Það sem þig raunverulega langar Ólafur Þ.Stephensen skrifar 26. október 2013 06:00 Við hjá Tal viljum að internetið sé opið og aðgengilegt öllum sama hvar í heiminum þeir eru fæddir og búsettir. Við viljum að hlutirnir séu einfaldir og auðveldir í notkun og þú getir gert það sem þig raunverulega langar. Þess vegna settum við smá Lúxus í netið ykkar,“ stendur á heimasíðu fjarskiptafyrirtækisins Tals. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær, felst lúxusinn í því að viðskiptavinir Tals fái erlenda IP-tölu á internetinu, sem veitir þeim aðgang að erlendum efnisveitum á borð við Netflix og Hulu sem að öllu eðlilegu eru ekki opnar fyrir íslenzkum notendum. Ástæðan fyrir því að þær eru lokaðar er ekki tæknileg mistök eða mannvonzka. Þær eru lokaðar vegna þess að það brýtur í bága við lög um höfundarrétt að þær bjóði efni sitt fram á Íslandi. Með því að bjóða upp á þjónustu sem kemur íslenzkum neytendum í viðskiptasamband við þessar erlendu efnisveitur hvetur fjarskiptafyrirtækið þess vegna til lögbrota, þótt það vilji auðvitað ekki viðurkenna það. Höfundarréttarsamningar virka þannig að samið er um eitt markaðssvæði í einu. Þegar samið er um sölu og dreifingu t.d. hljómplötu eða kvikmyndar á tilteknu markaðssvæði fá höfundarnir og aðrir þeir sem komu að gerð listaverksins greiðslur fyrir. Af því að það væri óframkvæmanlegt að hver höfundur innheimti sjálfur greiðslur fyrir verk sín er samið við heildarsamtök rétthafa á hverju svæði. Ef verkinu er dreift á nýju markaðssvæði án þess að gera slíkan samning missa rétthafar spón úr aski sínum. Þótt fólk greiði fyrir þjónustu á borð við Netflix er þess vegna ekki þar með sagt að hún sé lögleg ef hún hefur ekki gert höfundarréttarsamninga á Íslandi. Með því að notfæra sér hana er því alveg klárlega verið að brjóta á réttindum annarra. Svo má ekki gleyma því að með því að fara Fjallabaksleiðir eins og Tal býður upp á, er verið að villa á sér heimildir. Annað fyrirtæki, Flix.is, sem býður upp á sambærilega þjónustu, er ekkert að fara í felur með það: „nafnaþjónarnir láta þig líta út eins og þú komir frá USA og Bretlandi.“ Þetta er svona dálítið eins og að selja fólki falsað nafnskírteini þannig að það komist í ríkið eða geti fengið eldriborgaraafslátt án þess að eiga rétt á því. Þegar farin er þessi krókaleið greiðir þjónustuveitandinn heldur enga skatta og skyldur á Íslandi, eins og honum ber þó að gera. Það er líka þess vegna sem Netflix og Hulu vilja ekki viðskipti við notendur með íslenzka IP-tölu; fyrirtækin vita að slíkt er ólöglegt. Það er furðulegt að íslenzk fjarskiptafyrirtæki auglýsi þjónustu eins og „Lúxusnetið“, en kannski í samræmi við þá trú sumra að á internetinu megi gera allt sem mann raunverulega langar, alveg burtséð frá lögum og reglum. Enn furðulegra er að íslenzk yfirvöld geri ekki nokkurn skapaðan hlut í málinu. Talsmaður Póst- og fjarskiptastofnunar, sem hefur eftirlit með fjarskiptafyrirtækjum, segir í Fréttablaðinu í dag að málið komi henni ekki við. Svo virðist sem skattayfirvöld og lögreglan hafi komizt að sömu niðurstöðu. Ætli það sé í samræmi við áform stjórnvalda um stuðning við skapandi greinar að skeyta engu um höfundarrétt, sem er þó forsendan fyrir því að margar listgreinar þrífast yfirleitt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Við hjá Tal viljum að internetið sé opið og aðgengilegt öllum sama hvar í heiminum þeir eru fæddir og búsettir. Við viljum að hlutirnir séu einfaldir og auðveldir í notkun og þú getir gert það sem þig raunverulega langar. Þess vegna settum við smá Lúxus í netið ykkar,“ stendur á heimasíðu fjarskiptafyrirtækisins Tals. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær, felst lúxusinn í því að viðskiptavinir Tals fái erlenda IP-tölu á internetinu, sem veitir þeim aðgang að erlendum efnisveitum á borð við Netflix og Hulu sem að öllu eðlilegu eru ekki opnar fyrir íslenzkum notendum. Ástæðan fyrir því að þær eru lokaðar er ekki tæknileg mistök eða mannvonzka. Þær eru lokaðar vegna þess að það brýtur í bága við lög um höfundarrétt að þær bjóði efni sitt fram á Íslandi. Með því að bjóða upp á þjónustu sem kemur íslenzkum neytendum í viðskiptasamband við þessar erlendu efnisveitur hvetur fjarskiptafyrirtækið þess vegna til lögbrota, þótt það vilji auðvitað ekki viðurkenna það. Höfundarréttarsamningar virka þannig að samið er um eitt markaðssvæði í einu. Þegar samið er um sölu og dreifingu t.d. hljómplötu eða kvikmyndar á tilteknu markaðssvæði fá höfundarnir og aðrir þeir sem komu að gerð listaverksins greiðslur fyrir. Af því að það væri óframkvæmanlegt að hver höfundur innheimti sjálfur greiðslur fyrir verk sín er samið við heildarsamtök rétthafa á hverju svæði. Ef verkinu er dreift á nýju markaðssvæði án þess að gera slíkan samning missa rétthafar spón úr aski sínum. Þótt fólk greiði fyrir þjónustu á borð við Netflix er þess vegna ekki þar með sagt að hún sé lögleg ef hún hefur ekki gert höfundarréttarsamninga á Íslandi. Með því að notfæra sér hana er því alveg klárlega verið að brjóta á réttindum annarra. Svo má ekki gleyma því að með því að fara Fjallabaksleiðir eins og Tal býður upp á, er verið að villa á sér heimildir. Annað fyrirtæki, Flix.is, sem býður upp á sambærilega þjónustu, er ekkert að fara í felur með það: „nafnaþjónarnir láta þig líta út eins og þú komir frá USA og Bretlandi.“ Þetta er svona dálítið eins og að selja fólki falsað nafnskírteini þannig að það komist í ríkið eða geti fengið eldriborgaraafslátt án þess að eiga rétt á því. Þegar farin er þessi krókaleið greiðir þjónustuveitandinn heldur enga skatta og skyldur á Íslandi, eins og honum ber þó að gera. Það er líka þess vegna sem Netflix og Hulu vilja ekki viðskipti við notendur með íslenzka IP-tölu; fyrirtækin vita að slíkt er ólöglegt. Það er furðulegt að íslenzk fjarskiptafyrirtæki auglýsi þjónustu eins og „Lúxusnetið“, en kannski í samræmi við þá trú sumra að á internetinu megi gera allt sem mann raunverulega langar, alveg burtséð frá lögum og reglum. Enn furðulegra er að íslenzk yfirvöld geri ekki nokkurn skapaðan hlut í málinu. Talsmaður Póst- og fjarskiptastofnunar, sem hefur eftirlit með fjarskiptafyrirtækjum, segir í Fréttablaðinu í dag að málið komi henni ekki við. Svo virðist sem skattayfirvöld og lögreglan hafi komizt að sömu niðurstöðu. Ætli það sé í samræmi við áform stjórnvalda um stuðning við skapandi greinar að skeyta engu um höfundarrétt, sem er þó forsendan fyrir því að margar listgreinar þrífast yfirleitt?
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun