Kalkbrenner kemur fram á Sónar Freyr Bjarnason skrifar 24. október 2013 08:00 Eitt stærsta nafnið í danstónlistarheiminum spilar á Sónar í Reykjavík á næsta ári. Tólf listamenn hafa bæst við Sónar-hátíðina sem verður haldin í annað sinn í Hörpu 13. til 15. febrúar. Tvö af stærstu nöfnum danstónlistarinnar, Paul Kalkbrenner og Bonobo, eru á meðal þeirra. Einnig hefur bæst við Bretinn James Holden, sem hefur unnið með Radiohead, Madonnu og Depeche Mode. Áður hafði Major Lazer verið tilkynntur á hátíðina. „Að staðfesta Paul Kalkbrenner og Major Lazer á Sónar Reykjavík er mikil viðurkenning fyrir okkur og þá umfjöllun sem hátíðin í febrúar síðastliðnum fékk,“ segir skipuleggjandinn Björn Steinbekk. „Að listamenn af þessari stærðargráðu spili á hátíð sem selur 3.500 miða er líklega einstakt og að sömu listamenn séu tilbúnir til að spila í 1.600 manna sal er fáheyrt. Þetta sýnir okkur að sú stefna að vera með litla hátíð með stórum nöfnum er sannarlega möguleg.“ Hljómsveitirnar Moses Hightower, Ojba Rasta, Vök og Haleluwah hafa einnig bæst í hópinn, ásamt Steve Sampling, Futuregrapher, Skurken, Muted og DJ Yamaho. Áður hefur verið tilkynnt um komu Hjaltalín, Kölsch, Daphni, Sykurs og Sometime. Enn á eftir að bæta við flytjendum og verða þeir samtals um sextíu talsins. Miðasala á Sónar Reykjavík 2014 er í fullum gangi á midi.is og harpa.is. Sónar Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tólf listamenn hafa bæst við Sónar-hátíðina sem verður haldin í annað sinn í Hörpu 13. til 15. febrúar. Tvö af stærstu nöfnum danstónlistarinnar, Paul Kalkbrenner og Bonobo, eru á meðal þeirra. Einnig hefur bæst við Bretinn James Holden, sem hefur unnið með Radiohead, Madonnu og Depeche Mode. Áður hafði Major Lazer verið tilkynntur á hátíðina. „Að staðfesta Paul Kalkbrenner og Major Lazer á Sónar Reykjavík er mikil viðurkenning fyrir okkur og þá umfjöllun sem hátíðin í febrúar síðastliðnum fékk,“ segir skipuleggjandinn Björn Steinbekk. „Að listamenn af þessari stærðargráðu spili á hátíð sem selur 3.500 miða er líklega einstakt og að sömu listamenn séu tilbúnir til að spila í 1.600 manna sal er fáheyrt. Þetta sýnir okkur að sú stefna að vera með litla hátíð með stórum nöfnum er sannarlega möguleg.“ Hljómsveitirnar Moses Hightower, Ojba Rasta, Vök og Haleluwah hafa einnig bæst í hópinn, ásamt Steve Sampling, Futuregrapher, Skurken, Muted og DJ Yamaho. Áður hefur verið tilkynnt um komu Hjaltalín, Kölsch, Daphni, Sykurs og Sometime. Enn á eftir að bæta við flytjendum og verða þeir samtals um sextíu talsins. Miðasala á Sónar Reykjavík 2014 er í fullum gangi á midi.is og harpa.is.
Sónar Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira