Lífið

Spenntur í hvert skipti sem ég fer í heimsókn

"Ég geri mér grein fyrir að það er ekki sjálfsagt að fólk hleypi allri þjóðinni inn á sitt heilagasta svæði og ég er afar þakklátur fyrir hvað mér hefur verið tekið vel.“
"Ég geri mér grein fyrir að það er ekki sjálfsagt að fólk hleypi allri þjóðinni inn á sitt heilagasta svæði og ég er afar þakklátur fyrir hvað mér hefur verið tekið vel.“
„Heimili fólks segir manni töluvert um það og ég er spenntur í hvert skipti sem ég fer í Heimsókn,“ segir Sindri Sindrason, sem stýrir samnefndum þætti á Stöð 2 í vetur. Heimsókn hóf göngu sína þann 4. september síðastliðinn, en um að ræða aðra þáttaröðina af þessum vinsæla þætti sem vakti mikla athygli í fyrra.

„Mér finnst alltaf best að taka viðtal, hvort sem er fyrir Ísland í dag eða Heimsókn, á heimili viðmælandans því þar er hann á heimavelli og samtölin verða afslappaðri og eðlilegri en í stúdíói. Ég geri mér grein fyrir að það er ekki sjálfsagt að fólk hleypi allri þjóðinni inn á sitt heilagasta svæði og ég er afar þakklátur fyrir hvað mér hefur verið tekið vel.“ Sindri segist ekki hafa neitt sérstakt heimili efst á óskalistanum fyrir Heimsókn.

„Markmið mitt er ekki að heimsækja heimili eftir mínum smekk heldur að hafa þau sem ólíkust og viðmælendurna líka. Ég hef oft sagt þáttinn vera blöndu af Innliti/útliti og Sjálfstæðu fólki og ætla að halda því áfram. Þættirnir verða sextán talsins og verða alla vega til jóla. Við munum heimsækja stór hús, lítil, nýtískuleg og gamaldags, t.d. flotta piparsveinaíbúð, glæsilegt sveitasetur, við sýnum fyrir/eftir breytingar, biskupssetrið, heimili Íslendinga í útlöndum og hvernig breyta megi á ódýran hátt.“



Heimsókn er á Stöð 2 á miðvikudögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.