Töframaður á sviðinu Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 31. október 2013 00:00 Aldrei minnist ég þess að hafa séð töframanni mistakast – að minnsta kosti ekki að öllu leyti. En í hvert skipti sem ég sé töframann á sviði þá smíða ég viðbragðsáætlun í höfði mínu um hvað ég myndi gera ef honum mistækist. Ég smíða þessa viðbragðsáætlun því ég vil alls ekki að honum mistakist. Það er ekki vegna þess að ég hafi áhyggjur af töframanninum sjálfum heldur hef ég frekar áhyggjur af sjálfum mér. Dæmigerð viðbragðsáætlun er til dæmis að brynja sig fyrir óförunum. Best er að stilla væntingum í hóf, vera sáttur ef töfrabragðið heppnast aðeins að hluta og helst byrja að klappa áður en bragðið er fullframið. Segja upphátt við sessunauta sína: „Nei, vá, er meira?“ þegar töframaðurinn dregur kanínu upp úr hatti sínum eftir að hafa snarað hattinum fram á töframannslegan hátt (eins og það eitt og sér væri nóg fyrir mann). Það er nefnilega hundfúlt að þurfa að standa upp og biðja um endurgreiðslu. Við erum öll stödd í leikhúsi og fyrir mörgum mánuðum var töframaður kynntur á svið. Hann heitir Sigmundur Davíð. Hann lofaði töfrabrögðum en við erum ekki enn farin að sjá þau. Allt í kringum mig er fólk að setja viðbragðsáætlun í gang. Mistök eru ómöguleg. Það er ekki hægt að sjá töframanni mistakast. Það vill enginn sjá það. Það er ekki vegna þess að við höfum áhyggjur af töframanninum Sigmundi. Það er vegna þess að við höfum áhyggjur af okkur sjálfum. Það er ömurlegt að horfa á mistök. Sérstaklega þegar hátt er reitt til höggs. Það er töframaður á sviðinu, uppábúinn í kjólfötum. Salurinn er fullur af fólki – það er uppselt – og miðaverðið var hátt. Hann stendur með hattinn sinn, honum er að mistakast og það er verulega óþægilegt að horfa á það. Það er líka óþægilegt að þurfa að standa upp á miðri sýningu og biðja um endurgreiðslu – biðja miðasölustúlkuna um eitthvað sem töframaðurinn sjálfur var búinn að lofa. Það er óþægilegt en það er að gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun
Aldrei minnist ég þess að hafa séð töframanni mistakast – að minnsta kosti ekki að öllu leyti. En í hvert skipti sem ég sé töframann á sviði þá smíða ég viðbragðsáætlun í höfði mínu um hvað ég myndi gera ef honum mistækist. Ég smíða þessa viðbragðsáætlun því ég vil alls ekki að honum mistakist. Það er ekki vegna þess að ég hafi áhyggjur af töframanninum sjálfum heldur hef ég frekar áhyggjur af sjálfum mér. Dæmigerð viðbragðsáætlun er til dæmis að brynja sig fyrir óförunum. Best er að stilla væntingum í hóf, vera sáttur ef töfrabragðið heppnast aðeins að hluta og helst byrja að klappa áður en bragðið er fullframið. Segja upphátt við sessunauta sína: „Nei, vá, er meira?“ þegar töframaðurinn dregur kanínu upp úr hatti sínum eftir að hafa snarað hattinum fram á töframannslegan hátt (eins og það eitt og sér væri nóg fyrir mann). Það er nefnilega hundfúlt að þurfa að standa upp og biðja um endurgreiðslu. Við erum öll stödd í leikhúsi og fyrir mörgum mánuðum var töframaður kynntur á svið. Hann heitir Sigmundur Davíð. Hann lofaði töfrabrögðum en við erum ekki enn farin að sjá þau. Allt í kringum mig er fólk að setja viðbragðsáætlun í gang. Mistök eru ómöguleg. Það er ekki hægt að sjá töframanni mistakast. Það vill enginn sjá það. Það er ekki vegna þess að við höfum áhyggjur af töframanninum Sigmundi. Það er vegna þess að við höfum áhyggjur af okkur sjálfum. Það er ömurlegt að horfa á mistök. Sérstaklega þegar hátt er reitt til höggs. Það er töframaður á sviðinu, uppábúinn í kjólfötum. Salurinn er fullur af fólki – það er uppselt – og miðaverðið var hátt. Hann stendur með hattinn sinn, honum er að mistakast og það er verulega óþægilegt að horfa á það. Það er líka óþægilegt að þurfa að standa upp á miðri sýningu og biðja um endurgreiðslu – biðja miðasölustúlkuna um eitthvað sem töframaðurinn sjálfur var búinn að lofa. Það er óþægilegt en það er að gerast.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun