Tónlist

The Strokes snúa aftur á næsta ári

Söngvarinn Casablancas og félagar ætla að "snúa aftur“ á næsta ári.
Söngvarinn Casablancas og félagar ætla að "snúa aftur“ á næsta ári. nordicphotos/getty
The Strokes ætla að „snúa aftur á sjónarsviðið“ árið 2014.

Þetta kemur fram í fréttabréfi frá New York-rokkurunum til aðdáenda sinna í tilefni af útkomu nýrrar sólóplötu gítarleikarans Alberts Hammond Jr.

Síðasta plata The Strokes, Comedown Machine, kom út í mars síðastliðnum. Skömmu síðar lét bassaleikarinn Nikolai Fraiture hafa eftir sér að hljómsveitin hefði ekki í hyggju að fylgja henni eftir með tónleikaferð.

Núna hefur Albert Hammond Jr. sagt að tíu plötur með Strokes muni mögulega koma út í framtíðinni enda séu þeir allir mjög góðir vinir og vilji starfa sem mest saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.