Stæði fæst gefins Pawel Bartoszek skrifar 15. nóvember 2013 06:00 Ég vinn í miðbænum. Ég kem stundum á bíl í vinnuna. Fyrir 300 krónur get ég lagt bílnum mínum í meira en sólarhring. Ef ég kaupi nokkra daga í senn lækkar gjaldið enn frekar. Þá er hægt að fá vikuna á undir 1.000 kr. Þúsundkall á viku... Getur einhver virkilega haldið því fram að það sé verið að refsa mér? Nei, grínlaust. Þrjú hundruð krónur dagurinn. Hvað get ég fengið fyrir 300 kall? Nánast ekkert annað í miðbænum mun kosta mig svona lítið. Ekki kókflaska. Snobbað soja latte í götumáli? Tvöfalt meira. Hádegismatur? Fjórfalt meira. Klipping? Tuttugu sinnum meira. Að leggja í miðbæ Reykjavíkur er eiginlega einhver sú ódýrasta afþreying sem Ísland hefur upp á að bjóða. Bílastæðaplanið sem ég legg á geymir að jafnaði svona tuttugu bíla. Ég mældi það í Borgarvefsjánni, það reyndist vera 1.400 fermetrar. Mér reiknast því til að borgin ávaxti hvern fermetra á þessari lóð sinni um heilar 4 krónur hvern virkan dag. Samt er eins og sumir segi: „Sveiattan! Fjórar krónur! Á ég að borga þessar fjórar krónur á fermetra? Sjálfur? Með mínum eigin peningum? Nei, auðvitað eiga útsvarsgreiðendur í Reykjavík að borga þær!“Leyfið mér að borga Auðvitað er enginn að refsa mér. Með því að selja þetta verðmæta byggingarland, sem ég fæ nú að nota sem niðurgreitt einkabílastæði, gæti Reykjavíkurborg fengið margfalt hærri ávöxtun en þessar 4 krónur á fermetra á dag. En nei, hún kýs að leigja mér landið á þessu undirmálsverði. Þetta er engin refsing. Þetta eru fríðindi. Meðan ég man: Takk, skattgreiðendur í Reykjavík. Ég er ekki bara að berjast gegn því að bílastæði í bænum séu ókeypis af einhverri hugsjón. Jú, ég vil að fólk borgi fyrir þá þjónustu sem það fær og, jú, ég held að gjaldtakan hafi gríðarlega jákvæð áhrif á miðbæinn. En það er líka heilmikil eigingirni í þessari afstöðu minni. Ég gæti spurt mig: Væri það betra fyrir mig ef bílastæðið sem ég að jafnaði nota væri ókeypis? Nei, þá væri það síður laust. Væri betra ef ég fengi klukku í rúðuna og gæti lagt frítt í tvo tíma? Nei, því ég hef ekki áhuga á því að leggja í tvo tíma heldur að fá að leggja í heilan vinnudag. Það hentar mér bara betur að borga fyrir þessa þjónustu. Þannig að: Í guðanna bænum, leyfið mér bara að borga bílastæðið og látið vasa samskattborgara minna í friði. Ein hugmynd væri auðvitað að selja þessi stæði á markaðsverði. Ef einhverjir kaupmenn vilja þá kaupa þau og leyfa sínum viðskiptavinum að leggja í þau frítt þá er ekkert að því. Ef einhverjir aðrir vilja kaupa slík bílastæði í massavís og reka bílastæðaþjónustu þá væri það líka hið besta mál. Loks, ef einhver vill kaupa lóð eins og þá sem ég fæ að leggja á og byggja þar hús þá ætti hann líka að fá gera það, í takt við lög og heilbrigða skynsemi. Líklegast myndu mjög margir reyna það. Lóðir í miðbænum eru eftirsóttar. Stundum mætti halda að þétting byggðar væri drifin áfram af stjórnmálamönnum, þvert á strauma markaðarins. En hefur einhver heyrt um einkaaðila sem vildi byggja lágt hús í miðbænum en stjórnmálamennirnir gripu í taumana og létu hann hækka það? Nei, því það gerist aldrei.Hægrimenn eiga að rukka Það er í raun alveg ótrúlegt hvað sumir eru tilbúnir að tala fyrir frjálsum markaði í annarra manna garði en vilja samt bara hömlulausa ríkisstyrki þegar kemur að þeirra eigin. Eru bílastæðin full? Byggjum fleiri. Eru þau enn þá full? Látum fólk keyra í hringi frekar en að láta það borga. Vantar skammtímastæði? Setjum hámark á það hvað hver má leggja lengi í einu. Sem sagt: Ríkisútgjöld, biðraðir, skömmtun. Allt nema að láta fólk borga. Því það væri svo slæmt. Það væri svo mikil refsing. Það væri svo mikill kommúnismi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun
Ég vinn í miðbænum. Ég kem stundum á bíl í vinnuna. Fyrir 300 krónur get ég lagt bílnum mínum í meira en sólarhring. Ef ég kaupi nokkra daga í senn lækkar gjaldið enn frekar. Þá er hægt að fá vikuna á undir 1.000 kr. Þúsundkall á viku... Getur einhver virkilega haldið því fram að það sé verið að refsa mér? Nei, grínlaust. Þrjú hundruð krónur dagurinn. Hvað get ég fengið fyrir 300 kall? Nánast ekkert annað í miðbænum mun kosta mig svona lítið. Ekki kókflaska. Snobbað soja latte í götumáli? Tvöfalt meira. Hádegismatur? Fjórfalt meira. Klipping? Tuttugu sinnum meira. Að leggja í miðbæ Reykjavíkur er eiginlega einhver sú ódýrasta afþreying sem Ísland hefur upp á að bjóða. Bílastæðaplanið sem ég legg á geymir að jafnaði svona tuttugu bíla. Ég mældi það í Borgarvefsjánni, það reyndist vera 1.400 fermetrar. Mér reiknast því til að borgin ávaxti hvern fermetra á þessari lóð sinni um heilar 4 krónur hvern virkan dag. Samt er eins og sumir segi: „Sveiattan! Fjórar krónur! Á ég að borga þessar fjórar krónur á fermetra? Sjálfur? Með mínum eigin peningum? Nei, auðvitað eiga útsvarsgreiðendur í Reykjavík að borga þær!“Leyfið mér að borga Auðvitað er enginn að refsa mér. Með því að selja þetta verðmæta byggingarland, sem ég fæ nú að nota sem niðurgreitt einkabílastæði, gæti Reykjavíkurborg fengið margfalt hærri ávöxtun en þessar 4 krónur á fermetra á dag. En nei, hún kýs að leigja mér landið á þessu undirmálsverði. Þetta er engin refsing. Þetta eru fríðindi. Meðan ég man: Takk, skattgreiðendur í Reykjavík. Ég er ekki bara að berjast gegn því að bílastæði í bænum séu ókeypis af einhverri hugsjón. Jú, ég vil að fólk borgi fyrir þá þjónustu sem það fær og, jú, ég held að gjaldtakan hafi gríðarlega jákvæð áhrif á miðbæinn. En það er líka heilmikil eigingirni í þessari afstöðu minni. Ég gæti spurt mig: Væri það betra fyrir mig ef bílastæðið sem ég að jafnaði nota væri ókeypis? Nei, þá væri það síður laust. Væri betra ef ég fengi klukku í rúðuna og gæti lagt frítt í tvo tíma? Nei, því ég hef ekki áhuga á því að leggja í tvo tíma heldur að fá að leggja í heilan vinnudag. Það hentar mér bara betur að borga fyrir þessa þjónustu. Þannig að: Í guðanna bænum, leyfið mér bara að borga bílastæðið og látið vasa samskattborgara minna í friði. Ein hugmynd væri auðvitað að selja þessi stæði á markaðsverði. Ef einhverjir kaupmenn vilja þá kaupa þau og leyfa sínum viðskiptavinum að leggja í þau frítt þá er ekkert að því. Ef einhverjir aðrir vilja kaupa slík bílastæði í massavís og reka bílastæðaþjónustu þá væri það líka hið besta mál. Loks, ef einhver vill kaupa lóð eins og þá sem ég fæ að leggja á og byggja þar hús þá ætti hann líka að fá gera það, í takt við lög og heilbrigða skynsemi. Líklegast myndu mjög margir reyna það. Lóðir í miðbænum eru eftirsóttar. Stundum mætti halda að þétting byggðar væri drifin áfram af stjórnmálamönnum, þvert á strauma markaðarins. En hefur einhver heyrt um einkaaðila sem vildi byggja lágt hús í miðbænum en stjórnmálamennirnir gripu í taumana og létu hann hækka það? Nei, því það gerist aldrei.Hægrimenn eiga að rukka Það er í raun alveg ótrúlegt hvað sumir eru tilbúnir að tala fyrir frjálsum markaði í annarra manna garði en vilja samt bara hömlulausa ríkisstyrki þegar kemur að þeirra eigin. Eru bílastæðin full? Byggjum fleiri. Eru þau enn þá full? Látum fólk keyra í hringi frekar en að láta það borga. Vantar skammtímastæði? Setjum hámark á það hvað hver má leggja lengi í einu. Sem sagt: Ríkisútgjöld, biðraðir, skömmtun. Allt nema að láta fólk borga. Því það væri svo slæmt. Það væri svo mikil refsing. Það væri svo mikill kommúnismi.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun