MatarÆÐI og öfgar Teitur Guðmundsson skrifar 15. október 2013 06:00 Líklega er fátt sem jafn margir hafa jafn miklar og margvíslegar skoðanir á og mataræði. Umræðan litast mjög af tilfinningum og reynslusögum hvers konar, þar rekur hver kúrinn annan og við liggur að landinn umturnist yfir nýjustu skilaboðunum hverju nafni sem þau kunna að nefnast. Þetta hefur verið einkar skemmtilegur tími undanfarið ár eða svo þar sem spekingar hafa bitist um það hvaða leið sé nú best til þess að léttast, auka styrk eða jafnvel hafa áhrif á öldrun líkamans. Umræðan hefur meira að segja farið svo langt að það hefur legið við mannorðsmorði á stundum svo mikill var hitinn. Það er óumdeilt, hvaða menntun sem maður hefur, að það sem við setjum ofan í okkur hefur veruleg áhrif á líf og líðan einstaklingsins. Spurningin er bara hvaða áhrif nákvæmlega og hversu mikil fyrir hvern og einn og yfir hversu langan tíma? Vísindin hjálpa okkur þarna vissulega eitthvað og mikið starf hefur verið unnið í mjög langan tíma til að greina vandann og koma með lausnir. Það merkilega er að þetta er flókið samspil og ekki má gleyma öllum hinum þáttunum sem skipta máli, en þar dugir að nefna erfðir, umhverfisþætti, mengun, eiturefni, andlega líðan og margt fleira. Í hvaða magni þeir skipta máli er svo kapítuli út af fyrir sig. Líklega má segja að enginn hafi þá yfirsýn sem þarf raunverulega til að geta gefið hinar einu „réttu“ leiðbeiningar. Þar liggur sennilega hundurinn grafinn – almenningur og jafnvel fagfólkið veit ekki alveg hverjum það á að treysta í þessu efni og þess vegna fáum við svona gífurlega mörg skilaboð sem einstaklingar eiga hreinlega erfitt með að meðtaka.Misnotkun og sölumennska Slíkt ástand ýtir undir misnotkun og sölumennsku, enda kann líklega hver einasti maður sögu af einhverju, sem við nánari skoðun reyndist þvæla og í besta falli skaðlaust. Þó má ekki gleyma því að mjög margt áhugavert hefur komið fram og sú gróska sem við höfum orðið vitni að mun vafalaust leiða til einhverra breytinga í framtíðinni. Opinberar leiðbeiningar í tengslum við mataræði hafa verið lítið breyttar um langt skeið þrátt fyrir gagnrýni úr ýmsum áttum, þar á meðal frá leikmönnum og vel menntuðu fagfólki. Margir hafa stigið fram og rökstutt með ágætum hætti að þeim ætti að breyta. Niðurstaðan í dag er samt í grundvallaratriðum að vera sammála um að vera ósammála. Með þessu er ég ekki að gagnrýna neitt ákveðið heldur einfaldlega að benda á það umhverfi sem við lifum í. Það sem mér þykir einna áhugaverðast og vonast til er að næringarvitund og þekking almennings aukist, á sama tíma og ég hef af því verulegar áhyggjur þegar við jafn misvísandi upplýsingar er að etja og raun ber vitni. Satt best að segja hef ég ekki tölu á því hversu oft ég hef verið spurður út í þennan eða hinn kúrinn, átt að gefa læknisfræðilegt álit og leiðbeiningar. Í slíku felst mikil ábyrgð og þarf, eins og ég kom inn á hér að framan, að horfa á heildarmyndina, fyrir utan það að hafa áhuga á viðfangsefninu. Á þessum árum sem ég hef starfað hef ég kannski einna helst lært það hversu lítið við virðumst enn vita um samspil þessara þátta til að geta gefið fullnægjandi leiðbeiningar og einnig að mjög margar og stórkarlalegar yfirlýsingar fylgja iðulega nýjum kúrum og áherslum. Ég er fylgjandi því að reyna eitthvað nýtt, en ekki bara vegna þess að það er nýtt, heldur sérstaklega ef það hjálpar til við að breyta óæskilegri vanahegðun, hefur jákvæð áhrif á lífsstíl og lífsgæði fólks og án þess að af því stafi áhætta. Mér er sama hvort það er matarkúr eða vítamín, ákveðin hreyfing eða eitthvað annað, það verður að vera rökrétt og stuðla að jafnvægi einstaklingsins, engar öfgar – heldur styðja við hann og þá undirliggjandi þætti sem hann kann að glíma við hverju sinni. Ég held því fram að slíkt sé lykilatriði í því að verjast sjúkdómum, bæta líðan og auka lífsgæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Líklega er fátt sem jafn margir hafa jafn miklar og margvíslegar skoðanir á og mataræði. Umræðan litast mjög af tilfinningum og reynslusögum hvers konar, þar rekur hver kúrinn annan og við liggur að landinn umturnist yfir nýjustu skilaboðunum hverju nafni sem þau kunna að nefnast. Þetta hefur verið einkar skemmtilegur tími undanfarið ár eða svo þar sem spekingar hafa bitist um það hvaða leið sé nú best til þess að léttast, auka styrk eða jafnvel hafa áhrif á öldrun líkamans. Umræðan hefur meira að segja farið svo langt að það hefur legið við mannorðsmorði á stundum svo mikill var hitinn. Það er óumdeilt, hvaða menntun sem maður hefur, að það sem við setjum ofan í okkur hefur veruleg áhrif á líf og líðan einstaklingsins. Spurningin er bara hvaða áhrif nákvæmlega og hversu mikil fyrir hvern og einn og yfir hversu langan tíma? Vísindin hjálpa okkur þarna vissulega eitthvað og mikið starf hefur verið unnið í mjög langan tíma til að greina vandann og koma með lausnir. Það merkilega er að þetta er flókið samspil og ekki má gleyma öllum hinum þáttunum sem skipta máli, en þar dugir að nefna erfðir, umhverfisþætti, mengun, eiturefni, andlega líðan og margt fleira. Í hvaða magni þeir skipta máli er svo kapítuli út af fyrir sig. Líklega má segja að enginn hafi þá yfirsýn sem þarf raunverulega til að geta gefið hinar einu „réttu“ leiðbeiningar. Þar liggur sennilega hundurinn grafinn – almenningur og jafnvel fagfólkið veit ekki alveg hverjum það á að treysta í þessu efni og þess vegna fáum við svona gífurlega mörg skilaboð sem einstaklingar eiga hreinlega erfitt með að meðtaka.Misnotkun og sölumennska Slíkt ástand ýtir undir misnotkun og sölumennsku, enda kann líklega hver einasti maður sögu af einhverju, sem við nánari skoðun reyndist þvæla og í besta falli skaðlaust. Þó má ekki gleyma því að mjög margt áhugavert hefur komið fram og sú gróska sem við höfum orðið vitni að mun vafalaust leiða til einhverra breytinga í framtíðinni. Opinberar leiðbeiningar í tengslum við mataræði hafa verið lítið breyttar um langt skeið þrátt fyrir gagnrýni úr ýmsum áttum, þar á meðal frá leikmönnum og vel menntuðu fagfólki. Margir hafa stigið fram og rökstutt með ágætum hætti að þeim ætti að breyta. Niðurstaðan í dag er samt í grundvallaratriðum að vera sammála um að vera ósammála. Með þessu er ég ekki að gagnrýna neitt ákveðið heldur einfaldlega að benda á það umhverfi sem við lifum í. Það sem mér þykir einna áhugaverðast og vonast til er að næringarvitund og þekking almennings aukist, á sama tíma og ég hef af því verulegar áhyggjur þegar við jafn misvísandi upplýsingar er að etja og raun ber vitni. Satt best að segja hef ég ekki tölu á því hversu oft ég hef verið spurður út í þennan eða hinn kúrinn, átt að gefa læknisfræðilegt álit og leiðbeiningar. Í slíku felst mikil ábyrgð og þarf, eins og ég kom inn á hér að framan, að horfa á heildarmyndina, fyrir utan það að hafa áhuga á viðfangsefninu. Á þessum árum sem ég hef starfað hef ég kannski einna helst lært það hversu lítið við virðumst enn vita um samspil þessara þátta til að geta gefið fullnægjandi leiðbeiningar og einnig að mjög margar og stórkarlalegar yfirlýsingar fylgja iðulega nýjum kúrum og áherslum. Ég er fylgjandi því að reyna eitthvað nýtt, en ekki bara vegna þess að það er nýtt, heldur sérstaklega ef það hjálpar til við að breyta óæskilegri vanahegðun, hefur jákvæð áhrif á lífsstíl og lífsgæði fólks og án þess að af því stafi áhætta. Mér er sama hvort það er matarkúr eða vítamín, ákveðin hreyfing eða eitthvað annað, það verður að vera rökrétt og stuðla að jafnvægi einstaklingsins, engar öfgar – heldur styðja við hann og þá undirliggjandi þætti sem hann kann að glíma við hverju sinni. Ég held því fram að slíkt sé lykilatriði í því að verjast sjúkdómum, bæta líðan og auka lífsgæði.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun