Óttinn við óværuna Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 18. september 2013 09:07 Ég renndi kambinum gegnum óstýrilátan flókann og rýndi í. Var eitthvert líf þarna að sjá? Ég var ekki viss og hélt áfram að kemba. Passaði mig á að sleppa ekki einum einasta lokki, byrjaði við rót og renndi til enda. Umkvartanir eiganda lokkanna hafði ég að engu en mundaði kambinn aftur og aftur. Þetta yrði ekki auðvelt verk. Fyrr um daginn höfðu mér borist tvær tilkynningar í tölvupósti með stuttu millibili. Önnur frá grunnskóla og hin frá leikskóla. Yfirskriftin var sú sama: Lús! Í tilkynningunum var mælst til að nákvæm leit yrði framkvæmd í hausum og viðeigandi ráðstafanir gerðar ef sæist til óværunnar. Þetta þýddi tveggja hausa leit á mínu heimili, allavega til að byrja með, og ég þakkaði fyrir að annar þeirra var að minnsta kosti stutthærður. Ég byrjaði því á þeim síðhærðari eftir að hafa lesið vandlega leiðbeiningar á vefsíðu landlæknis. Þar las ég að lúsin gæti verið tveir til þrír millimetrar að lengd, eða líkt og sesamfræ að stærð, sem var öllu stærra en ég hafði gert mér í hugarlund. Hún hefði einnig klær, sérhannaðar til að komast um í hárinu og gæti skriðið 6-30 sentimetra á mínútu! Það var hraðar en ég hafði gert mér í hugarlund. Hún sygi blóð úr hársverðinum og verpti eggjum sem hún límdi við hárin rétt við hársvörðinn. Fullþroska lús gæti verpt tíu eggjum á dag! Að sex til tíu dögum liðnum gætu eggin klakist út og fleiri lýs hafið sníkjulíf sitt í hárinu og haft það gott! Ég hryllti mig við hverja stroku sem kamburinn rann. Gat ekkert að því gert. Átti von á að verða bitin í fingurna á hverri stundu, pírði augun, ef kvikindið skyldi nú stökkva! Það biði færis, að læsa í mig sérhæfðum klónum! Það skipti engu máli þótt ég hefði líka lesið á landlæknissíðunni að lúsin gæti alls ekki stokkið. Það skipti heldur engu máli að ekki sást vottur af lús í hausunum tveimur að kembingu lokinni. Mig var farið að klæja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég renndi kambinum gegnum óstýrilátan flókann og rýndi í. Var eitthvert líf þarna að sjá? Ég var ekki viss og hélt áfram að kemba. Passaði mig á að sleppa ekki einum einasta lokki, byrjaði við rót og renndi til enda. Umkvartanir eiganda lokkanna hafði ég að engu en mundaði kambinn aftur og aftur. Þetta yrði ekki auðvelt verk. Fyrr um daginn höfðu mér borist tvær tilkynningar í tölvupósti með stuttu millibili. Önnur frá grunnskóla og hin frá leikskóla. Yfirskriftin var sú sama: Lús! Í tilkynningunum var mælst til að nákvæm leit yrði framkvæmd í hausum og viðeigandi ráðstafanir gerðar ef sæist til óværunnar. Þetta þýddi tveggja hausa leit á mínu heimili, allavega til að byrja með, og ég þakkaði fyrir að annar þeirra var að minnsta kosti stutthærður. Ég byrjaði því á þeim síðhærðari eftir að hafa lesið vandlega leiðbeiningar á vefsíðu landlæknis. Þar las ég að lúsin gæti verið tveir til þrír millimetrar að lengd, eða líkt og sesamfræ að stærð, sem var öllu stærra en ég hafði gert mér í hugarlund. Hún hefði einnig klær, sérhannaðar til að komast um í hárinu og gæti skriðið 6-30 sentimetra á mínútu! Það var hraðar en ég hafði gert mér í hugarlund. Hún sygi blóð úr hársverðinum og verpti eggjum sem hún límdi við hárin rétt við hársvörðinn. Fullþroska lús gæti verpt tíu eggjum á dag! Að sex til tíu dögum liðnum gætu eggin klakist út og fleiri lýs hafið sníkjulíf sitt í hárinu og haft það gott! Ég hryllti mig við hverja stroku sem kamburinn rann. Gat ekkert að því gert. Átti von á að verða bitin í fingurna á hverri stundu, pírði augun, ef kvikindið skyldi nú stökkva! Það biði færis, að læsa í mig sérhæfðum klónum! Það skipti engu máli þótt ég hefði líka lesið á landlæknissíðunni að lúsin gæti alls ekki stokkið. Það skipti heldur engu máli að ekki sást vottur af lús í hausunum tveimur að kembingu lokinni. Mig var farið að klæja.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun