Tónlist

Hollywood Reporter hrósar Hjaltalín

Fretr skrifar
Days of Gray þar sem tónlist Hjaltalín er í stóru hlutverki fær góða dóma hjá Hollywood Reporter.
Days of Gray þar sem tónlist Hjaltalín er í stóru hlutverki fær góða dóma hjá Hollywood Reporter. fréttablaðið/gva
Þögla kvikmyndin Days of Gray, þar sem tónlist Högna Egilssonar og félaga í Hjaltalín skipar stóran sess, fær góða dóma á hinni virtu vefsíðu Hollywood Reporter.

Þar segir að leikstjórinn Ani Simon-Kennedy noti á fagmannlegan hátt ósnortið landslag Íslands og geri tónlist Hjaltalín góð skil í leiðinni.

Gagnrýnandinn bætir við að myndin ætti að vekja athygli á kvikmyndahátíðum víða um heim og ætti einnig að vekja áhuga tónlistaráhugamanna á Hjaltalín.

Hann segir tónlist hljómsveitarinnar við myndina framúrskarandi og hún styðji vel við leik barnanna sem eru í aðalhlutverkunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.