Skáldaheimurinn birtist ljóslifandi Jónas Sen skrifar 14. september 2013 09:00 Hinn sæli úlfur Benedetto Lupo heillaði gagnrýnanda Fréttablaðsins upp úr skónum. Tónlist: Heimspíanistar í Hörpu. Benedetto Lupo lék í Norðurljósasalnum verk eftir Schumann og Brahms. „Hinn sæli úlfur“ væri íslenska þýðingin á nafni píanóleikarans Benedetto Lupo. Hann kom fram á tónleikaröðinni Heimspíanistar í Hörpu á miðvikudagskvöldið. En tónlistin var ekki neitt spangól! Fyrir hlé lék Lupo tvö verk eftir Schumann, lagaflokkana Fantasiestücke og Nachtstücke. Hinn fyrri er hugleiðingar um sögur eftir E. T. A. Hoffmann. Í þá daga var hann afar vinsæll höfundur sagna um yfirnáttúrulega hluti. Ég má til með að skjóta hér að að Elexírar djöfulsins eftir Hoffmann er einhver skemmtilegasta bók sem ég hef lesið. Hún er afar lifandi, og það er svo mögnuð undiralda í henni að það er alveg dásamlegt. Skáldaheimurinn birtist manni ljóslifandi í leik Lupos. Tæknilega séð var spilamennskan óaðfinnanleg. Píanóhljómurinn var tær og fallegur, sérlega mjúkur og litríkur. Litirnir sköpuðu mikla stemningu og flæðið í túlkuninni var akkúrat eins og það átti að vera. Alls konar atvik og persónur koma fyrir í verkinu; þær voru svo skýrar hér að maður gleymdi stund og stað. Hitt verkið eftir Schumann var ekki síðra, Nachtstücke eins og kom fram að ofan. Það er samið undir mun erfiðari kringumstæðum; Schumann hafði nýfrétt að bróðir sinn lægi banaleguna. Eftir því er tónsmíðin myrk og óróleg, líka þegar nánast ekkert er að gerast í henni. Einnig þá finnur maður fyrir einhverju óþægilegu. Aftur kom Lupo tónlistinni til skila af smekkvísi og tæknilegum yfirburðum. Það var dáleiðandi. Eftir hlé var komið að Brahms. Þeir Schumann voru vinir, en Brahms og eiginkona Schumanns voru samt enn þá meiri vinir. Hversu langt það gekk er ekki vitað. Brahms kvæntist aldrei og sumir hafa reynt að skýra það með því að benda á þá staðreynd að tónskáldið vann fyrir sér á táningsaldri með því að vera píanóleikari í hóruhúsi. Hver veit? Í öllu falli er tónlist Brahms innhverfari en sú sem Schumann samdi. Lupo lék hér þrjú svokölluð Intermezzi (millispil) op 117, og gerði það af unaðslegri mýkt og tilfinningu. Fyrsta intermezzoið er vögguvísa, en það sem á eftir kemur einkennist af myrkri, en þó ljúfsárri, illskilgreinanlegri nostalgíu. Lupo túlkaði hana samt af hófsemi og fyrir vikið streymdi tónlistin alveg óheft í gegnum hann. Sömu sögu er að segja um margbrotinn lagaflokk, fantasíur op. 116, sem Lupo spilaði stórglæsilega. Fantasíurnar einkennast af náttúrustemningum og almennt mögnuðum skáldskap sem ekki er hægt að koma orðum að. En hann var þarna í leik píanóleikarans, það var auðfundið. Komi hann fljótt aftur hingað til tónleikahalds.Niðurstaða: Einkar hrífandi túlkun píanóleikarans Benedetto Lupo á verkum eftir Schumann og Brahms. Gagnrýni Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist: Heimspíanistar í Hörpu. Benedetto Lupo lék í Norðurljósasalnum verk eftir Schumann og Brahms. „Hinn sæli úlfur“ væri íslenska þýðingin á nafni píanóleikarans Benedetto Lupo. Hann kom fram á tónleikaröðinni Heimspíanistar í Hörpu á miðvikudagskvöldið. En tónlistin var ekki neitt spangól! Fyrir hlé lék Lupo tvö verk eftir Schumann, lagaflokkana Fantasiestücke og Nachtstücke. Hinn fyrri er hugleiðingar um sögur eftir E. T. A. Hoffmann. Í þá daga var hann afar vinsæll höfundur sagna um yfirnáttúrulega hluti. Ég má til með að skjóta hér að að Elexírar djöfulsins eftir Hoffmann er einhver skemmtilegasta bók sem ég hef lesið. Hún er afar lifandi, og það er svo mögnuð undiralda í henni að það er alveg dásamlegt. Skáldaheimurinn birtist manni ljóslifandi í leik Lupos. Tæknilega séð var spilamennskan óaðfinnanleg. Píanóhljómurinn var tær og fallegur, sérlega mjúkur og litríkur. Litirnir sköpuðu mikla stemningu og flæðið í túlkuninni var akkúrat eins og það átti að vera. Alls konar atvik og persónur koma fyrir í verkinu; þær voru svo skýrar hér að maður gleymdi stund og stað. Hitt verkið eftir Schumann var ekki síðra, Nachtstücke eins og kom fram að ofan. Það er samið undir mun erfiðari kringumstæðum; Schumann hafði nýfrétt að bróðir sinn lægi banaleguna. Eftir því er tónsmíðin myrk og óróleg, líka þegar nánast ekkert er að gerast í henni. Einnig þá finnur maður fyrir einhverju óþægilegu. Aftur kom Lupo tónlistinni til skila af smekkvísi og tæknilegum yfirburðum. Það var dáleiðandi. Eftir hlé var komið að Brahms. Þeir Schumann voru vinir, en Brahms og eiginkona Schumanns voru samt enn þá meiri vinir. Hversu langt það gekk er ekki vitað. Brahms kvæntist aldrei og sumir hafa reynt að skýra það með því að benda á þá staðreynd að tónskáldið vann fyrir sér á táningsaldri með því að vera píanóleikari í hóruhúsi. Hver veit? Í öllu falli er tónlist Brahms innhverfari en sú sem Schumann samdi. Lupo lék hér þrjú svokölluð Intermezzi (millispil) op 117, og gerði það af unaðslegri mýkt og tilfinningu. Fyrsta intermezzoið er vögguvísa, en það sem á eftir kemur einkennist af myrkri, en þó ljúfsárri, illskilgreinanlegri nostalgíu. Lupo túlkaði hana samt af hófsemi og fyrir vikið streymdi tónlistin alveg óheft í gegnum hann. Sömu sögu er að segja um margbrotinn lagaflokk, fantasíur op. 116, sem Lupo spilaði stórglæsilega. Fantasíurnar einkennast af náttúrustemningum og almennt mögnuðum skáldskap sem ekki er hægt að koma orðum að. En hann var þarna í leik píanóleikarans, það var auðfundið. Komi hann fljótt aftur hingað til tónleikahalds.Niðurstaða: Einkar hrífandi túlkun píanóleikarans Benedetto Lupo á verkum eftir Schumann og Brahms.
Gagnrýni Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira