Lífið

Fyrsta Youtube-verðlaunahátíðin

Eminem er á meðal þeirra sem koma fram á Youtube-hátíðinni.
Eminem er á meðal þeirra sem koma fram á Youtube-hátíðinni. NORDICPHOTOS/GETTY
Fyrsta Youtube-tónlistarverðlaunahátíðin verður haldin 3. nóvember í New York. Á meðal þeirra listamanna sem fram koma á hátíðinni eru rapparinn Eminem, söngkonan Lady Gaga og hljómsveitin Arcade Fire.

Á hátíðinni verða þeir listamenn og þau lög sem voru vinsælust á árinu verðlaunuð, en sýnt verður frá hátíðinni í beinni útsendingu á netinu.

Tilnefningarnar verða tilkynntar síðar í mánuðinum en þá getur almenningur kosið sitt uppáhaldslag og listamann. Bandaríski leikarinn og tónlistarmaðurinn Jason Schwartzman verður kynnir á hátíðinni.

Youtube-vefsíðan er einn mikilvægasti vettvangurinn fyrir listamenn til að koma sínu efni á framfæri. Margar stjörnur hafa orðið til með hjálp síðunnar, líkt og Justin Bieber og suðurkóreska poppstjarnan Psy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.