Ævintýramennska Þorsteinn Pálsson skrifar 9. nóvember 2013 06:00 Utanríkisráðherra sagði nýlega í viðtali við Bloomberg-fréttastofuna frá þeirri heitu ósk sinni að Ísland gengi aldrei í Evrópusambandið. Í stað þess lýsti hann áformum um að efla samvinnu við Kína. Þessi yfirlýsing er í góðu samræmi við stjórnarsáttmálann. Þar er vestræn samvinna hvergi nefnd þó að hún hafi verið kjölfestan í utanríkispólitík landsins í áratugi. Að sönnu eru engin áform um að hrófla við stöðu Íslands í Atlantshafsbandalaginu og á innri markaðnum. Önnur ályktun verður þó ekki dregin en að leggja eigi ríkari áherslu á að bindast Kína en að rækta og dýpka vestrænt samstarf. Þessi ásetningur að leita nýrra bandamanna í austurvegi hefur sætt harðri gagnrýni samherja utanríkisráðherrans í andstöðunni vð Evrópusambandsaðild á fréttavefnum Evrópuvaktinni. Þar eru Kínaáformin sögð vera ævintýramennska sem brýnt sé að stöðva líkt og aðildarumsóknina. Þau eru enn fremur sögð sanna nauðsyn þess að utanríkisþjónustan og nánasta ráðgjafalið utanríkisráðherra hafi jarðsamband þegar fjallað er um stöðu Íslands í umheiminum. Furðu sætir að slík gagnrýni skuli ekki hafa verið rædd á Alþingi. Þar hefur þó verið stofnað til umræðna af minna tilefni en því að litið sé svo á að ævintýramennska ráði því striki sem siglt er eftir í leit að nýjum bandamönnum í alþjóðlegri samvinnu.Raunsæi utanríkisráðherra Hvað sem líður réttmæti þeirrar gagnrýni sem stuðningsmenn utanríkisráðherrans í Evrópuandstöðunni hafa beint að honum verður ekki fram hjá því litið að í afstöðu hans birtist ákveðið raunsæi sem margir loka augunum fyrir. Tvennt þarf að hafa í huga í því sambandi. Eitt er að til þess að bæta samkeppnisstöðu landsins þarf að stíga ný skref í alþjóðasamvinnu. Óbreytt staða þýðir að vaxtarmöguleikar í útflutningi verða þrengri en ella. Annað er að litlar líkur eru á að unnt verði að aflétta gjaldeyrishöftum nema í alþjóðlegri samvinnu. Ætla má að utanríkisráðherra sjái þetta. Hann hefur hins vegar girt fyrir að ganga megi lengra í Evrópusamstarfinu. Þá hafnar hann þeim möguleika að tengjast væntanlegum fríverslunarsamningi Bandaríkjanna og Evrópu eftir þeirri leið sem beinast liggur við. Jafnframt lagði flokkur hans til á síðasta kjörtímabili að samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn yrði slitið. Ekki er því líklegt að þangað verði leitað eftir aðstoð við að aflétta höftum. Þegar þannig er búið að loka öllum leiðum á grundvelli þess alþjóðlega samstarfs sem Ísland hefur byggt á fram til þessa eru góð ráð dýr. Fátt annað er þá til ráða en að ganga í smiðju til forseta Íslands og fylgja hugmyndum hans um nánara samstarf við Kína og Indland í stað Evrópu og Bandaríkjanna. Utanríkisráðherra hefur ekki rökrætt hér á heimavettvangi þá skýru kosti sem fyrir hendi eru í þessu efni. En þegar hann mætir erlendum blaðamönnum veit hann að ekki dugir annað en að segja hvað eigi að koma í staðinn fyrir þær leiðir sem búið er að útiloka. Hann finnur að á þeim umræðuvettvangi er óbreytt ástand ekki gilt svar. Bloomberg-viðtalið dregur þannig fram að við þurfum að stíga ný skref og velja milli tveggja leiða.Óraunsæi utanríkisráðherra Á hinn bóginn er það fullkomið óraunsæi að samkeppnisstaða Íslands styrkist með því að gera Kínverja að aðalbandamönnum í stað Evrópu og Bandaríkjanna. Samkeppnisstaða Kínverja byggir á lágu gengi gjaldmiðils þeirra og lágum launum. Til þess að bæta samkeppnisstöðu landsins á þeim markaði þarf því að rýra lífskjörin á Íslandi enn frekar. Raunverulegu fullveldi þjóðarinnar er einnig meiri hætta búin. Evrópa og Bandaríkin ætla að bæta samkeppnisstöðu sína gagnvart nýmarkaðsríkjunum með frekara afnámi viðskiptahindrana til þess að komast hjá því að færa lífskjörin niður. Það er metnaðarfull leið. Engin gild rök standa til þess að fylgja ekki þeim þjóðum sem við höfum lengst af átt mest samstarf við á þeirri braut með það keppikefli að halda sambærilegum lífskjörum. Þó að við þurfum að velja á milli tveggja kosta um bandamenn er ekki þar með sagt að markaðsstarf okkar einskorðist við þá. Á fyrstu tíu árunum eftir inngöngu Finna í Evrópusambandið jókst útflutningur þeirra meir til ríkja utan bandalagsins en innan þess. Evrópusamstarfið er þannig öruggur og mikilvægur stökkpallur inn á ný markaðssvæði. Kínaleiðangri utanríkisráðherra er rétt lýst sem ævintýramennsku. En hitt er líka háskaleikur að hafna dýpri og nánari samvinnu við Evrópu og þrengja með því möguleika á þátttöku í fríverslunarviðræðunum við Bandaríkin; svo ekki sé talað um möguleikana á að taka upp mynt sem er gjaldgeng á frjálsum markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Utanríkisráðherra sagði nýlega í viðtali við Bloomberg-fréttastofuna frá þeirri heitu ósk sinni að Ísland gengi aldrei í Evrópusambandið. Í stað þess lýsti hann áformum um að efla samvinnu við Kína. Þessi yfirlýsing er í góðu samræmi við stjórnarsáttmálann. Þar er vestræn samvinna hvergi nefnd þó að hún hafi verið kjölfestan í utanríkispólitík landsins í áratugi. Að sönnu eru engin áform um að hrófla við stöðu Íslands í Atlantshafsbandalaginu og á innri markaðnum. Önnur ályktun verður þó ekki dregin en að leggja eigi ríkari áherslu á að bindast Kína en að rækta og dýpka vestrænt samstarf. Þessi ásetningur að leita nýrra bandamanna í austurvegi hefur sætt harðri gagnrýni samherja utanríkisráðherrans í andstöðunni vð Evrópusambandsaðild á fréttavefnum Evrópuvaktinni. Þar eru Kínaáformin sögð vera ævintýramennska sem brýnt sé að stöðva líkt og aðildarumsóknina. Þau eru enn fremur sögð sanna nauðsyn þess að utanríkisþjónustan og nánasta ráðgjafalið utanríkisráðherra hafi jarðsamband þegar fjallað er um stöðu Íslands í umheiminum. Furðu sætir að slík gagnrýni skuli ekki hafa verið rædd á Alþingi. Þar hefur þó verið stofnað til umræðna af minna tilefni en því að litið sé svo á að ævintýramennska ráði því striki sem siglt er eftir í leit að nýjum bandamönnum í alþjóðlegri samvinnu.Raunsæi utanríkisráðherra Hvað sem líður réttmæti þeirrar gagnrýni sem stuðningsmenn utanríkisráðherrans í Evrópuandstöðunni hafa beint að honum verður ekki fram hjá því litið að í afstöðu hans birtist ákveðið raunsæi sem margir loka augunum fyrir. Tvennt þarf að hafa í huga í því sambandi. Eitt er að til þess að bæta samkeppnisstöðu landsins þarf að stíga ný skref í alþjóðasamvinnu. Óbreytt staða þýðir að vaxtarmöguleikar í útflutningi verða þrengri en ella. Annað er að litlar líkur eru á að unnt verði að aflétta gjaldeyrishöftum nema í alþjóðlegri samvinnu. Ætla má að utanríkisráðherra sjái þetta. Hann hefur hins vegar girt fyrir að ganga megi lengra í Evrópusamstarfinu. Þá hafnar hann þeim möguleika að tengjast væntanlegum fríverslunarsamningi Bandaríkjanna og Evrópu eftir þeirri leið sem beinast liggur við. Jafnframt lagði flokkur hans til á síðasta kjörtímabili að samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn yrði slitið. Ekki er því líklegt að þangað verði leitað eftir aðstoð við að aflétta höftum. Þegar þannig er búið að loka öllum leiðum á grundvelli þess alþjóðlega samstarfs sem Ísland hefur byggt á fram til þessa eru góð ráð dýr. Fátt annað er þá til ráða en að ganga í smiðju til forseta Íslands og fylgja hugmyndum hans um nánara samstarf við Kína og Indland í stað Evrópu og Bandaríkjanna. Utanríkisráðherra hefur ekki rökrætt hér á heimavettvangi þá skýru kosti sem fyrir hendi eru í þessu efni. En þegar hann mætir erlendum blaðamönnum veit hann að ekki dugir annað en að segja hvað eigi að koma í staðinn fyrir þær leiðir sem búið er að útiloka. Hann finnur að á þeim umræðuvettvangi er óbreytt ástand ekki gilt svar. Bloomberg-viðtalið dregur þannig fram að við þurfum að stíga ný skref og velja milli tveggja leiða.Óraunsæi utanríkisráðherra Á hinn bóginn er það fullkomið óraunsæi að samkeppnisstaða Íslands styrkist með því að gera Kínverja að aðalbandamönnum í stað Evrópu og Bandaríkjanna. Samkeppnisstaða Kínverja byggir á lágu gengi gjaldmiðils þeirra og lágum launum. Til þess að bæta samkeppnisstöðu landsins á þeim markaði þarf því að rýra lífskjörin á Íslandi enn frekar. Raunverulegu fullveldi þjóðarinnar er einnig meiri hætta búin. Evrópa og Bandaríkin ætla að bæta samkeppnisstöðu sína gagnvart nýmarkaðsríkjunum með frekara afnámi viðskiptahindrana til þess að komast hjá því að færa lífskjörin niður. Það er metnaðarfull leið. Engin gild rök standa til þess að fylgja ekki þeim þjóðum sem við höfum lengst af átt mest samstarf við á þeirri braut með það keppikefli að halda sambærilegum lífskjörum. Þó að við þurfum að velja á milli tveggja kosta um bandamenn er ekki þar með sagt að markaðsstarf okkar einskorðist við þá. Á fyrstu tíu árunum eftir inngöngu Finna í Evrópusambandið jókst útflutningur þeirra meir til ríkja utan bandalagsins en innan þess. Evrópusamstarfið er þannig öruggur og mikilvægur stökkpallur inn á ný markaðssvæði. Kínaleiðangri utanríkisráðherra er rétt lýst sem ævintýramennsku. En hitt er líka háskaleikur að hafna dýpri og nánari samvinnu við Evrópu og þrengja með því möguleika á þátttöku í fríverslunarviðræðunum við Bandaríkin; svo ekki sé talað um möguleikana á að taka upp mynt sem er gjaldgeng á frjálsum markaði.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun