Tónlist

Airwaves í Hallgrímskirkju

Freyr Bjarnason skrifar
Valgeir Sigurðsson meðlimur Bedroom Community.
Valgeir Sigurðsson meðlimur Bedroom Community. mynd/samantha west
Hallgrímskirkja verður í fyrsta sinn notuð sem tónleikastaður fyrir Airwaves-hátíðina á miðvikudagskvöld.

Þar kemur fram hópur tónlistarmanna frá útgáfunni Bedroom Community, þar á meðal Daníel Bjarnason, Valgeir Sigurðsson, James McVinnie og Ben Frost. Tónleikarnir verða utan dagskrár og er aðgangur því ókeypis.

Heimildarmyndin The Whale Watching Tour, sem inniheldur tónleika útgáfunnar í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð 2010, verður auk þess sýnd í hvalaskoðunarbátnum Eldingu við Reykjavíkurhöfn á sunnudaginn. Að sýningunni lokinni munu meðlimir Bedroom Community þeyta skífur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.