Auðvelda leiðin Ólafur Þ. Stephensen skrifar 31. október 2013 06:00 Fjárhagsáætlunin, sem meirihluti Bezta flokksins (eða eigum við að segja Bjartrar framtíðar?) og Samfylkingarinnar leggur fram fyrir komandi kosningaár í Reykjavík gerir ráð fyrir að afgangur verði á rekstri borgarinnar. Það er gott og göfugt markmið. Hins vegar er ekki sama hvernig því er náð. Leiðin sem meirihlutinn kýs að fara er auðvelda leiðin; að senda borgarbúum reikninginn í formi gjaldskrárhækkana, sem í mörgum tilvikum eru tilfinnanlegar. Þannig hækkar gjaldskrá leikskóla um allt að ellefu prósentum og hjón munu þurfa að borga um 2.300 krónum meira á mánuði fyrir leikskólabarn. Skólamaturinn hækkar um þúsundkall á mánuði og sorphirðugjald fyrir svarta tunnu um tæpan tvöþúsundkall. S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra, segir í Fréttablaðinu í gær að það hafi orðið „ákveðin vísitöluhækkun“ en mikið af þessum gjaldskrárhækkunum er augljóslega langt umfram verðbólgu. Fyrir nú utan það að þeir sem hækka gjaldskrár og réttlæta það með vísitölunni, stuðla að því að vísitalan hækki enn meira, verðbólgubálið brenni heldur glaðlegar og höfuðstóll húsnæðisskuldanna okkar hækki. Það er í rauninni uppgjöf fyrir verkefni borgarstjórnarinnar að velta þannig vandanum yfir á borgarbúa. Það verða heimilin í borginni, ekki sízt barnafjölskyldurnar, sem munu þurfa að hagræða í sínum rekstri í stað þess að borgin taki til í sínum. Útsvarið er komið í topp og þá er gripið til þess ráðs að hækka gjöld fyrir þjónustu. Það er borgarbúum ósköp lítil huggun þótt borgarstjórinn segi að gjaldskrár borgarinnar séu með þeim lægstu hjá sveitarfélögum í landinu. Þúsundkallarnir sem þeir missa úr veskinu eru alveg jafnfjarverandi í heimilisbókhaldinu. Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, vísar í Fréttablaðinu í gær til útreikninga sem sýna að fjölskylda með þrjú börn muni á næsta ári þurfa að borga 440 þúsund krónum meira í skatta og gjöld til borgarinnar en hún gerði í upphafi kjörtímabilsins. Flesta munar nú bara talsvert um þá upphæð. Þessi vinnubrögð eru til marks um að sú gagnrýni er réttmæt, að hjá meirihlutanum sé stefnan óskýr og forgangsröðin ekki á hreinu. Hann vilji bara gera alls konar og ekki taka erfiðar ákvarðanir um hvort eitthvað af því þurfi að mæta afgangi, heldur rukka borgarbúa um það sem á vantar. Það er mikið til í því sem Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í grein í Fréttablaðinu í gær, að líklega myndi það hjálpa ef borgarfulltrúar þyrftu augliti til auglitis að taka við skattpeningunum úr hendi skattgreiðenda í borginni. Það er nefnilega svo dæmalaust auðvelt að senda bara út aðeins hærri reikninga til hins andlitslausa fjölda. „Það væri ekki eins auðvelt að biðja borgarbúa að koma aftur í Ráðhúsið og standa aftur í röð til að borga aðeins meira – og líklegra að kerfið myndi rýna tölurnar betur til að þurfa ekki að biðja þá um það,“ skrifar Hildur. Jafnvel í nýjum tíuþúsundköllum væri það býsna þykkt seðlabúnt sem fjölskyldufólk í borginni þyrfti að koma með í Ráðhúsið til að mæta skatta- og gjaldahækkunum á kjörtímabilinu. Það er ekki til marks um góða fjármálastjórn, þótt látið sé í annað skína. Þvert á móti var auðvelda leiðin farin – fyrir kerfið og pólitíkusana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun
Fjárhagsáætlunin, sem meirihluti Bezta flokksins (eða eigum við að segja Bjartrar framtíðar?) og Samfylkingarinnar leggur fram fyrir komandi kosningaár í Reykjavík gerir ráð fyrir að afgangur verði á rekstri borgarinnar. Það er gott og göfugt markmið. Hins vegar er ekki sama hvernig því er náð. Leiðin sem meirihlutinn kýs að fara er auðvelda leiðin; að senda borgarbúum reikninginn í formi gjaldskrárhækkana, sem í mörgum tilvikum eru tilfinnanlegar. Þannig hækkar gjaldskrá leikskóla um allt að ellefu prósentum og hjón munu þurfa að borga um 2.300 krónum meira á mánuði fyrir leikskólabarn. Skólamaturinn hækkar um þúsundkall á mánuði og sorphirðugjald fyrir svarta tunnu um tæpan tvöþúsundkall. S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra, segir í Fréttablaðinu í gær að það hafi orðið „ákveðin vísitöluhækkun“ en mikið af þessum gjaldskrárhækkunum er augljóslega langt umfram verðbólgu. Fyrir nú utan það að þeir sem hækka gjaldskrár og réttlæta það með vísitölunni, stuðla að því að vísitalan hækki enn meira, verðbólgubálið brenni heldur glaðlegar og höfuðstóll húsnæðisskuldanna okkar hækki. Það er í rauninni uppgjöf fyrir verkefni borgarstjórnarinnar að velta þannig vandanum yfir á borgarbúa. Það verða heimilin í borginni, ekki sízt barnafjölskyldurnar, sem munu þurfa að hagræða í sínum rekstri í stað þess að borgin taki til í sínum. Útsvarið er komið í topp og þá er gripið til þess ráðs að hækka gjöld fyrir þjónustu. Það er borgarbúum ósköp lítil huggun þótt borgarstjórinn segi að gjaldskrár borgarinnar séu með þeim lægstu hjá sveitarfélögum í landinu. Þúsundkallarnir sem þeir missa úr veskinu eru alveg jafnfjarverandi í heimilisbókhaldinu. Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, vísar í Fréttablaðinu í gær til útreikninga sem sýna að fjölskylda með þrjú börn muni á næsta ári þurfa að borga 440 þúsund krónum meira í skatta og gjöld til borgarinnar en hún gerði í upphafi kjörtímabilsins. Flesta munar nú bara talsvert um þá upphæð. Þessi vinnubrögð eru til marks um að sú gagnrýni er réttmæt, að hjá meirihlutanum sé stefnan óskýr og forgangsröðin ekki á hreinu. Hann vilji bara gera alls konar og ekki taka erfiðar ákvarðanir um hvort eitthvað af því þurfi að mæta afgangi, heldur rukka borgarbúa um það sem á vantar. Það er mikið til í því sem Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í grein í Fréttablaðinu í gær, að líklega myndi það hjálpa ef borgarfulltrúar þyrftu augliti til auglitis að taka við skattpeningunum úr hendi skattgreiðenda í borginni. Það er nefnilega svo dæmalaust auðvelt að senda bara út aðeins hærri reikninga til hins andlitslausa fjölda. „Það væri ekki eins auðvelt að biðja borgarbúa að koma aftur í Ráðhúsið og standa aftur í röð til að borga aðeins meira – og líklegra að kerfið myndi rýna tölurnar betur til að þurfa ekki að biðja þá um það,“ skrifar Hildur. Jafnvel í nýjum tíuþúsundköllum væri það býsna þykkt seðlabúnt sem fjölskyldufólk í borginni þyrfti að koma með í Ráðhúsið til að mæta skatta- og gjaldahækkunum á kjörtímabilinu. Það er ekki til marks um góða fjármálastjórn, þótt látið sé í annað skína. Þvert á móti var auðvelda leiðin farin – fyrir kerfið og pólitíkusana.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun