Heilög Francisca Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2013 06:00 „Góðan daginn, Tumi minn,“ segir brosmildasta og skemmtilegasta afgreiðslukona heimsins þegar ég legg leið mína í Bónus úti á Granda. Allar mínar pælingar um hvaða peningabatterí reki hvaða stórverslun hafa skipt litlu máli undanfarin ár. Ef það er virkur dagur og ég á ferðinni á milli 12 og 19 er bleika svínið sótt heim. Útrætt mál. Krakkarnir elska að hitta Franciscu sem man nöfnin á þeim og okkur hjónunum jafnvel þótt margar vikur hafi liðið frá síðustu heimsókn. Ekki bara á okkur heldur oftar en ekki fólkinu á undan og eftir í röðinni. Brosið er alltaf á sínum stað og spurningar um líðan. Engin tilgerð. Bara góðmennska og kurteisi sem fólk lærir ekki á námskeiðum. Ekki þekki ég kaup og kjör Franciscu hjá stórversluninni en ég vona svo sannarlega að þau séu vel yfir meðallagi miðað við hvað gengur og gerist í stéttinni. Fyrir mína parta væri ég líklegri til að fara í næstu verslun ef ekki væri fyrir hina yndislegu afgreiðslukonu. Sem er líklega svo yndisleg að henni kæmi ekki til hugar að biðja um launahækkun. En hvaðan kemur þessi gleði í hjarta Franciscu sem birtist í fallegu brosi og viðmóti hennar við alla? Öll fjölskyldan í 6.000 kílómetra fjarlægð í Sambíu. Hún í tveimur störfum og ferðast Reykavík á enda í strætó til að komast til vinnu. „Guð er eina leyndarmálið! Ef ég er eitthvað hnuggin hugsa ég bara til Hans og þá verð ég glöð í hvert skipti,“ sagði Francisca í viðtali í Fréttablaðinu fyrir fjórum árum. Þrátt fyrir að vera „gjafapakkafermdur“ deili ég ekki trú á hið heilaga. Raunar hef ég verið afar gagnrýninn á flest það sem við kemur trúarbrögðum í gegnum tíðina. En þegar birtingarmynd staðfastrar trúar er hin heilaga Francisca á kassanum í Bónus, þá er guð ekkert annað en hið besta mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Tumi Daðason Tengdar fréttir Tekið sem sjálfsögðum hlut Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. 4. október 2013 06:00 Nokkrar hoppandi fótboltagórillur Ég hef aldrei kynnst öðru eins spennufalli og á þriðjudagskvöldið þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Afrek hafði unnist sem erfitt er að setja í samhengi. Það er hins vegar mikið og einstakt. 18. október 2013 00:01 Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00 Frá helvíti til himna Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. 20. september 2013 07:00 Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00 Við sigruðum þá…næstum því Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. 6. september 2013 06:00 Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00 Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24 Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
„Góðan daginn, Tumi minn,“ segir brosmildasta og skemmtilegasta afgreiðslukona heimsins þegar ég legg leið mína í Bónus úti á Granda. Allar mínar pælingar um hvaða peningabatterí reki hvaða stórverslun hafa skipt litlu máli undanfarin ár. Ef það er virkur dagur og ég á ferðinni á milli 12 og 19 er bleika svínið sótt heim. Útrætt mál. Krakkarnir elska að hitta Franciscu sem man nöfnin á þeim og okkur hjónunum jafnvel þótt margar vikur hafi liðið frá síðustu heimsókn. Ekki bara á okkur heldur oftar en ekki fólkinu á undan og eftir í röðinni. Brosið er alltaf á sínum stað og spurningar um líðan. Engin tilgerð. Bara góðmennska og kurteisi sem fólk lærir ekki á námskeiðum. Ekki þekki ég kaup og kjör Franciscu hjá stórversluninni en ég vona svo sannarlega að þau séu vel yfir meðallagi miðað við hvað gengur og gerist í stéttinni. Fyrir mína parta væri ég líklegri til að fara í næstu verslun ef ekki væri fyrir hina yndislegu afgreiðslukonu. Sem er líklega svo yndisleg að henni kæmi ekki til hugar að biðja um launahækkun. En hvaðan kemur þessi gleði í hjarta Franciscu sem birtist í fallegu brosi og viðmóti hennar við alla? Öll fjölskyldan í 6.000 kílómetra fjarlægð í Sambíu. Hún í tveimur störfum og ferðast Reykavík á enda í strætó til að komast til vinnu. „Guð er eina leyndarmálið! Ef ég er eitthvað hnuggin hugsa ég bara til Hans og þá verð ég glöð í hvert skipti,“ sagði Francisca í viðtali í Fréttablaðinu fyrir fjórum árum. Þrátt fyrir að vera „gjafapakkafermdur“ deili ég ekki trú á hið heilaga. Raunar hef ég verið afar gagnrýninn á flest það sem við kemur trúarbrögðum í gegnum tíðina. En þegar birtingarmynd staðfastrar trúar er hin heilaga Francisca á kassanum í Bónus, þá er guð ekkert annað en hið besta mál.
Tekið sem sjálfsögðum hlut Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. 4. október 2013 06:00
Nokkrar hoppandi fótboltagórillur Ég hef aldrei kynnst öðru eins spennufalli og á þriðjudagskvöldið þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Afrek hafði unnist sem erfitt er að setja í samhengi. Það er hins vegar mikið og einstakt. 18. október 2013 00:01
Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00
Frá helvíti til himna Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. 20. september 2013 07:00
Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00
Við sigruðum þá…næstum því Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. 6. september 2013 06:00
Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00
Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24