Lífið

Fæddist þennan dag 1934

Þennan dag árið 1934 fæddist ítalska leikkonan Sophia Loren. Hún tók þátt í fegurðarsamkeppni á Ítalíu árið 1949 og fór í kjölfarið á leiklistarnámskeið sem skilaði henni litlum hlutverkum hér og þar. Í kringum 1950 gerði Loren samning við kvikmyndarisann Paramount um að leika í fimm kvikmyndum.

Í kjölfarið varð Loren heimsfræg kvikmyndastjarna og sló hún eftirminnilega í gegn í myndunum Houseboat, That Kind of Woman og It Started in Naples.

Árið 1962 hlaut Loren Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni La ciaciara og varð þar með fyrsta konan til að fá Óskarsverðlaun fyrir leik á öðru tungumáli en ensku. Loren hefur einnig hlotið Grammy- og BAFTA-verðlaun auk fimm Golden Globe-verðlauna.

Hún á tvö uppkomin börn með eiginmanni sínum Carlo Ponti sem lést árið 2007. Í júlí síðastliðnum lék hún í myndinni The Human Voice en það er hennar fyrsta hlutverk síðan hún lék í myndinni Nine árið 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.