Markmið geta breytt lífsgæðum Elín Albertsdóttir skrifar 30. september 2013 20:00 Þorsteinn Kári Jónsson, einn upphafsmanna Meistaramánaðar, stýrir nýjum þáttum um Meistaramánuð á Stöð 2 MYND/PJETUR Þorsteinn Kári er umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Meistaramánuður sem frumsýndur var á Stöð 2 síðastliðinn fimmtudag. „Ég vinn þessa þætti með Karen Kjartansdóttur fréttamanni en þeir verða sex talsins. Við fáum sérfræðinga til að ræða um ýmis atriði varðandi sjálfsskoðun, skipulagningu og markmiðasetningu. Við spyrjum til dæmis hvað þarf að tileinka sér til að setja sér skýrari og betri markmið. Einnig ætlum við að fylgjast með þátttakendum í Meistaramánuði. Vonandi fáum við skemmtilegar reynslusögur,“ svarar Þorsteinn þegar hann er spurður út í þættina. Meðal viðmælenda í fyrsta þættinum voru tvær ungar og hugrakkar stúlkur, önnur glímir við geðhvörf en hin hjartasjúkdóm. „Við spurðum þær hvernig þær nýta sér Meistaramánuðinn með því að setja sér ákveðin markmið. Þá er rætt við fólk um þau takmörk að verða betri manneskjur og ná betri takti í lífinu,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn og vinur hans, Magnús Berg Magnússon, voru í námi á sama tíma í Kaupmannahöfn. Þeir ræddu oft um hvernig þeir gætu breytt lífi sínu til betri vegar til að ná meiri einbeitingu í námi, til dæmis með því að borða hollari mat, vakna fyrr á morgnana, sleppa áfengisdrykkju um helgar og þess háttar. „Einn daginn tókum við þá ákvörðun að gera eitthvað róttækt í málunum og skora hvor á annan í einn mánuð. Við ákváðum að vakna klukkan hálfsex á morgnana og fara út að hlaupa en ég hafði ekki hreyft mig lengi á þessum tíma. Tappinn var settur í flöskuna og við breyttum mataræðinu til betri vegar. Á nokkrum dögum fundum við mikinn mun á okkur. Maður mætti úthvíldur, hress, kátur og orkumikill í skólann. Það var ótrúlegt hversu miklu við komum í verk fyrir hádegi. Þegar maður fer að reyna á sig, ögra sér og gera kröfur til sín verður það smátt og smátt auðvelt og kemst upp í vana. Það sem er svo áhugavert við þetta er að þessir þrjátíu dagar duga til að breyta lífsviðhorfinu til betri vegar,“ segir Þorsteinn. Hann segist hafa verið mikill b-maður og þess vegna sé það skemmtilegt hversu vel honum tókst að stilla líkamsklukku sína upp á nýtt. „Ef maður er skipulagður og heiðarlegur við sjálfan sig er ótrúlegt hversu hægt er að áorka á stuttum tíma. Ég er mun betur á mig kominn líkamlega en ég var þótt ég hafi aldrei hugsað þetta sem megrun. Með aukinni hreyfingu og betra mataræði kemur hitt af sjálfu sér.“ Meistaramánuður snýst þó ekkert endilega um hreyfingu eða mataræði heldur alls kyns áskoranir. „Það er ákveðið hópefli sem fer í gang í Meistaramánuðinum en markmiðin geta verið mismunandi; lesa fleiri bækur, læra að elda, nota tannþráð á hverjum degi, fara í myndlistarnám eða bara láta gamla drauma rætast.“ Meistaramánuður Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Þorsteinn Kári er umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Meistaramánuður sem frumsýndur var á Stöð 2 síðastliðinn fimmtudag. „Ég vinn þessa þætti með Karen Kjartansdóttur fréttamanni en þeir verða sex talsins. Við fáum sérfræðinga til að ræða um ýmis atriði varðandi sjálfsskoðun, skipulagningu og markmiðasetningu. Við spyrjum til dæmis hvað þarf að tileinka sér til að setja sér skýrari og betri markmið. Einnig ætlum við að fylgjast með þátttakendum í Meistaramánuði. Vonandi fáum við skemmtilegar reynslusögur,“ svarar Þorsteinn þegar hann er spurður út í þættina. Meðal viðmælenda í fyrsta þættinum voru tvær ungar og hugrakkar stúlkur, önnur glímir við geðhvörf en hin hjartasjúkdóm. „Við spurðum þær hvernig þær nýta sér Meistaramánuðinn með því að setja sér ákveðin markmið. Þá er rætt við fólk um þau takmörk að verða betri manneskjur og ná betri takti í lífinu,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn og vinur hans, Magnús Berg Magnússon, voru í námi á sama tíma í Kaupmannahöfn. Þeir ræddu oft um hvernig þeir gætu breytt lífi sínu til betri vegar til að ná meiri einbeitingu í námi, til dæmis með því að borða hollari mat, vakna fyrr á morgnana, sleppa áfengisdrykkju um helgar og þess háttar. „Einn daginn tókum við þá ákvörðun að gera eitthvað róttækt í málunum og skora hvor á annan í einn mánuð. Við ákváðum að vakna klukkan hálfsex á morgnana og fara út að hlaupa en ég hafði ekki hreyft mig lengi á þessum tíma. Tappinn var settur í flöskuna og við breyttum mataræðinu til betri vegar. Á nokkrum dögum fundum við mikinn mun á okkur. Maður mætti úthvíldur, hress, kátur og orkumikill í skólann. Það var ótrúlegt hversu miklu við komum í verk fyrir hádegi. Þegar maður fer að reyna á sig, ögra sér og gera kröfur til sín verður það smátt og smátt auðvelt og kemst upp í vana. Það sem er svo áhugavert við þetta er að þessir þrjátíu dagar duga til að breyta lífsviðhorfinu til betri vegar,“ segir Þorsteinn. Hann segist hafa verið mikill b-maður og þess vegna sé það skemmtilegt hversu vel honum tókst að stilla líkamsklukku sína upp á nýtt. „Ef maður er skipulagður og heiðarlegur við sjálfan sig er ótrúlegt hversu hægt er að áorka á stuttum tíma. Ég er mun betur á mig kominn líkamlega en ég var þótt ég hafi aldrei hugsað þetta sem megrun. Með aukinni hreyfingu og betra mataræði kemur hitt af sjálfu sér.“ Meistaramánuður snýst þó ekkert endilega um hreyfingu eða mataræði heldur alls kyns áskoranir. „Það er ákveðið hópefli sem fer í gang í Meistaramánuðinum en markmiðin geta verið mismunandi; lesa fleiri bækur, læra að elda, nota tannþráð á hverjum degi, fara í myndlistarnám eða bara láta gamla drauma rætast.“
Meistaramánuður Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira