu að nýja Playstation 4 tölvan komi til Íslands þann 29. janúar næstkomandi. „Ég hef mikla samúð með Senu [umboðsaðila Playstation á Íslandi], allir vilja ná jólatraffíkinni. Við verðum að horfa á þetta í stærra samhengi, Ísland er lítill markaður og þessi ákvörðun er byggð á stærð markaðssvæða,“ bætir Ágúst við. Vélarnar eru komnar í sölu í Bandaríkjunum og koma í verslanir víða í Evrópu í vikunni. Hann segist búast við því að einhverjir munu ná sér í tölvur erlendis frá. „Það eru alltaf einhverjir sem fá vélar, einhverjir sem panta sér eða fara sjálfir út.“ Ágúst varar við því að kaupa vélar frá Bandaríkjunum. „Við höfum séð einhverja lenda í vandræðum með vélar sem þeir kaupa í Bandaríkjunum, ef fólk ætlar á annað borð að kaupa sér vélar erlendis er öruggara að gera það í Evrópu, þó svo að við mælum sterklega með því að fólk kaupi þær á Íslandi þegar þær koma, það er öruggast, sérstaklega með ábyrgð og fleira slíkt að gera,“ segir Ágúst. Hann segir ákvörðun ráðamanna Sony þó ekki vera alslæma fyrir Íslendinga. „Við höfum heyrt af einhverjum bilunum í fyrstu sendingum í Bandaríkjunum, eins og gengur og gerist. Öll þessi vandamál ættu að vera á bak og burt þegar vélarnar fara í sölu á Íslandi,“ segir Ágúst. Hann býst við því að sýningareintak komi í Geimstöðina í Smáralind í desemberbyrjun og að Playstation 4 leikir verði til sölu fyrir jólin.
Leikjavísir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira