Stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr Guðmundur Andri Thorsson skrifar 4. nóvember 2013 07:00 Sem stjórnmálamaður snerist Jón Gnarr ekki um vinstri og hægri – frekar um hingað og þangað. Hann færði stjórnmál aftur hingað eftir að þau höfðu verið „þar“: Sérfag sérstakrar stéttar í sérstakri vídd: það þurfti að minnsta kosti MPA-próf til svo mikið sem reyna að hugsa um stjórnmál – og samt snúast stjórnmál um einfalda hluti, nokkur grundvallaratriði: hvernig á líf okkar að vera, hvernig á að ráðstafa sameiginlegum fjármunum, hvernig á að skipta afrakstrinum af þeim arði sem verður til?Enginn trúður Jón Gnarr færði okkur á ný einstaklinginn í stjórnmálin, gott ef ekki sjálfa mennskuna. Ég held að það sé ekki rétt hjá þeim klára manni Goddi þegar hann segir í DV að Jón hafi alltaf verið trúður og sem slíkur sagt satt, og við kjósendur litið á hann sem einhvers konar trúð sem kemur sannleikanum á framfæri með öfugmælum og fíflalátum. Fíflið í Lé konungi er ekki valdamaður heldur samviska hins æra valdamanns – og svolítið annar handleggur en trúðar eru almennt. Ég held að almennt talað séu trúðar ekkert endilega meiri boðberar sannleikans en til dæmis blikksmiðir eða hárgreiðslufólk – öðru nær: í alkóhólískum fræðum er það trúðurinn í fjölskyldunni sem telur það hlutverk sitt að breiða yfir sannleikann með gleðilátum og við þekkjum það samfélagslega hlutverk trúðanna að draga athygli til sín frá þeim sem raunverulega eru eitthvað að aðhafast: þannig hafa báðir ríkisstjórnarflokkar sérstakt fólk í slíkum glennum um þessar mundir, nefnum engin nöfn. En fyrst og fremst held ég að Jón Gnarr hafi ekki nálgast verkefnið sem trúður – eða við upplifað hann þannig. Hvernig þá? Tja, eiginlega bara sem Jón Gnarr. Hann er ekki eins og neinn annar. Þegar maður les Sjóræningjann hans skynjar maður að hann upplifir alla tíð eigin sérstöðu mjög sterkt; finnst hann vera öðruvísi en aðrir og það sem meira er: leggur alla tíð rækt við eigin einkenni, en reynir ekki að falla inn í fjöldann. Að sjálfsögðu er hann oft mjög fyndinn, bæði í skrifum sínum og leik og svo lætur hann líka oft eins og fífl en hvorugt gerir hann í sjálfu sér að þeim trúði sem Goddur virðist sjá fyrir sér. Aðrir hafa talað um að borgarstjóratíð Jóns Gnarr hafi verið einhvers konar „póstmódernískur gjörningur“. Því ekki það? Ég skil hvorugt orðið og þá segir maður bara jamm. Samt finnst mér einhvern veginn að slíkt tal sé fallið til þess að draga athygli frá því sem kannski sætti ekki síst tíðindum við framboð Besta flokksins og frammistöðu á kjörtímabilinu: þetta er hópur listafólks og annarra sem hafa tamið sér að reyna að koma auga á sniðugar og óhefðbundnar lausnir á vandamálum sem upp koma – hópur fólks sem tamið hefur sér að „hugsa út fyrir rammann“ – en það sem einkenndi stjórn borgarinnar var hvernig þau hugsuðu „inn í rammann“, hversu jarðbundin hún var, laus við loftkastalasmíðar í orkumálum og loforðasukk. Og hitt sem vakti athygli manns var hugsjónafestan. Herskip voru ekki velkomin í Reykjavíkurhöfn vegna þess að borgarstjórinn var friðarsinni. Einræðisstjórninni í Peking var gerð rækileg grein fyrir skoðunum borgarstjórans á málfrelsi. Ofsækjendur samkynhneigðra – hvort sem þeir voru færeyskir vinir eða borgarstjórnarmenn í Moskvu – fengu skýr skilaboð frá Reykjavík um að slíkum ofsóknum skuli hætt eigi eðlileg samskipti að ríkja. Og þannig má áfram telja. Hugsjónir, kærleiksboðskapur, virðing, réttindabarátta – um þetta snúast stjórnmál líka.Listamaðurinn eða stjórnmálamaðurinn Maður hlustaði stundum á Tvíhöfða hér á árunum áður á leið í vinnu á morgnana, milli átta og níu, á meðan þeir voru bara að spjalla, Sigurjón og Jón og þá heyrði maður iðulega í spunanum hvernig Jón hugsar – hversu snjall hann er í því að láta hugann reika. Hann spyr um það sem á að heita á allra vitorði. Hann breytir því sem á að vera almenn þekking. Hann bullar. Hann flýgur. En með bullinu nær hann að horfa á viðfangsefnið alveg ferskum og nýjum augum svo að jafnvel kann að blasa við einfaldur sannleikur – eða kannski öllu heldur: einföld lygi sem við höfðum öll trúað. Þannig var hann í útvarpinu. Þannig listamaður er Jón Gnarr. Maður sá hann stundum í viðtölum þegar hann var spurður um kannski gatnagerð eða þvíumlíkt, hvernig hann ók sér öllum til og augun hvörfluðu hingað og þangað vegna þess að hann var augljóslega með hugann fullan af fáránlegum svörum og fáránlegum spuna um það sem spurt var um – gat valið úr leiðum að fara með samtalið – maður sá sálarstríðið á meðan hann var að hugsa upp svarið, en svo þegar það kom þá var það ekki endilega neitt sniðugt, ekkert bull, engar fjarstæður, ekkert af því sem áreiðanlega hefur komið fyrst í hugann heldur reyndi hann ævinlega að svara eftir því sem hann vissi sannast og réttast um málið og ef hann vissi ekkert um það þá sagði hann það. Þannig stjórnmálamaður var hann. Hann reyndi alltaf að segja satt. Hann færði okkur einstaklinginn inn í stjórnmálin umfram orðagjálfrið. Sem stjórnmálamaður var hann fulltrúi okkar. En á endanum var þetta hlutverk – að vera stjórnmálamaður – eflaust orðin þung byrði fyrir flugmanninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Sem stjórnmálamaður snerist Jón Gnarr ekki um vinstri og hægri – frekar um hingað og þangað. Hann færði stjórnmál aftur hingað eftir að þau höfðu verið „þar“: Sérfag sérstakrar stéttar í sérstakri vídd: það þurfti að minnsta kosti MPA-próf til svo mikið sem reyna að hugsa um stjórnmál – og samt snúast stjórnmál um einfalda hluti, nokkur grundvallaratriði: hvernig á líf okkar að vera, hvernig á að ráðstafa sameiginlegum fjármunum, hvernig á að skipta afrakstrinum af þeim arði sem verður til?Enginn trúður Jón Gnarr færði okkur á ný einstaklinginn í stjórnmálin, gott ef ekki sjálfa mennskuna. Ég held að það sé ekki rétt hjá þeim klára manni Goddi þegar hann segir í DV að Jón hafi alltaf verið trúður og sem slíkur sagt satt, og við kjósendur litið á hann sem einhvers konar trúð sem kemur sannleikanum á framfæri með öfugmælum og fíflalátum. Fíflið í Lé konungi er ekki valdamaður heldur samviska hins æra valdamanns – og svolítið annar handleggur en trúðar eru almennt. Ég held að almennt talað séu trúðar ekkert endilega meiri boðberar sannleikans en til dæmis blikksmiðir eða hárgreiðslufólk – öðru nær: í alkóhólískum fræðum er það trúðurinn í fjölskyldunni sem telur það hlutverk sitt að breiða yfir sannleikann með gleðilátum og við þekkjum það samfélagslega hlutverk trúðanna að draga athygli til sín frá þeim sem raunverulega eru eitthvað að aðhafast: þannig hafa báðir ríkisstjórnarflokkar sérstakt fólk í slíkum glennum um þessar mundir, nefnum engin nöfn. En fyrst og fremst held ég að Jón Gnarr hafi ekki nálgast verkefnið sem trúður – eða við upplifað hann þannig. Hvernig þá? Tja, eiginlega bara sem Jón Gnarr. Hann er ekki eins og neinn annar. Þegar maður les Sjóræningjann hans skynjar maður að hann upplifir alla tíð eigin sérstöðu mjög sterkt; finnst hann vera öðruvísi en aðrir og það sem meira er: leggur alla tíð rækt við eigin einkenni, en reynir ekki að falla inn í fjöldann. Að sjálfsögðu er hann oft mjög fyndinn, bæði í skrifum sínum og leik og svo lætur hann líka oft eins og fífl en hvorugt gerir hann í sjálfu sér að þeim trúði sem Goddur virðist sjá fyrir sér. Aðrir hafa talað um að borgarstjóratíð Jóns Gnarr hafi verið einhvers konar „póstmódernískur gjörningur“. Því ekki það? Ég skil hvorugt orðið og þá segir maður bara jamm. Samt finnst mér einhvern veginn að slíkt tal sé fallið til þess að draga athygli frá því sem kannski sætti ekki síst tíðindum við framboð Besta flokksins og frammistöðu á kjörtímabilinu: þetta er hópur listafólks og annarra sem hafa tamið sér að reyna að koma auga á sniðugar og óhefðbundnar lausnir á vandamálum sem upp koma – hópur fólks sem tamið hefur sér að „hugsa út fyrir rammann“ – en það sem einkenndi stjórn borgarinnar var hvernig þau hugsuðu „inn í rammann“, hversu jarðbundin hún var, laus við loftkastalasmíðar í orkumálum og loforðasukk. Og hitt sem vakti athygli manns var hugsjónafestan. Herskip voru ekki velkomin í Reykjavíkurhöfn vegna þess að borgarstjórinn var friðarsinni. Einræðisstjórninni í Peking var gerð rækileg grein fyrir skoðunum borgarstjórans á málfrelsi. Ofsækjendur samkynhneigðra – hvort sem þeir voru færeyskir vinir eða borgarstjórnarmenn í Moskvu – fengu skýr skilaboð frá Reykjavík um að slíkum ofsóknum skuli hætt eigi eðlileg samskipti að ríkja. Og þannig má áfram telja. Hugsjónir, kærleiksboðskapur, virðing, réttindabarátta – um þetta snúast stjórnmál líka.Listamaðurinn eða stjórnmálamaðurinn Maður hlustaði stundum á Tvíhöfða hér á árunum áður á leið í vinnu á morgnana, milli átta og níu, á meðan þeir voru bara að spjalla, Sigurjón og Jón og þá heyrði maður iðulega í spunanum hvernig Jón hugsar – hversu snjall hann er í því að láta hugann reika. Hann spyr um það sem á að heita á allra vitorði. Hann breytir því sem á að vera almenn þekking. Hann bullar. Hann flýgur. En með bullinu nær hann að horfa á viðfangsefnið alveg ferskum og nýjum augum svo að jafnvel kann að blasa við einfaldur sannleikur – eða kannski öllu heldur: einföld lygi sem við höfðum öll trúað. Þannig var hann í útvarpinu. Þannig listamaður er Jón Gnarr. Maður sá hann stundum í viðtölum þegar hann var spurður um kannski gatnagerð eða þvíumlíkt, hvernig hann ók sér öllum til og augun hvörfluðu hingað og þangað vegna þess að hann var augljóslega með hugann fullan af fáránlegum svörum og fáránlegum spuna um það sem spurt var um – gat valið úr leiðum að fara með samtalið – maður sá sálarstríðið á meðan hann var að hugsa upp svarið, en svo þegar það kom þá var það ekki endilega neitt sniðugt, ekkert bull, engar fjarstæður, ekkert af því sem áreiðanlega hefur komið fyrst í hugann heldur reyndi hann ævinlega að svara eftir því sem hann vissi sannast og réttast um málið og ef hann vissi ekkert um það þá sagði hann það. Þannig stjórnmálamaður var hann. Hann reyndi alltaf að segja satt. Hann færði okkur einstaklinginn inn í stjórnmálin umfram orðagjálfrið. Sem stjórnmálamaður var hann fulltrúi okkar. En á endanum var þetta hlutverk – að vera stjórnmálamaður – eflaust orðin þung byrði fyrir flugmanninn.