Trentemöller og Diplo á Sónar Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. nóvember 2013 09:00 Trentemöller kemur fram ásamt hljómsveit á Sónar í febrúar. mynd/einkasafn „Listinn yfir þá listamenn sem fram koma er að verða mjög sterkur,“ segir Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík. Danski popp- og raftónlistarsnillingurinn Trentemöller kemur fram á hátíðinni í ár en hann hefur átt viðburðaríkt ár. „Frá því Trentemöller kom fram á fyrstu Sónar Reykjavík-hátíðinni fyrr í ár hefur hann gefið út sína þriðju breiðskífu og tónleikaskífuna Live in Copenhagen sem inniheldur mikið af hans bestu verkum. Einnig hitaði hann upp fyrir Depeche Mode á Delta Machine-tónleikaferð sveitarinnar í Evrópu,“ útskýrir Björn. Eitt stærsta nafn danstónlistarinnar í dag, listamaðurinn og plötusnúðurinn Diplo, kemur einnig fram á hátíðinni í ár. „Það er frábært að fá hann hingað og er spennandi að setja plötusnúð eins og Diplo í bílakjallara Hörpu.“ Þá ætlar söngvarinn Högni Egilsson að frumflytja sólóverkefni sitt HE á Sónar. Fyrsta sólóbreiðskífa HE lítur síðan dagsins ljós síðar á næsta ári. Högni kemur einnig fram á hátíðinni með hljómsveitinni Hjaltalín og Gluteus Maximus. Mikill áhugi er fyrir hátíðinni á erlendum vettvangi. Ein líflegasta tónleikasveit landsins, FM Belfast, hefur einnig staðfest komu sína á hátíðina í ár og mun koma fram í einum af stóru sölunum í Hörpu. „Við búumst við metfjölda erlendra gesta á hátíðina í ár og hafa rúmlega fjögur hundruð miðar selst til erlendra gesta nú þegar,“ segir Björn. Miðasala á hátíðina hérlendis fer fram á midi.is og harpa.is. Sónar Reykjavík fer fram dagana 13.til 15. Febrúar í Hörpu. Sónar Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Listinn yfir þá listamenn sem fram koma er að verða mjög sterkur,“ segir Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík. Danski popp- og raftónlistarsnillingurinn Trentemöller kemur fram á hátíðinni í ár en hann hefur átt viðburðaríkt ár. „Frá því Trentemöller kom fram á fyrstu Sónar Reykjavík-hátíðinni fyrr í ár hefur hann gefið út sína þriðju breiðskífu og tónleikaskífuna Live in Copenhagen sem inniheldur mikið af hans bestu verkum. Einnig hitaði hann upp fyrir Depeche Mode á Delta Machine-tónleikaferð sveitarinnar í Evrópu,“ útskýrir Björn. Eitt stærsta nafn danstónlistarinnar í dag, listamaðurinn og plötusnúðurinn Diplo, kemur einnig fram á hátíðinni í ár. „Það er frábært að fá hann hingað og er spennandi að setja plötusnúð eins og Diplo í bílakjallara Hörpu.“ Þá ætlar söngvarinn Högni Egilsson að frumflytja sólóverkefni sitt HE á Sónar. Fyrsta sólóbreiðskífa HE lítur síðan dagsins ljós síðar á næsta ári. Högni kemur einnig fram á hátíðinni með hljómsveitinni Hjaltalín og Gluteus Maximus. Mikill áhugi er fyrir hátíðinni á erlendum vettvangi. Ein líflegasta tónleikasveit landsins, FM Belfast, hefur einnig staðfest komu sína á hátíðina í ár og mun koma fram í einum af stóru sölunum í Hörpu. „Við búumst við metfjölda erlendra gesta á hátíðina í ár og hafa rúmlega fjögur hundruð miðar selst til erlendra gesta nú þegar,“ segir Björn. Miðasala á hátíðina hérlendis fer fram á midi.is og harpa.is. Sónar Reykjavík fer fram dagana 13.til 15. Febrúar í Hörpu.
Sónar Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira