Tónlist

Úr ridddarasögum í rokk og ról

Freyr Bjarnason skrifar
Óttar Felix Hauksson skrifaði lokaritgerð um riddarasögur. Hann er enn á fullu í rokkinu.
Óttar Felix Hauksson skrifaði lokaritgerð um riddarasögur. Hann er enn á fullu í rokkinu. fréttablaðið/arnþór
Útgefandinn Óttar Felix Hauksson hefur lokið við BA-ritgerð sína í íslensku. Þar skrifaði hann um riddarasögur, bæði frumsamdar innlendar og þýddar.

Þar fyrir utan skrifaði þessi fyrrum rótari og umboðsmaður Hljóma ritgerð um hljómsveitina vinsælu í faginu Dægurlagatextar og alþýðumenning. „Það hafa margir sýnt áhuga á ritgerðinni, sérstaklega út af 50 ára afmæli Hljóma og sess þeirra í dægurmálasögunni,“ segir Óttar Felix, sem er þegar byrjaður í meistaranámi í íslenskum fræðum og hyggur á útskrift eftir tvö ár.

Hann starfrækir einnig útgáfuna Zonet sem nýlega gaf út plötu með Birni Thoroddsen þar sem hann tekur Bítlalögin upp á sína arma. Þar fyrir utan er hann í Gullöldinni ásamt m.a. Gunnari Þórðarsyni úr Hljómum og spilar rokksveitin einmitt á Kringlukránni í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.