Hættir hjá Senu eftir 16 ára starf Freyr Bjarnason skrifar 31. október 2013 09:00 Eiður Arnarsson segir tímann hjá Senu hafa verið svakalega skemmtilegan. fréttablaðið/anton Eiði Arnarssyni hefur verið sagt upp sem útgáfustjóra stærstu plötuútgáfu landsins, Senu. „Það eru mjög miklar breytingar á tónlistarmörkuðum sem valda þessu. Þetta er gert í eins góðu og hægt er að gera og ég útiloka alls ekki að við eigum eftir að vinna með Eiði í framtíðinni,“ segir Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu. „Þetta er eitthvað sem menn í hans stöðu í löndunum í kringum okkur hafa verið að ganga í gegnum síðustu fimm til tíu árin. Sena er síður en svo hætt að gefa út músík og við munum kynna nýtt skipulag á næstunni.“ Eiður lætur af störfum um áramótin eftir sextán ára starf. Aðspurður segir hann tímann hjá Senu hafa verið svakalega skemmtilegan og starfið einstaklega líflegt. „Annars vegar eru endalaus forréttindi að vinna við tónlist og hins vegar að vinna við hjartans afkvæmi listamannanna, sem plöturnar gjarnan eru. Að vera treyst fyrir þessu starfi er búið að vera frábært.“ Eiður segist ætla að vinna „gjörsamlega á fullu“ til áramóta. „Auðvitað er fullt af hlutum sem maður á eftir að sakna. En að vera í sextán ár í þessu starfi er mjög langur tími. Ef markaðurinn væri stærri væri ég sennilega löngu hættur, ef það væri eðlileg „rótering“ í þessum bransa eins og gengur og gerist erlendis.“ Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Eiði Arnarssyni hefur verið sagt upp sem útgáfustjóra stærstu plötuútgáfu landsins, Senu. „Það eru mjög miklar breytingar á tónlistarmörkuðum sem valda þessu. Þetta er gert í eins góðu og hægt er að gera og ég útiloka alls ekki að við eigum eftir að vinna með Eiði í framtíðinni,“ segir Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu. „Þetta er eitthvað sem menn í hans stöðu í löndunum í kringum okkur hafa verið að ganga í gegnum síðustu fimm til tíu árin. Sena er síður en svo hætt að gefa út músík og við munum kynna nýtt skipulag á næstunni.“ Eiður lætur af störfum um áramótin eftir sextán ára starf. Aðspurður segir hann tímann hjá Senu hafa verið svakalega skemmtilegan og starfið einstaklega líflegt. „Annars vegar eru endalaus forréttindi að vinna við tónlist og hins vegar að vinna við hjartans afkvæmi listamannanna, sem plöturnar gjarnan eru. Að vera treyst fyrir þessu starfi er búið að vera frábært.“ Eiður segist ætla að vinna „gjörsamlega á fullu“ til áramóta. „Auðvitað er fullt af hlutum sem maður á eftir að sakna. En að vera í sextán ár í þessu starfi er mjög langur tími. Ef markaðurinn væri stærri væri ég sennilega löngu hættur, ef það væri eðlileg „rótering“ í þessum bransa eins og gengur og gerist erlendis.“
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira