Tónlist

Helena drífur upp ball í Súlnasal

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hún byrjaði tíu ára að syngja opinberlega og er enn að.
Hún byrjaði tíu ára að syngja opinberlega og er enn að. Mynd/Auðunn
„Ég ætla að fara yfir ferilinn í tónum og tali,“ segir Helena Eyjólfsdóttir söngkona um efni tónleikanna í Súlnasal Hótel Sögu á laugardagskvöldið. Af nógu er að taka því ófáar dægurperlur hefur hún sungið um ævina.

Yfirskrift tónleikanna er Syngjandi í sextíu ár enda byrjaði Helena að syngja opinberlega um tíu ára aldur og hefur því staðið á sviðinu í um sex áratugi.

Með Helenu í Súlnasalnum verður einvalalið tónlistarmanna sem hún hefur unnið með í gegnum tíðina; Jón Rafnsson bassaleikari, Sigurður Flosason blásturshljóðfæraleikari, Árni Ketill Friðriksson trommuleikari, Gunnar Gunnarsson hljómborðsleikari, Friðrik Bjarnason gítarleikari, Brynleifur Hallsson gítarleikari og Grímur Sigurðsson gítar-, bassa- og trompetleikari. Söngvarar með Helenu verða Þorvaldur Halldórsson og Alfreð Almarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.