Vinurinn kom með lýsandi snjókarl Elín Albertsdóttir skrifar 28. nóvember 2013 13:15 Kristján Jóhannsson óperusöngvari með Maó, snjókarlinn sem góður vinur færði honum. Mynd/gva Kristján Jóhannsson óperusöngvari á uppáhaldsjólaskraut sem honum áskotnaðist á Ítalíu fyrir mörgum árum. Gripurinn hefur fylgt honum síðan og tekur nú á móti gestum í Söngskóla Demetz. Uppáhaldsjólagripur Kristjáns er ítalskur snjókarl úr bambus, skreyttur ljósum og með hatt. Kristján hefur gefið honum nafnið Maó í höfuðið á gefandanum en það er gælunafn á Ítalíu. „Maó flutti með okkur frá Ítalíu. Þar í landi er ekki mikið um jólaskreytingar nema í verslunum og hjá bæjarfélögum. Fólk er ekki með jólaseríur á heimilum eins og hér tíðkast og alls ekki allir með jólatré,“ útskýrir Kristján. „Þetta er kaþólsk þjóð og mikið lagt upp úr trúaranda og kertaljósum. Þar fyrir utan eru jólin styttri en hjá okkur. Fólkið fylgist með páfanum þegar hann hringir inn jólin á miðnætti aðfangadagskvölds og síðan er jóladagurinn mjög hátíðlegur. Þá kemur stórfjölskyldan saman og borðar góðan mat og það er lengi setið við matarborðið,“ segir Kristján og bætir við að mikil gleði ríki við borðhaldið. „Ég bjó á Ítalíu í 37 ár og eftir að ég var kominn með fjölskyldu færðum við okkur yfir í siði og venjur að heiman. Við buðum meira að segja upp á jólaglögg, skárum út laufabrauð og elduðum hangikjöt. Við skreyttum miklu meira en þarna tíðkast og það vakti í fyrstu furðu heimamanna. Þeir fóru þó að hrífast og létu það í ljós. Sigurjóna skreytti heimilið hátt og lágt og ítölskum vinum okkar fannst það afar spennandi,“ segir hann. „Það voru einmitt þessar jólaskreytingar okkar sem urðu kveikjan að snjókarlinum Maó. Ítalskur vinur minn hreifst mjög af þessum jólasið og fannst skemmtilegt að koma í jólaveislu til okkar. Eitt skiptið kom hann með þennan snjókarl og sagði að hann ætti að vera í staðinn fyrir sig þegar hann kæmist ekki sjálfur. Hann er frá suðurhluta Ítalíu en þar er mun minna um jólaskreytingar en í norðurhlutanum. Hann lét búa snjókarlinn sérstaklega til. Við höfum alltaf haft Maó innanhúss og núna er hann kominn í Söngskólann til mín. Hér ætla ég að hafa hann í framtíðinni til að fá jólastemninguna í skólann. Mér þótti afar vænt um þessa gjöf og í hvert sinn sem ég lít á snjókarlinn man ég eftir þessum góða vini. Ég verð búinn að kveikja á karlinum þegar jólatónleikar verða í skólanum,“ segir Kristján, sem heldur sjálfur jólatónleika í Eldborgarsal Hörpu 8. desember. „Við verðum þar þrír Metropolitan-söngvarar á sviðinu, það eru Dísella Lárusdóttir og Kristinn Sigmundsson auk mín. Við gömlu karlarnir höfum verið miklir mátar í að minnsta kosti 35 ár. Einnig verða með okkur Þóra Einarsdóttir og kvenna- og stúlknakór undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur og hluti Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Við köllum þetta léttklassíska tónleika þar sem sungin verða jólalög og hátíðlegar aríur,“ segir Kristján. Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóla-aspassúpa Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Jólaguðspjallið Jól Rafræn jólakort Jólin
Kristján Jóhannsson óperusöngvari á uppáhaldsjólaskraut sem honum áskotnaðist á Ítalíu fyrir mörgum árum. Gripurinn hefur fylgt honum síðan og tekur nú á móti gestum í Söngskóla Demetz. Uppáhaldsjólagripur Kristjáns er ítalskur snjókarl úr bambus, skreyttur ljósum og með hatt. Kristján hefur gefið honum nafnið Maó í höfuðið á gefandanum en það er gælunafn á Ítalíu. „Maó flutti með okkur frá Ítalíu. Þar í landi er ekki mikið um jólaskreytingar nema í verslunum og hjá bæjarfélögum. Fólk er ekki með jólaseríur á heimilum eins og hér tíðkast og alls ekki allir með jólatré,“ útskýrir Kristján. „Þetta er kaþólsk þjóð og mikið lagt upp úr trúaranda og kertaljósum. Þar fyrir utan eru jólin styttri en hjá okkur. Fólkið fylgist með páfanum þegar hann hringir inn jólin á miðnætti aðfangadagskvölds og síðan er jóladagurinn mjög hátíðlegur. Þá kemur stórfjölskyldan saman og borðar góðan mat og það er lengi setið við matarborðið,“ segir Kristján og bætir við að mikil gleði ríki við borðhaldið. „Ég bjó á Ítalíu í 37 ár og eftir að ég var kominn með fjölskyldu færðum við okkur yfir í siði og venjur að heiman. Við buðum meira að segja upp á jólaglögg, skárum út laufabrauð og elduðum hangikjöt. Við skreyttum miklu meira en þarna tíðkast og það vakti í fyrstu furðu heimamanna. Þeir fóru þó að hrífast og létu það í ljós. Sigurjóna skreytti heimilið hátt og lágt og ítölskum vinum okkar fannst það afar spennandi,“ segir hann. „Það voru einmitt þessar jólaskreytingar okkar sem urðu kveikjan að snjókarlinum Maó. Ítalskur vinur minn hreifst mjög af þessum jólasið og fannst skemmtilegt að koma í jólaveislu til okkar. Eitt skiptið kom hann með þennan snjókarl og sagði að hann ætti að vera í staðinn fyrir sig þegar hann kæmist ekki sjálfur. Hann er frá suðurhluta Ítalíu en þar er mun minna um jólaskreytingar en í norðurhlutanum. Hann lét búa snjókarlinn sérstaklega til. Við höfum alltaf haft Maó innanhúss og núna er hann kominn í Söngskólann til mín. Hér ætla ég að hafa hann í framtíðinni til að fá jólastemninguna í skólann. Mér þótti afar vænt um þessa gjöf og í hvert sinn sem ég lít á snjókarlinn man ég eftir þessum góða vini. Ég verð búinn að kveikja á karlinum þegar jólatónleikar verða í skólanum,“ segir Kristján, sem heldur sjálfur jólatónleika í Eldborgarsal Hörpu 8. desember. „Við verðum þar þrír Metropolitan-söngvarar á sviðinu, það eru Dísella Lárusdóttir og Kristinn Sigmundsson auk mín. Við gömlu karlarnir höfum verið miklir mátar í að minnsta kosti 35 ár. Einnig verða með okkur Þóra Einarsdóttir og kvenna- og stúlknakór undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur og hluti Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Við köllum þetta léttklassíska tónleika þar sem sungin verða jólalög og hátíðlegar aríur,“ segir Kristján.
Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóla-aspassúpa Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Jólaguðspjallið Jól Rafræn jólakort Jólin