Agatha Christie á Íslandi Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 31. október 2013 10:00 Andköf eftir Ragnar Jónasson Bækur: Andköf Ragnar Jónasson Veröld Andköf er fjórða glæpasaga Ragnars Jónassonar, en hann hefur einnig þýtt nokkrar skáldsögur, meðal annars eftir Agöthu Christie. Og það er ekki laust við að áhrif frá þeirri gömlu drottningu glæpasögunnar sjáist víða í þessari nýjustu sögu Ragnars. Sögusviðið er afskekkt vitavarðarhús norður í Kálfshamarsvík sem er engu líkara en gegni hlutverki herragarðs í einni af sögum Agöthu. Þar býr einhleypur milljónamæringur ásamt þjónustufólki, gömlum systkinum sem hefur dagað þar uppi. Í upphafi sögu kemur ung kona úr fortíðinni í heimsókn. Hún heitir Ásta og ólst upp í húsinu en hefur ekki komið þangað lengi. Einnig kemur við sögu ungur og kvensamur bóndi af næsta bæ. Allt þetta fólk tengist missterkum böndum og á sameiginlegar minningar um hörmulega atburði sem gerðust á staðnum, öll eiga þau leyndarmál sem afhjúpast í rás sögunnar. Morguninn eftir að Ásta kemur finnst eitt þeirra látið í fjörugrjóti undir klettum skammt frá húsinu og þá fer af stað klassísk morðgáta þar sem þeir einir liggja undir grun sem voru staddir í húsinu kvöldið áður. Semsagt: það er engu líkara en hér sé búið að flytja umhverfi og persónur úr sögu af Hercule Poirot eða fröken Marple inn í íslenskan samtíma og bæta við DNA-rannsóknum, tölvum og lögreglumönnum sem glíma við það eilífðarverkefni að samþætta einkalíf og starf. Rannsóknin er í höndum lögreglumannanna Ara Þórs og Tómasar sem lesendur þekkja úr fyrri sögum Ragnars – Ari Þór á von á sínu fyrsta barni og Tómas glímir við erfiðleika í hjónabandinu. Sagan er semsagt ekki frumleg og morðgátan sjálf reynist vera fremur fyrirsjáanleg, bæði það hver morðinginn er og hvað rekur hann til þess að drepa er lesandanum löngu ljóst áður en yngri lögreglumaðurinn, Ari Þór, leggur saman tvo og tvo eftir að hann verður fyrir óvæntri hugljómun sem er algerlega eftir uppskrift frá Hercule Poirot. Stíll sögunnar er einkennilega gamaldags og minnir oft á gamlar þýðingar á glæpasögum. Þetta þarf ekki að vera alslæmt en virkar einkennilega hér. Ekki síst vegna þess að það er enginn munur á frásögn sögumannsins annars vegar og samtölum persónanna hins vegar. Það verður næstum því kómískt á köflum að lesa samtölin sem eiga að vera á milli fólks í nútímanum en eru alltaf eins og upp úr gamalli bók. Auðvitað er ekkert að því að höfundar verði fyrir áhrifum frá þeim sem á undan komu og glæpasögur þurfa ekki að vera frumlegar eða nýstárlegar til að virka. En þessi saga er eiginlega frekar stæling eða staðfærsla en skapandi úrvinnsla úr áhrifum.Niðurstaða: Gamaldags glæpasaga með fyrirsjáanlegri fléttu, skrifuð í þunglamalegum stíl. Gagnrýni Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: Andköf Ragnar Jónasson Veröld Andköf er fjórða glæpasaga Ragnars Jónassonar, en hann hefur einnig þýtt nokkrar skáldsögur, meðal annars eftir Agöthu Christie. Og það er ekki laust við að áhrif frá þeirri gömlu drottningu glæpasögunnar sjáist víða í þessari nýjustu sögu Ragnars. Sögusviðið er afskekkt vitavarðarhús norður í Kálfshamarsvík sem er engu líkara en gegni hlutverki herragarðs í einni af sögum Agöthu. Þar býr einhleypur milljónamæringur ásamt þjónustufólki, gömlum systkinum sem hefur dagað þar uppi. Í upphafi sögu kemur ung kona úr fortíðinni í heimsókn. Hún heitir Ásta og ólst upp í húsinu en hefur ekki komið þangað lengi. Einnig kemur við sögu ungur og kvensamur bóndi af næsta bæ. Allt þetta fólk tengist missterkum böndum og á sameiginlegar minningar um hörmulega atburði sem gerðust á staðnum, öll eiga þau leyndarmál sem afhjúpast í rás sögunnar. Morguninn eftir að Ásta kemur finnst eitt þeirra látið í fjörugrjóti undir klettum skammt frá húsinu og þá fer af stað klassísk morðgáta þar sem þeir einir liggja undir grun sem voru staddir í húsinu kvöldið áður. Semsagt: það er engu líkara en hér sé búið að flytja umhverfi og persónur úr sögu af Hercule Poirot eða fröken Marple inn í íslenskan samtíma og bæta við DNA-rannsóknum, tölvum og lögreglumönnum sem glíma við það eilífðarverkefni að samþætta einkalíf og starf. Rannsóknin er í höndum lögreglumannanna Ara Þórs og Tómasar sem lesendur þekkja úr fyrri sögum Ragnars – Ari Þór á von á sínu fyrsta barni og Tómas glímir við erfiðleika í hjónabandinu. Sagan er semsagt ekki frumleg og morðgátan sjálf reynist vera fremur fyrirsjáanleg, bæði það hver morðinginn er og hvað rekur hann til þess að drepa er lesandanum löngu ljóst áður en yngri lögreglumaðurinn, Ari Þór, leggur saman tvo og tvo eftir að hann verður fyrir óvæntri hugljómun sem er algerlega eftir uppskrift frá Hercule Poirot. Stíll sögunnar er einkennilega gamaldags og minnir oft á gamlar þýðingar á glæpasögum. Þetta þarf ekki að vera alslæmt en virkar einkennilega hér. Ekki síst vegna þess að það er enginn munur á frásögn sögumannsins annars vegar og samtölum persónanna hins vegar. Það verður næstum því kómískt á köflum að lesa samtölin sem eiga að vera á milli fólks í nútímanum en eru alltaf eins og upp úr gamalli bók. Auðvitað er ekkert að því að höfundar verði fyrir áhrifum frá þeim sem á undan komu og glæpasögur þurfa ekki að vera frumlegar eða nýstárlegar til að virka. En þessi saga er eiginlega frekar stæling eða staðfærsla en skapandi úrvinnsla úr áhrifum.Niðurstaða: Gamaldags glæpasaga með fyrirsjáanlegri fléttu, skrifuð í þunglamalegum stíl.
Gagnrýni Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira