Vilja hvorki klámmyndasexí né „ömmufrumpuleg• nærföt - ný íslensk nærfatalína kynnt til sögunnar Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. september 2013 10:00 Jónína de la Rosa og Arna Sigrún Haraldsdóttir Fréttablaðið/Vilhelm Arna Sigrún Haraldsdóttir og Jónína de la Rosa hafa nýlega lokið við að hanna og framleiða nærfatalínuna Mulier. Arna og Jónína kynntust í Listaháskólanum þar sem Arna lærði fatahönnun en Jónína arkitektúr. Mulier þýðir kona á latínu. „Hugmyndin að línunni spratt hjá Jónínu þegar hún var á ferðalagi um Evrópu. Hún var nýhætt með kærastanum sínum og langaði að kaupa sér ný nærföt sem merki um nýtt tímabil í lífi hennar. En hvert sem hún fór gat hún ekki fundið rétta sniðið af brjóstahaldara sem kom með rétta sniðinu af nærbuxum. Að auki virðist vera að undirfatamarkaðurinn skiptist í tvennt, annars vegar klámmyndastjörnusexí eða ömmufrumpulegt,“ segja þær léttar í bragði. „Hvorugt heillaði hana og því var eina ráðið að sjá bara um þetta sjálf,“ bæta þær við. Jónína kom aftur heim til Íslands og viðraði þessa viðskiptahugmynd við Örnu Sigrúnu sem tók vel í hugmyndina og þekkti vandamálið af eigin raun. Mulier lítur dagsins ljósMynd/Íris Dögg Einarsdóttir „Við fórum mikið að spá í hvað það er sem er að undirfatamarkaðnum. Það virðist vera að rosalega mörgum konum þyki leiðinlegt að kaupa nærföt og að flestar hafi mjög ákveðnar hugmyndir um nákvæmlega hvernig nærfötin eigi að vera. Þess vegna hönnum við Mulier-undirfötin sem heildstæða línu en ekki stök sett. Þannig getur konan valið það snið af brjóstahaldara sem henni líkar og parað saman við það snið af nærbuxum sem hún vill helst og allt passar þetta saman. Að auki eru allar nærbuxurnar seldar í pakka með þremur sem eru allar eins í sniðinu en ólíkar útlits en passa samt við brjóstahaldarann. Þannig er komin miklu betri nýtni úr settinu og flestar konur væru gjarnan til í að klæðast alltaf undirfötum sem passa saman en gera það ekki af því það er svo óhagkvæmt. Það er nefnilega þannig að maður þvær nærbuxurnar oftar en brjóstahaldarann,“ halda þær Arna og Jónína áfram. Línan er hugsuð fyrir konur á aldrinum 25 til 55 ára. „Við viljum geta boðið upp á fjölbreytt úrval stærða svo við séum ekki að takmarka kúnnahópinn okkar við ákveðna líkamsgerð. Mulier-undirföt eru fyrir konur sem er umhugað um útlitið, vilja vera í nærfatasetti sem passar saman en gera það kannski sjaldan vegna þess hversu óhagkvæmt það er. Kjörorð Mulier eru „Smart-Sexy-Sensible“,“ útskýra þær. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að skapa fallegan og áhugaverðan hugmyndaheim í kringum Mulier enda höfum við báðar þó nokkra reynslu úr skapandi störfum og því að vinna myndrænt.“ Aðspurðar segja þær Jónína og Arna samstarfið ganga vel. „Við höfum eytt mun meiri tíma saman en áður síðan við ákváðum að demba okkur í þetta ævintýri. Það er auðvitað erfitt stundum að vera í bissness með vinkonu sinni en það hefur samt gengið stóráfallalaust hingað til. Við ákváðum strax í upphafi að fylgja ráðleggingum hljómsveitarinnar Nada Surf: „…tell them honestly, simply, kindly but firmly…“ og sú vinnuregla hefur virkað vel fyrir okkur.“ Mulier lítur dagsins ljósMynd/Íris Dögg Einarsdóttir Stelpurnar hófu að vinna að nærfatalínunni í nóvember í fyrra, fyrir næstum ári. Ferlið byrjaði á rannsóknar- og hönnunarvinnu og svo vildu þær finna réttu verksmiðjuna. „Við vildum versla við verksmiðju sem við getum treyst og sem við vitum að stundar heiðarlega viðskiptahætti og fer vel með starfsfólkið sitt. Það hentar okkur vel að framleiða á Spáni af því að Jónína er hálf-spænsk og talar því reiprennandi spænsku. Það er hefð fyrir fataframleiðslu á Spáni og því hægt að treysta því að fá góða vöru. Við heimsóttum verksmiðju sem okkur leist vel á í vor, hittum eigendurna og mynduðum gott samband við þá. Við létum síðan framleiða fyrir okkur prótótýpur sem við fengum í hendurnar fyrir nokkrum vikum. Við höfðum eytt miklum tíma í hugmyndavinnu vegna myndatöku svo að hún gekk frábærlega vel og við erum hæstánægðar með afraksturinn. Það sem tekur við núna er sala á þessari fyrstu línu en þetta er vor/sumar lína fyrir næsta ár. Það þýðir að nú erum við á fullri ferð að hafa samband við áhugasama verslunareigendur sem gætu viljað selja MULIER,“ segja þær stöllur. Aðspurðar segjast þær vilja með tímanum setja upp eigin netverslun, en það sé ekki komið að því enn. „Við erum í samræðuferli við nokkrar erlendar verslanir en það er of snemmt að segja nokkuð um það enn þá. Séu einhverjir íslenskir verslunareigendur áhugasamir þá bíðum við spenntar við símann,“ segja þær Jónína og Arna að lokum. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Arna Sigrún Haraldsdóttir og Jónína de la Rosa hafa nýlega lokið við að hanna og framleiða nærfatalínuna Mulier. Arna og Jónína kynntust í Listaháskólanum þar sem Arna lærði fatahönnun en Jónína arkitektúr. Mulier þýðir kona á latínu. „Hugmyndin að línunni spratt hjá Jónínu þegar hún var á ferðalagi um Evrópu. Hún var nýhætt með kærastanum sínum og langaði að kaupa sér ný nærföt sem merki um nýtt tímabil í lífi hennar. En hvert sem hún fór gat hún ekki fundið rétta sniðið af brjóstahaldara sem kom með rétta sniðinu af nærbuxum. Að auki virðist vera að undirfatamarkaðurinn skiptist í tvennt, annars vegar klámmyndastjörnusexí eða ömmufrumpulegt,“ segja þær léttar í bragði. „Hvorugt heillaði hana og því var eina ráðið að sjá bara um þetta sjálf,“ bæta þær við. Jónína kom aftur heim til Íslands og viðraði þessa viðskiptahugmynd við Örnu Sigrúnu sem tók vel í hugmyndina og þekkti vandamálið af eigin raun. Mulier lítur dagsins ljósMynd/Íris Dögg Einarsdóttir „Við fórum mikið að spá í hvað það er sem er að undirfatamarkaðnum. Það virðist vera að rosalega mörgum konum þyki leiðinlegt að kaupa nærföt og að flestar hafi mjög ákveðnar hugmyndir um nákvæmlega hvernig nærfötin eigi að vera. Þess vegna hönnum við Mulier-undirfötin sem heildstæða línu en ekki stök sett. Þannig getur konan valið það snið af brjóstahaldara sem henni líkar og parað saman við það snið af nærbuxum sem hún vill helst og allt passar þetta saman. Að auki eru allar nærbuxurnar seldar í pakka með þremur sem eru allar eins í sniðinu en ólíkar útlits en passa samt við brjóstahaldarann. Þannig er komin miklu betri nýtni úr settinu og flestar konur væru gjarnan til í að klæðast alltaf undirfötum sem passa saman en gera það ekki af því það er svo óhagkvæmt. Það er nefnilega þannig að maður þvær nærbuxurnar oftar en brjóstahaldarann,“ halda þær Arna og Jónína áfram. Línan er hugsuð fyrir konur á aldrinum 25 til 55 ára. „Við viljum geta boðið upp á fjölbreytt úrval stærða svo við séum ekki að takmarka kúnnahópinn okkar við ákveðna líkamsgerð. Mulier-undirföt eru fyrir konur sem er umhugað um útlitið, vilja vera í nærfatasetti sem passar saman en gera það kannski sjaldan vegna þess hversu óhagkvæmt það er. Kjörorð Mulier eru „Smart-Sexy-Sensible“,“ útskýra þær. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að skapa fallegan og áhugaverðan hugmyndaheim í kringum Mulier enda höfum við báðar þó nokkra reynslu úr skapandi störfum og því að vinna myndrænt.“ Aðspurðar segja þær Jónína og Arna samstarfið ganga vel. „Við höfum eytt mun meiri tíma saman en áður síðan við ákváðum að demba okkur í þetta ævintýri. Það er auðvitað erfitt stundum að vera í bissness með vinkonu sinni en það hefur samt gengið stóráfallalaust hingað til. Við ákváðum strax í upphafi að fylgja ráðleggingum hljómsveitarinnar Nada Surf: „…tell them honestly, simply, kindly but firmly…“ og sú vinnuregla hefur virkað vel fyrir okkur.“ Mulier lítur dagsins ljósMynd/Íris Dögg Einarsdóttir Stelpurnar hófu að vinna að nærfatalínunni í nóvember í fyrra, fyrir næstum ári. Ferlið byrjaði á rannsóknar- og hönnunarvinnu og svo vildu þær finna réttu verksmiðjuna. „Við vildum versla við verksmiðju sem við getum treyst og sem við vitum að stundar heiðarlega viðskiptahætti og fer vel með starfsfólkið sitt. Það hentar okkur vel að framleiða á Spáni af því að Jónína er hálf-spænsk og talar því reiprennandi spænsku. Það er hefð fyrir fataframleiðslu á Spáni og því hægt að treysta því að fá góða vöru. Við heimsóttum verksmiðju sem okkur leist vel á í vor, hittum eigendurna og mynduðum gott samband við þá. Við létum síðan framleiða fyrir okkur prótótýpur sem við fengum í hendurnar fyrir nokkrum vikum. Við höfðum eytt miklum tíma í hugmyndavinnu vegna myndatöku svo að hún gekk frábærlega vel og við erum hæstánægðar með afraksturinn. Það sem tekur við núna er sala á þessari fyrstu línu en þetta er vor/sumar lína fyrir næsta ár. Það þýðir að nú erum við á fullri ferð að hafa samband við áhugasama verslunareigendur sem gætu viljað selja MULIER,“ segja þær stöllur. Aðspurðar segjast þær vilja með tímanum setja upp eigin netverslun, en það sé ekki komið að því enn. „Við erum í samræðuferli við nokkrar erlendar verslanir en það er of snemmt að segja nokkuð um það enn þá. Séu einhverjir íslenskir verslunareigendur áhugasamir þá bíðum við spenntar við símann,“ segja þær Jónína og Arna að lokum.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira