Kerfið hatar lágtekjufólk Pawel Bartoszek skrifar 25. október 2013 06:00 Hugsum okkur einstæða tveggja barna móður sem á ekki lengur rétt á atvinnuleysisbótum. Hún fær fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg, samtals 163.635 kr. Hún getur einnig fengið sérstaka fjárhagsaðstoð vegna barna frá borginni sem er 13.133 kr. á mánuði fyrir hvort barnið. Annað barnið hennar er á leikskólaaldri og hún fær að jafnaði 55.448 kr. í barnabætur á mánuði og 70.000 þúsund í húsaleigubætur. Loks fær hún samtals 50.350 kr. í meðlag. Eftir skatt hefur þessi kona að meðaltali um 341 þúsund krónur til ráðstöfunar í hverjum mánuði. Segjum nú að hetjunni okkar bjóðist starf hálfan dag á frístundaheimili. Fyrir það fær hún kannski 120 þúsund á mánuði. Vill einhver giska hve mikið ráðstöfunartekjur hennar hækka við þetta? Hvað heldur fólk? 20 þúsund? 40 þúsund? Rétta svarið er að að ráðstöfunartekjur hennar hækka nákvæmlega ekki neitt. Já: 0 kr. Tekjur hennar dragast einfaldlega frá fjárhagsaðstoðinni. Einstæða móðirin, sem þarf núna að koma sér til og frá vinnu eftir að hafa skutlað börnunum í skólann og leikskólann, situr uppi með nákvæmlega sömu tekjur og áður.Ein króna fram, tvær krónur aftur Einhverjum kann að finnast það mannvonska að vilja ekki hækka fjárhagsaðstoð um nokkra þúsundkalla. En hvaða orð á þá að nota yfir það kerfi sem hirðir til baka hverja einustu krónu sem fátækt fólk vinnur sér inn? Varla er það mjög sanngjarnt kerfi. Í þannig kerfi getur maður varla reiðst þeim sem leggja sig kannski ekki alla fram við atvinnuleitina. Skoðum nokkrar tölur. Einstæða móðirin sem finnur sér hlutastarf fyrir 150.000 kr. á mánuði græðir ekkert á því. Fari hún ofar en það missir hún rétt til sérstaks stuðnings vegna barna. Síðan missir hún rétt til sérstakra húsaleigubóta á einu bretti. Svo skerðast barnabætur hennar um 8% með hverri krónu, húsaleigubæturnar einnig, og auðvitað þarf hún að borga skatt og í lífeyrissjóð eins og aðrir. Ef hún ræður sig í fulla vinnu fyrir 250 þúsund á mánuði hækka ráðstöfunartekjur hennar úr 341 þús. upp í 370 þús. Ef hún finnur sér svona sæmilega launað starf fyrir 350 þúsund á mánuði hækka ráðstöfunartekjurnar upp í 383 þús. á mánuði. Sem sagt: Munur á ráðstöfunartekjum konu sem vinnur fullan dag sem þjónustufulltrúi og konu sem er án vinnu og tekna er 43 þúsund krónur. Gott mál?Eru lágu launin vandamálið? Í þessari umræðu má stundum heyra að „vandinn eru ekki bæturnar heldur að lægstu launin eru of lág“. Það má spyrja sig hvort þeir sem þetta segja, sérstaklega þeir á vinstri vængnum, myndu þá sætta sig við að farið yrði í verulegar launahækkanir á almennum vinnumarkaði en allar bætur stæðu óbreyttar í nokkur ár. Það er ólíklegt. Og það er annað í þessu: Af dæminu að ofan má sjá að 100 þúsund króna hækkun launa rann að langstærstum hluta aftur til hins opinbera. Sem þýðir að sama myndi gilda um verulega hækkun lægstu launa. Vandinn felst því einmitt frekar í bótakerfinu en í meintri lægð lægstu launa. Ef koma á í veg fyrir að fólk festist í fátæktargildru þarf að setja fé í það að útrýma þeim tilfellum þar sem fátækt fólk græðir ekkert eða beinlínis tapar á því að vinna meira. Slíkt kostar líka sitt en það er betri nýting á fé en það að auka það bil þar sem menn græða nákvæmlega ekki neitt á því að vinna. Við höfum nefnilega búið til kerfi sem reynir að elska hina tekjulausu. En kerfinu virðist nokk sama um fólk sem klæðir sig í vinnugalla eða setur á sig hárnet. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Hugsum okkur einstæða tveggja barna móður sem á ekki lengur rétt á atvinnuleysisbótum. Hún fær fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg, samtals 163.635 kr. Hún getur einnig fengið sérstaka fjárhagsaðstoð vegna barna frá borginni sem er 13.133 kr. á mánuði fyrir hvort barnið. Annað barnið hennar er á leikskólaaldri og hún fær að jafnaði 55.448 kr. í barnabætur á mánuði og 70.000 þúsund í húsaleigubætur. Loks fær hún samtals 50.350 kr. í meðlag. Eftir skatt hefur þessi kona að meðaltali um 341 þúsund krónur til ráðstöfunar í hverjum mánuði. Segjum nú að hetjunni okkar bjóðist starf hálfan dag á frístundaheimili. Fyrir það fær hún kannski 120 þúsund á mánuði. Vill einhver giska hve mikið ráðstöfunartekjur hennar hækka við þetta? Hvað heldur fólk? 20 þúsund? 40 þúsund? Rétta svarið er að að ráðstöfunartekjur hennar hækka nákvæmlega ekki neitt. Já: 0 kr. Tekjur hennar dragast einfaldlega frá fjárhagsaðstoðinni. Einstæða móðirin, sem þarf núna að koma sér til og frá vinnu eftir að hafa skutlað börnunum í skólann og leikskólann, situr uppi með nákvæmlega sömu tekjur og áður.Ein króna fram, tvær krónur aftur Einhverjum kann að finnast það mannvonska að vilja ekki hækka fjárhagsaðstoð um nokkra þúsundkalla. En hvaða orð á þá að nota yfir það kerfi sem hirðir til baka hverja einustu krónu sem fátækt fólk vinnur sér inn? Varla er það mjög sanngjarnt kerfi. Í þannig kerfi getur maður varla reiðst þeim sem leggja sig kannski ekki alla fram við atvinnuleitina. Skoðum nokkrar tölur. Einstæða móðirin sem finnur sér hlutastarf fyrir 150.000 kr. á mánuði græðir ekkert á því. Fari hún ofar en það missir hún rétt til sérstaks stuðnings vegna barna. Síðan missir hún rétt til sérstakra húsaleigubóta á einu bretti. Svo skerðast barnabætur hennar um 8% með hverri krónu, húsaleigubæturnar einnig, og auðvitað þarf hún að borga skatt og í lífeyrissjóð eins og aðrir. Ef hún ræður sig í fulla vinnu fyrir 250 þúsund á mánuði hækka ráðstöfunartekjur hennar úr 341 þús. upp í 370 þús. Ef hún finnur sér svona sæmilega launað starf fyrir 350 þúsund á mánuði hækka ráðstöfunartekjurnar upp í 383 þús. á mánuði. Sem sagt: Munur á ráðstöfunartekjum konu sem vinnur fullan dag sem þjónustufulltrúi og konu sem er án vinnu og tekna er 43 þúsund krónur. Gott mál?Eru lágu launin vandamálið? Í þessari umræðu má stundum heyra að „vandinn eru ekki bæturnar heldur að lægstu launin eru of lág“. Það má spyrja sig hvort þeir sem þetta segja, sérstaklega þeir á vinstri vængnum, myndu þá sætta sig við að farið yrði í verulegar launahækkanir á almennum vinnumarkaði en allar bætur stæðu óbreyttar í nokkur ár. Það er ólíklegt. Og það er annað í þessu: Af dæminu að ofan má sjá að 100 þúsund króna hækkun launa rann að langstærstum hluta aftur til hins opinbera. Sem þýðir að sama myndi gilda um verulega hækkun lægstu launa. Vandinn felst því einmitt frekar í bótakerfinu en í meintri lægð lægstu launa. Ef koma á í veg fyrir að fólk festist í fátæktargildru þarf að setja fé í það að útrýma þeim tilfellum þar sem fátækt fólk græðir ekkert eða beinlínis tapar á því að vinna meira. Slíkt kostar líka sitt en það er betri nýting á fé en það að auka það bil þar sem menn græða nákvæmlega ekki neitt á því að vinna. Við höfum nefnilega búið til kerfi sem reynir að elska hina tekjulausu. En kerfinu virðist nokk sama um fólk sem klæðir sig í vinnugalla eða setur á sig hárnet.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun