Eðli rappsins: Að halda því alvöru Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. nóvember 2013 10:43 Gísli Pálmi Líklega er það okkur eðlislægt að sveipa fortíð okkar dýrðarljóma. Við eigum meira að segja fallegt orð yfir það: fortíðarþrá. Maður stendur sig oft að því að horfa til baka, rifja upp æskuna og sakna liðinna tíma. Nintendo-tölvuleikir, Turtles-kallar, bækur eftir Sigrúnu Eldjárn. Allt þetta vekur ljúfar minningar. Eitt sinn náði fortíðarþráin svo miklum tökum á mér að ég varð mér úti um Nintendo-tölvu og fór að spila gamla leiki. Ég hefði betur sleppt því. Því leikirnir voru ekki flottir. Og eiginlega hundleiðinlegir. Þetta skemmdi góðar minningar. Aðdáendur rapptónlistar glíma við svipað vandamál. Fortíðarþráin í rappmenningunni er ákaflega sterk. Gjarnan er talað um að „halda því alvöru“. Gamla rappið er þá notað sem viðmið fyrir nýja tónlist sem á að vera úrkynjuð. Að mínu mati er þessi frasi um „alvöru rapp“ þó algjörlega galinn. Sérstaklega þegar hann er tengdur við gamla tíma.Þetta má þó ekki misskilja sem svo að Tupac, Notorious B.I.G. og Wu-Tang séu ekki mikilvægir í sögunni. Og að maður geti ekki haft gaman af gamalli rapptónlist. Þetta snýst einfaldlega um eðli rapptónlistarinnar. Hip-hop-menningin er ögrandi í eðli sínu. Rappið er svipað og pönkið. Snýst um að vera vettvangur æskunnar til að tjá sig. Að þróa þetta listform. Rappið á ekki að vera staðnað, það á einmitt að vera andstaðan við stöðnun. Ferskleikinn knýr rappið áfram. Hér á landi eigum við fulltrúa þessarar nýju kynslóðar. Rapparinn Gísli Pálmi hefur þróað listformið. Hann ögrar, fer sínar eigin leiðir og vekur umtal. Svoleiðis listamenn eru umdeildir. Auðvelt er að mislíka eitthvað sem maður skilur ekki. En þeir sem kafa dýpra, undir yfirborðið, verða ekki sviknir. Rapparar eins og Gísli Pálmi eru eins og flottur Playstation 3-leikur við hliðina á gömlu Nintendo-leikjunum sem eru betur geymdir í minningunni. Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Líklega er það okkur eðlislægt að sveipa fortíð okkar dýrðarljóma. Við eigum meira að segja fallegt orð yfir það: fortíðarþrá. Maður stendur sig oft að því að horfa til baka, rifja upp æskuna og sakna liðinna tíma. Nintendo-tölvuleikir, Turtles-kallar, bækur eftir Sigrúnu Eldjárn. Allt þetta vekur ljúfar minningar. Eitt sinn náði fortíðarþráin svo miklum tökum á mér að ég varð mér úti um Nintendo-tölvu og fór að spila gamla leiki. Ég hefði betur sleppt því. Því leikirnir voru ekki flottir. Og eiginlega hundleiðinlegir. Þetta skemmdi góðar minningar. Aðdáendur rapptónlistar glíma við svipað vandamál. Fortíðarþráin í rappmenningunni er ákaflega sterk. Gjarnan er talað um að „halda því alvöru“. Gamla rappið er þá notað sem viðmið fyrir nýja tónlist sem á að vera úrkynjuð. Að mínu mati er þessi frasi um „alvöru rapp“ þó algjörlega galinn. Sérstaklega þegar hann er tengdur við gamla tíma.Þetta má þó ekki misskilja sem svo að Tupac, Notorious B.I.G. og Wu-Tang séu ekki mikilvægir í sögunni. Og að maður geti ekki haft gaman af gamalli rapptónlist. Þetta snýst einfaldlega um eðli rapptónlistarinnar. Hip-hop-menningin er ögrandi í eðli sínu. Rappið er svipað og pönkið. Snýst um að vera vettvangur æskunnar til að tjá sig. Að þróa þetta listform. Rappið á ekki að vera staðnað, það á einmitt að vera andstaðan við stöðnun. Ferskleikinn knýr rappið áfram. Hér á landi eigum við fulltrúa þessarar nýju kynslóðar. Rapparinn Gísli Pálmi hefur þróað listformið. Hann ögrar, fer sínar eigin leiðir og vekur umtal. Svoleiðis listamenn eru umdeildir. Auðvelt er að mislíka eitthvað sem maður skilur ekki. En þeir sem kafa dýpra, undir yfirborðið, verða ekki sviknir. Rapparar eins og Gísli Pálmi eru eins og flottur Playstation 3-leikur við hliðina á gömlu Nintendo-leikjunum sem eru betur geymdir í minningunni.
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira