Tónlist

Gísli samdi lög við ljóð Geirlaugs

Málverkið á umslagi plötunnar Bláar raddir gerði Margrét Nilsdóttir.
Málverkið á umslagi plötunnar Bláar raddir gerði Margrét Nilsdóttir.
Tónlistarmaðurinn Gísli Þór gaf fyrir skömmu út sína aðra sólóplötu, Bláar raddir.

Hún inniheldur tíu lög hans við ljóð Geirlaugs Magnússonar úr bók hans Þrítengt sem kom út 1996. Bláar raddir er önnur sólóskífa Gísla Þórs en hann hefur áður gefið út Næturgárun undir flytjandanafninu Gillon og fimm ljóðabækur undir eigin nafni.

Hann er einnig bassaleikari í hljómsveitinni Contalgen Funeral sem gaf út sína fyrstu plötu í fyrra.

Geirlaugur Magnússon gaf út sautján ljóðabækur og þrjár þýðingar og kom hans fyrsta ljóðabók Annaðhvort eða út árið 1974.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.