Tónlist

Tekst á við sykursýkina

Nick Jonas til vinstri ásamt bræðrum sýnum í hljómsveitinin Jonas Brothers.
Nick Jonas til vinstri ásamt bræðrum sýnum í hljómsveitinin Jonas Brothers. nordicphotos/getty
Ungstirnið og meðlimur hljómsveitarinnar Jonas Brothers, Nick Jonas glímir við sykursýki 1. Hann segir baráttuna oft erfiða og hann reynir að taka einn dag einu.

Jonas greindist með sykursýki 1 fyrir átta árum og er enn að læra inn á sjúkdóminn. Í viðtali við The Huffington Post sagði hann að það hjálpaði sér mikið að stunda líkamsrækt og borða hollan mat.

„Sykursýkina þarf ég að sætta mig við, en með heilbrigðum lífsstíl get ég lifað ágætu lífi,“ segir hinn ungi Jonas.

Hann segir jafnframt að hann þurfi að fara mjög varlega í ræktinni, því það hafi áhrif á blóðsykurinn ef hann æfi of mikið, hinn gullni meðalvegur er það sem gildir sagði hann.

Hljómsveitin Jonas Brothers túrar nú um Bandaríkin og kynnir efni á nýútkominni plötu sem nefnist einfaldlega V.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.