Stjórnin útilokar ekki Eurovision Gunnar Lárus Pálsson skrifar 16. september 2013 09:15 „Við vildum ná öllum mannskapnum saman í tilefni afmælisins,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona Stjórnarinnar. Á afmælistónleikum í Háskólabíói í október koma margir fyrrverandi Stjórnarmeðlimir fram en liðskipan sveitarinnar hefur verið breytileg á milli tímabila. „Þetta verður í fyrsta skipti sem gamla Stjórnin kemur saman síðan árið 1991, Stjórnin sem vann Landslagið árið 1989 með laginu Við eigum samleið og fór í Eurovision árið 1990 með lagið Eitt lag enn,“ segir Sigríður um tónleikana. Stjórnin hefur gefið út sjö plötur og geisladiska á ferlinum. „Fyrsta platan okkar, Eitt lag enn, kom út um vorið 1990, rétt eftir Eurovision. Það þótti ekki gáfulegt að gefa út plötu að vori, því jólin höfðu alltaf verið besti tíminn í plötuútgáfu og -sölu. Salan gekk samt mjög vel og varð hún ein af söluhæstu plötum ársins,“ segir Sigríður um fyrstu plötuna. Stjórnin hefur tvisvar farið fyrir hönd Íslands í Eurovision, árið 1991 og 1992. „Það er aldrei að vita hvað gerist,“ svarar Sigríður þegar spurt er hvort Stjórnin fari aftur í Eurovision. „Við erum að vinna í nýju lagi sem mun líta dagsins ljós fljótlega. Þetta er ekta stuðlag, eftir Grétar Örvarsson og Friðrik Karlsson,“ bætir Sigríður við. Óhætt er að segja að mikið stuð verði í Háskólabíói 25. október, þar sem saga Stjórnarinnar verður rakin og öll vinsælustu lögin verða leikin. Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við vildum ná öllum mannskapnum saman í tilefni afmælisins,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona Stjórnarinnar. Á afmælistónleikum í Háskólabíói í október koma margir fyrrverandi Stjórnarmeðlimir fram en liðskipan sveitarinnar hefur verið breytileg á milli tímabila. „Þetta verður í fyrsta skipti sem gamla Stjórnin kemur saman síðan árið 1991, Stjórnin sem vann Landslagið árið 1989 með laginu Við eigum samleið og fór í Eurovision árið 1990 með lagið Eitt lag enn,“ segir Sigríður um tónleikana. Stjórnin hefur gefið út sjö plötur og geisladiska á ferlinum. „Fyrsta platan okkar, Eitt lag enn, kom út um vorið 1990, rétt eftir Eurovision. Það þótti ekki gáfulegt að gefa út plötu að vori, því jólin höfðu alltaf verið besti tíminn í plötuútgáfu og -sölu. Salan gekk samt mjög vel og varð hún ein af söluhæstu plötum ársins,“ segir Sigríður um fyrstu plötuna. Stjórnin hefur tvisvar farið fyrir hönd Íslands í Eurovision, árið 1991 og 1992. „Það er aldrei að vita hvað gerist,“ svarar Sigríður þegar spurt er hvort Stjórnin fari aftur í Eurovision. „Við erum að vinna í nýju lagi sem mun líta dagsins ljós fljótlega. Þetta er ekta stuðlag, eftir Grétar Örvarsson og Friðrik Karlsson,“ bætir Sigríður við. Óhætt er að segja að mikið stuð verði í Háskólabíói 25. október, þar sem saga Stjórnarinnar verður rakin og öll vinsælustu lögin verða leikin.
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp