Ragnheiður Ösp: Erfitt að koma í veg fyrir hönnunarstuld Sara McMahon skrifar 4. október 2013 07:00 Danska verslunarkeðjan Stoff & Stil selur uppskrift og efnivið í púða sem líkjast mjög Notknot púða vöruhönnuðarins Ragnheiðar Aspar Sigurðardóttur. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson „Þetta er dönsk efnavöruverslun og hún selur allt sem þarf í púðann: strokkana, fyllinguna og leiðbeiningar. Það var stelpa sem hafði samband og lét mig vita af þessu. Í kjölfarið hafði ég samband við forsvarsmenn verslunarinnar en fékk mjög skrítin svör frá þeim,“ segir vöruhönnuðurinn Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir um stuld dönsku keðjunnar Stoff & Stil á hönnun hennar, Notknot púðanum. Aðspurð kveðst Ragnheiður Ösp lítið geta gert í málinu og það þó höfundarétturinn tilheyri henni. „Ég fékk þau svör að þau hefðu fengið þessa hugmynd árið 2011, sama ár og ég kynnti púðana á Hönnunarmars. Þeirra vara kom þó ekki í verslanir fyrr en jólin 2012 sem mér þykir skrítið. Ég gæti fengið mér lögfræðing og farið í mál en svo er spurning hvort maður hafi tíma og orku í slíkt. Þetta er stórt og rótgróið fyrirtæki og líklegt að þau geti snúið sér út úr þessu með því að gera smávægilegar breytingar á hönnuninni,“ útskýrir Ragnheiður Ösp. Hönnuðurinn hefur lent í álíka máli áður, þá í gegnum vefverslunina Etsy. „Þar getur fólk selt eigið handverk og sumir hafa reynt að selja púða eins og mína. En aðstandendur Etsy eru mjög strangir með slíkt og hafa yfirleitt hent viðkomandi út um leið.“Mynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir.Stuldur algengur Í fyrra sagði Fréttablaðið frá því að dönsk hönnunarstofa sem nefnist Lop Furniture hafi framleitt kolla sem þóttu furðu líkir Fuzzy-kollinum sem hannaður var árið 1970 af Sigurði Má Helgasyni. Að auki hafa eftirlíkingar af Hoch die Tassen bollum Hrafnkels Birgissonar og skegghúfu Vík Prjónsdóttur skotið upp kollinum. Spurð hvað sé til ráða segir Ragnheiður Ösp að það geti reynst litlum hönnunarfyrirtækjum erfitt að verja sig gegn stuldi því það sé einfaldlega of dýrt. „Það er hægt að kaupa einkaréttinn á vörunni, sérstaklega ef notuð er óhefðbundin aðferð við framleiðslu hennar, en það kostar einhverjar hundrað þúsund krónur og nýjir hönnuðir eiga erfitt með að reiða slíka upphæð af hendi,“ segir hún að lokum. HönnunarMars Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Þetta er dönsk efnavöruverslun og hún selur allt sem þarf í púðann: strokkana, fyllinguna og leiðbeiningar. Það var stelpa sem hafði samband og lét mig vita af þessu. Í kjölfarið hafði ég samband við forsvarsmenn verslunarinnar en fékk mjög skrítin svör frá þeim,“ segir vöruhönnuðurinn Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir um stuld dönsku keðjunnar Stoff & Stil á hönnun hennar, Notknot púðanum. Aðspurð kveðst Ragnheiður Ösp lítið geta gert í málinu og það þó höfundarétturinn tilheyri henni. „Ég fékk þau svör að þau hefðu fengið þessa hugmynd árið 2011, sama ár og ég kynnti púðana á Hönnunarmars. Þeirra vara kom þó ekki í verslanir fyrr en jólin 2012 sem mér þykir skrítið. Ég gæti fengið mér lögfræðing og farið í mál en svo er spurning hvort maður hafi tíma og orku í slíkt. Þetta er stórt og rótgróið fyrirtæki og líklegt að þau geti snúið sér út úr þessu með því að gera smávægilegar breytingar á hönnuninni,“ útskýrir Ragnheiður Ösp. Hönnuðurinn hefur lent í álíka máli áður, þá í gegnum vefverslunina Etsy. „Þar getur fólk selt eigið handverk og sumir hafa reynt að selja púða eins og mína. En aðstandendur Etsy eru mjög strangir með slíkt og hafa yfirleitt hent viðkomandi út um leið.“Mynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir.Stuldur algengur Í fyrra sagði Fréttablaðið frá því að dönsk hönnunarstofa sem nefnist Lop Furniture hafi framleitt kolla sem þóttu furðu líkir Fuzzy-kollinum sem hannaður var árið 1970 af Sigurði Má Helgasyni. Að auki hafa eftirlíkingar af Hoch die Tassen bollum Hrafnkels Birgissonar og skegghúfu Vík Prjónsdóttur skotið upp kollinum. Spurð hvað sé til ráða segir Ragnheiður Ösp að það geti reynst litlum hönnunarfyrirtækjum erfitt að verja sig gegn stuldi því það sé einfaldlega of dýrt. „Það er hægt að kaupa einkaréttinn á vörunni, sérstaklega ef notuð er óhefðbundin aðferð við framleiðslu hennar, en það kostar einhverjar hundrað þúsund krónur og nýjir hönnuðir eiga erfitt með að reiða slíka upphæð af hendi,“ segir hún að lokum.
HönnunarMars Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira